mánudagur, september 06, 2004

Allt að koma...

Þá er önnur IKEA ferðin í vikunni búinn og núna gekk allt upp. Við keyptum rúm, matarborð, skrifborð, kommóðu og ansi margt fleira. Meðal annars þessi flottu rauðvínsglös (vantar myndina, kemur seinna), maður verður svo spekingslegur með þau við hendina.
En þetta eru nú meiri kallarnir hjá þessum fyrirtækjum (IKEA, BILKA og eflaust mörgum fleiri). Þeir eru ansi iðnir við það að láta dótið sem maður kaupir hjá þeim, ekki innihalda nauðsynlega hluti til samsetnigar líkt og t.d. Króka fyrir sturtuhengi, gardínur og skrúfur fyrir hjólalás. Svo þegar heim er komið og hafist er handa, kemst maður að þessu the hard way, og þarf því að fara aukaferð og kaupa hlutina, og fyrst maður er nú kominn þá kippir maður með sér fleiri hlutum. Held ætli að reyna fara the “soft way” næst og lesa vandlega innihald pakkanna :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed