fimmtudagur, september 16, 2004

Glöggt er gests augað 1

Ok, tæknilega er ég ekki enn gestur í þessu landi, frekar svona innflytjandi eða nýbúi. Hugtök sem eru frekar hlaðin neikvæðu gildi og þó það sé sérkstakt að venjast þeirri tilhugsun, að þá er það bara svona.
En allaveganna þá er maður í öðruvísi menningu og því eðlilegt að bera saman þessa tvo heima. Ég ætla ekki kannski að leita að hinum algilda sannleik líkt og hvað heldur þessum samfélagi gangandi, heldur frekar að líta á litlu hlutina sem eru öðruvísi, og kannski að þeir bæti e-u í þetta stóra púsluspil.
Í dag ætla ég að tala um....haldið ykkur fast...Ruslapoka!!!
Já, merkilegur hlutur ruslapoki (eða ekki:). Allaveganna, þá kostar poki í verslun 30 krónur ísl! Sem er nú frekar mikið, sérstaklega ef þú ert að versla mikið og þarf þ.a.l. marga poka, og hvað þá ef verslað er oft inn. En þetta eru engir venjulegir pokar, No sir! Þetta eru mjög sterkir og með x-tra sterku handfangi, þ.e. tilvaldir til að nota aftur og aftur. Flestir heima nota þá undir rusl. Hérna eru öllum útdeilt ruslapokum ókeypis (eflaust samkvæmt e-m staðli um hagkvæmust stærð o.þ.h.) og eru þeir annaðhvort grænir (fyrir vistvænan úrgang) eða svartir (venjulegt rusl). Svo sjá ruslamennirnir um að sortera þessa poka og því minniháttar vandamál fyrir viðkomandi að flokka lífrænan og ólífrænan úrgang. Umhverfisvæn og sniðug lausn (nema þegar maður gleymir að taka með sér poka í búðirnar :)
gunz

1 Comments:

At 2:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Eyglo hér
Ég var eitthvað að reyna commentera hjá ykkur en gengur eitthvhað ílla.
Það er voða gaman að geta fylgst með ykkur þarna í dana veldi :)
En ég verð að segja þarna með ruslapokana er ykt sniðugt!!! ;)
kv. Eygló

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed