1 alvöru skóladagurinn
Í dag vaknaði ég eldsnemma til að taka strætó þó að ég eigi núna hjól en því miður þá þurfti líka að læra á lásinn og hann er sko flóknari er tilgangur lífsins skal ég ykkur segja. Svo ég tók allavegana strætó og já strætó nei djók. Það var bara gaman í skólanum ég skildi mestallt ég átti að koma með eitthvað sem hefði þýðingu fyrir mig og segja frá og ég tók mynd úr polaroid myndaveggnum og svo fórum við í allskonar ævingar. Það er svakalega gott veður hérna þessa dagana maður er bara í svitakófi allan daginn þetta er eitthvað annað en ísland bara 24 stiga hiti í september. Svo fór ég að kaupa nokkrar bækur fyrir skólann það var ekki gaman það kostaði nebbla fullt af peningum sko. En ég er búin að vera að reyna að lesa og það er frekar erfitt. En ég meina þetta verður bara að vera sona. P.S. íslenska stelpan í skólanum mínum er eiginlega ekkert mikið íslensk hún er búin að búa í danmörku síðan hún var 8 ára.
hæ gerður já ég skal reyna að muna að skrifa undir bloggin mín og þú verður að vera dugleg sjálf að skrifa svo ætlar þú að kenna okkur að setja inn myndir því við erum ekki að geta þetta en við gunni erum búin að vera álíka dugleg að skrifa. kveðja ragnheiður