Gunnar og Ragnheiður do Danmark
----------------------Árósar : Haust 2004 - vetur 2006,-----------------------Kaupmannahöfn : vetur 2006 - sumar 2007 --------------------------------------------------------- Erum búin að aðlagast þvílíkt vel, erum alveg nokkrum sinnum búin að fá okkur rúgbrauð með makríl!
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Afmæli
Ragnheidur har en fodselsdag hurra hurra hurra. . . Já ég átti afmæli í gær 22. ára maður er bara komin í fullorðinna manna tölu. Dagurinn var mjög skemtilegur fullt af pökkum :) Svo hjóluðum við Gunni í Bilka til að versla smá, hvað er betra en að versla á afmælisdaginn
ég er nu shopaholik svo að það var bara gaman. Gunni gerði pönnsur þegar við komum heim namm namm. Um kvöldið buðum við svo nokkrum sálfræðinni í mat. Bóasi og Dóru konunni hans, Emil og Siggu Lóu konunni hans og Gumma. Við elduðum mexikósku súpuna hennar mömmu og hún féll vel í kramið hjá fólki. Svo var setið og spjallað og aðeins farið í Singstar sem Gunni gaf mér í afmælisgjöf, gaman. Það var hörkukeppni þar. bless í bili Ragnheiður Ósk
föstudagur, nóvember 26, 2004
Nóg að gerast
Aldeilis skemmtilegur dagur í gær! Ragnheiður þurfti að vakna snemma því hún átti að fara sýna í "kultur" verkefninu sem hún er búin að æfa fyrir seinustu daga, og að sjálfsögðu kíkti maður á það. Og ég verð bara að segja að þetta var með skemmtilegustu leikritum sem ég hef séð. Allur undirbúningurinn ásamt hugmyndavinnu var aðeins tæpir tíu dagar og greinilegt að þarna er hugmyndaríkt fólk á ferð.
Svo seinna um kvöldið fórum við á tónleika með einni bestu hljómsveit Dana fyrr og síðar sem heitir Swan Lee. Áhugasamir geta kíkt hérna á heimasíðu þeirra http://swanlee.dk . Spurning hvernig gengur með þetta hljómaleikahúsa heima, svo hægt verði að halda almennilega minni tónleika á sómasamlegum stöðum, öðrum en t.d. Gauknum.
Annars erum við að fara í kvöld í mat til Bjargar og Abba, en litli kúturinn þeirra Ásgeir Rafn er eins árs í dag! Svo verður stemming í bænum í kvöld því allt er opið til miðnættist og jólaseríurnar tendraðar og solleiðis. Svo er nú stutt í næsta afmæli því svo bara strax á laugardaginn á Ragnheiður afmæli jeiii...og er stefnan að halda aðeins upp á það...að sjálfsögðu!
mánudagur, nóvember 22, 2004
Kultur project
Nu er maður alveg á fullu í kultur projekti i skolanum og það er dans og það er leikur og það er mikil vinna. Okkur er skipt i nokkra hopa og við erum að bua til svaka syningu fyrir 200 manns. Þemað er unglingar og líkaminn. Ég er í hóp sem er að vinna með líkamstjáningu. Hver hópur fær ca 6 mínutur fyrir sitt atriði. Okkar atriði byrjar með því að ég sem leik nördið ha ha ha. Er inni á klósetti að spegla mig og ekki nóg með það heldur verður þetta sett uppá stóran skjá, great. Veit ekki alveg hvernig ég kom mér í þetta. En allavegana svo erum við buin að gera dans og alles þetta er mjög gaman. Svo verður sýningin á fimmtudaginn það verður spennandi að sjá hvernig tilheppnast og hvað hinir hóparnir hafa gert.
'A fimmtudaginn erum við Gunni svo að fara á tónleika með Swan lee hlakka ekki lítið til. Það er dönsk hljómsveit sem er mjög góð.
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Julefrokost
Ég var núna að koma heim úr ekta dönskum Julefrokost. Ég veit ekki afhverju það er kallað julefrokost eða jólahádegisverður því að hann byrjaði kl 1830. En allavegana það byrjaði þannig að ég gleymdi gjöfunum ( við áttum að kaupa tvær gjafir á 10 kr hvor. ) og svo tók ég vitlausan strætó sem var frekar leiðinlegt þar sem ég var í bæjarhluta sem ég hafði aldrei komið í áður en það reddaðist sem betur fer á endanum. Julefrokostinn var haldin heima hjá Jane en hún er með mér í bekk og við vorum 10 úr bekknum sem mættum. Þetta var mjög gaman og byrjuðum á að borða góðan mat og það var bara harka í liðinu og snafs með matnum en ég gat nú ekki tekið þátt í því það var aðeins of mikið fyrir minn smekk. Ég bauð liðinu uppá íslenskan harðfisk og það voru allir til í að smakka en þau voru nú ekki neitt allt of hrifin af bragðinu. Svo var farið í alls konar leiki mjög gaman að því líka. Svo fékk ég far heim viii þá þurfti ég ekki að eyða klst í strætó. takk og bless Ragnheiður
Sundferð i Spanien
Við Gunni vöknuðum alveg svakalega snemma i morgun eða kl 9. og ákváðum því að skella okkur í sund, langt síðan maður hefur gert það. Við vorum búin að heyra að það væri sundlaug i miðbænum sem væri með heitum potti( þeir eru sumsé ekki á hverju strái hér í DK) Við skelltum okkur því þangað. Þegar þangað var komið og út í laug langaði okkur í heita pottinn en þar var skilti sem á stóð: Það má aðeins vera í pottinum þegar bubblurnar eru í gangi og þær eru í gangi í 10 mín og svo eiga allir að fara upp úr á meðan potturinn er Hreinsaður í 10 mínútur haaaaaa hvaaa. Og já ekki má gleyma að það mega bara 5 manns vera í einu í pottinum. 'Eg ákvað að fara samt í röðina þó að mér þætti það nú frekar skrítið. Þegar ég var buin að skjálfa í nokkrar mínutur fóru bubblurnar í gang og ég skellti mér ofaní. . . potturinn var moðvolgur. Ég býð með nýstu sundferð þar til ég fer til Íslands. hi hi Ragnheidur
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Rafmögnuð stemming í Kaplavænginu
Danirnir búa ekki alveg við þann munað að geta leyft sér langar og heitar sturtur eða fara frjálslega með rafmagnið, því auðlindarnar þeirra geta ekki staðið undir því. Rafmagnið kemur...e-s staðar frá, en ekkert mjög mikið af því fyrst þeir verða að auka framleiðsluna á því með vindmyllum hér og þar til að beisla vindorkuna. Okkur finnst það kannski allt í lagi og jafnvel rómantískt þar sem við sjáum ekki vindmyllur nema í bíómyndunum. En þeim finnst það allaveganna náttúrumengun (getur e-r nefnt svipuð dæmi frá Íslandinu hmmm...). Einnig skilst manni að það sé ekki mikið um útiljós jafnvel á jólunum! En við ætlum nú að láta okkur blæða aðeins fyrir þau (nauðsynlegur hluti af jólastemmingunni). En, allaveganna...að þegar við fluttum inn, þá voru engin ljós, engar pólskar ljósakrónur, og þarf maður því að tengja sérstaklega fyrir þeim. Það ætti nú ekki að vera erfitt fyrir vanan mann, en þetta var nokkuð sem ekki var búið að leggja inná í reynslubankann. Reyndar eru reglur sem segja að maður eigi að kalla í sérfæðing til að standa í þessu en...what the hell.... Maður spjallaði við hina og þessa til að forvitnast hvernig þetta gengi fyrir sig áður en maður lagði í hann. En...af öllum þeim sem ég spjallaði við og sögðu að þetta væri ekki mikið tiltökumál, láðist að segja að vírarnir mega ekki snertast. Ég veit...ég er ansi blautur bak við eyrun í þessum efnum. Ég hafði því vírana langa og fallega eins og hestafax svo að auðvelt væri að notast við þá. Þannig að...eftir neistaflug og sprungin öryggi erum við núna reynslunni ríkari. En ljósa hliðin á þessu er að við kynntumst nágrönnunum. Við vorum að þessu um kvöld og allar búðir lokaðar til að kaupa auka örAyggi. En þeir voru greinilega vanir þessu þar sem þeir áttu nóg af aukaöryggjum, sem betur fer.
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Löng helgi
Jæja þá er þessi helgi að baki og er nu bara half fegin. 'Eg er buin að vera að skrifa mina fyrstu ritgerð á dönsku 6 blaðsiður og það gekk held ég bara. Það er nu vonandi að maður fari að fá einkunn fyrir þetta. Ég er nefninlega ekki buin að fara i neitt námsmat síðan ég byrjaði. Svolítið óþægilegt að vita ekkert hvar maður stendur. Við tókum nú samt smá pásu frá lærdómnum á laugardeginum. Við Gunni fórum í heimsókn til Sonju og Tomma í Horsens, en ég var að vinna með Sonju í Arnarsmára. Þau eru buin að koma sér vel fyrir og eru með 100 fm íbuð á tveim hæðum og ser garð með palli ekki slæmt það. Þau eru líka nýbuin að fá sér 2 litla ketti. Það var mikið líf og fjör. Ég veit samt ekki alveg hvort eg myndi þora. . . að bua í Horsens, þar er ríkisfangelsið í Danmörku til húsa og Hells angels og Bandidos með höfuðstöðvar þarna líka. Þannig að. . . en það bua mjög margir íslendingar þarna eða um 5000 af 60.000 íbuum bæjarins. Það er slatti. En nóg af tölulegum upplýsingum í bili.
Við erum líka enþá að krokna á tánum ofnarnir eru í ólagi og við erum buin að tala oft við húsvörðinn enn verðum vist að gera það eina ferðina enn.... bless i bili Ragnheidur Ósk
laugardagur, nóvember 13, 2004
mánudagur, nóvember 08, 2004
nu skal jeg sgu lære at lære dansk!
Þá er maður kominn aftur í skóla að læra dönsku. Ég hefði nú aldrei trúað því hefði e-r sagt mér það fyrir nokkrum árum. Það er nú samt ekki eins slæmt og maður hefði haldið. Þetta tengist allt áhuganum, núna er hann fyrir hendi, sem er öfugt við það í dentid (samt er hef ég nú alltaf verið duglegur að sletta á dönsku). Eitthvað virðist ég nú hafa náð því að læra á þessum árum því ég var settur í næst hæsta bekk, og gæti farið upp í þann efsta finnist mér þetta of létt. Held ég bíði nú aðeins með, lesi nokkrar bækur fyrst. Annars kemur það mér sífellt á óvart hve móðurmálið og danskan eiga mikið sameiginlegt, amk í orðaforða. Og það sem vantar upp á hjá íslenskunni getur maður stuðst við dönskuna. Það getur þó að sjálfsögðu verið hættulegt, líkt og ef að maður segist ætla að taka bussinn (Bösinn/strætó), því það vísar til samkynhneigðra einstaklinga. Svo eru nú til nokkrir góðir brandarar, líkt og með þann sjóndapra sem sagðist ekki vera nærsyn, heldur fjernsyn..hahaha, hann var ágætur. Annars hef ég stundað þann að bregða á leik við matarborðið (oftast að viðstöddum fleiri Íslendingum), og segja að lokinni máltíð "úff. jeg er sá söd, at jeg er ved at springe" ) ég er svo sætur að ég er við að hoppa Hann slær nú alltaf í gegn.
hej, hej vi ses (vissuð þið að eitt "hej" þýðir hæ, en tvö "hej" þýða bless?) nú, þá vitiði það. Þessi fræðslumoli var í boði Gunna
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Mamma mín í heimsókn
Nu er sunnudagskvöld her í Danmörku og líklega alls staðar annars staðar. Við sitjum herna í stofunni okkar í Kappelvænget og erum að horfa á 3 days of the Condor eða sona flestir ég er í tölvunni. Mamma er í heimsókn en hún kom á föstudagskvöldið en henni seinkaði nú soldið þar sem flugvélinni seinkaði um 3 korter og lestinni seinkaði um hálftíma. Við tókum búðarráp á laugardeginum latinu hverfið, strikið, Bruuns gallerí. Við vorum nú alveg uppgefin eftir það og fórum því aðeins heim að hvíla lúin bein. Kl. half 7 fórum við aftur í bæiinn til að fá okkur í gogginn en það var nú hægara sagt en gert, við gengum milli staða í um klst og funduð ekkert allir staðir fullir af fólki en við höfðum pantað borð á Marco Polo kl 8 en fannst það full seint en við mættum þangað að lokum half átta og fengum strax borð sem betur fer, vorum orðin vel svöng. Við sáum ekki eftir því þetta var alveg frábær veitingastaður svo fór Gunni að passa Ásgeir Rafn og við mamma fórum heim og spiluðum ótugt fram eftir kveldi.
'A laugardeginum fórum við í Aros, Gamla bæinn og að skoða skólana okkar. Það er ekki hægt að segja annað en að við séum búin að vera dugleg og ekki hefur veðrið spillt fyrir sól og alveg logn. Á morgun er stefnt á aðra verslunarferð og ég er byrjuð í jólagjafakaupunum svo að það er nóg að gera gaman gaman. Mamma fer svo til Mutala á þriðjudaginn. tja tja ragnheidur osk
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Long time no . . . Blogging
Það er nú svo að farið er að kvarta yfir hversu langt er síðan ég bloggaði á þessa síðu okkar hér og vildi ég því setja hér nokkur orð niður á bla. . hvað kallar maður þetta allavegana. . . Það er nú ekki mikið að frétta hérna úr Kappelvænget nema hvað, að mamma ætlar að kíkja við hérna hjá okkur á morgun og verður það nú gaman, langt síðan að maður hefur séð hana. Hún ætlar að vera hjá okkur þar til á þriðjudaginn en þá fer hún til Mutala já Mutala hvar er það nú það er í Svíþjóð. Var eg buin að segja ykkur frá því að ég fór á karioki kvöld í skólanum mínum. Það var nú fjör en ég gerðist nú ekki svo djörf að taka lagið. Það voru bara dönsk lög maður fékk aðeins að heyra hvernig danskt popp er. Það er ágætt sona. 'Eg lagði leið mína í Stof og stil síðastliðinn mánudag og gerði þar mjög svo góð kaup( þeir sem ekki vita hvað stof og stil er þá er það efnabúð á heimsmælikvarða og ég væri alveg til í að búa þar) Það er nefninlega svo að 'Islendingar ættu að hætta að skipta við Virku og Vouge og koma í verslunarferð til Dk að kaupa efni. Því að ég keypti mjög fínt efni sem myndi kosta heima um 1500kr meterinn ekkert grín og það kostaði þarna 1,5m 30 kr danskar eða 360 isl kronur þetta er draumur. Det er dejligt. Það er allt við það sama í skolanum bara trommur gítar söngur stomp og stuð ég get ekki sagt að það sé erfitt að vakna í skólann þessa dagana. En i næstu viku á ég að gera skriflegt verkefni á dönsku selfolgelig ALEIN. Hingað til erum við buin að vera eingöngu í hópavinnu . . . . jæja sjáum bara hvernig það fer. Annars er svaka stór dagur hjá Dönunum á morgun og mikið talað um það, en á morgun kemur jólabjórinn í búðirnar og það er svaka mál víst, þeir eru alveg bjóróðir þessir danir. Hjördís var líka að segja mér að allir námsmenn í Dk hittust kl 20 59 á sínum skólapöbb ( því að Sjálfsögðu er bar í öllum háskólum í landinu hvað annað ) og mikil drykkjukeppni hæfist þar í tilefni jólabjórsins. Jólasveinninn kemur víst sjálfur keyrandi á stórum vörubíl fullum af jólabjór. Þá komast Danirnir nú fyrst í jólaskap. þeir sem vilja vita meira um þetta tala við Dæsí nei nei þetta er öll sagan. 'Eg held að ég beili nú samt á þessu þetta árið kannski næsta ár:)
Aðeins um veðrið ég var nebbla að heyra að það væri byrjað að snjóa eð smá þarna á Froni því að herna hja mer er bara 9 stiga hiti takk fyrir voða fínt sko.
Svo er ég að fara í Julefrokost til Jane í bekknum mínum þann 20 nóvember það verður gaman að prófa það sjá hvernig danirnir gera þetta. Nú kveð ég í bili vona að þið hafið skilið þetta bull í mér Ragnheiður Ósk
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Under pressure...
Átti svolítið erfitt með mig í dag. Ég er nefninlega byrjaður að taka meira strætó núna, er kominn með mánaðarkort, svo að maður geti nú skotist í bæinn þegar maður vill. Allaveganna...þá er það nú ekki það skemmtilegasta sem maður veit að taka strætó svo að maður er búinn að vera duglegur að hlusta á ferðageislaspilarann til að drepa tímann. Það er bara samt svo skrítið þegar það er öflugur diskur í þá væri maður, undir venjulegum kringustæðum, þ.e. heima hjá sér, að syngja hástöfum og taka luftgítarinn eða trommusólóið á hnén á sér eða það sem næst er. En þegar maður er staddur í strætó hins vegar þá er maður svo heftur. Mann langar til, en kann ekki alveg við að taka Bowie-inn með fullan strætó! Þess vegna raular maður svona lágstöfum eða dribblar létt niður skónum. Ég þó til með að gleyma mér stundum og set örlítið meiri kraft í röddina, finnst samt eins og enginn ætti að heyra í mér því ég heyri varla í sjálfum mér :)
gun
mánudagur, nóvember 01, 2004
hjólakúltúr
Ég var víst að óþörfu hræddur um að hjólinu mínu yrði stolið (7, 9, 13) vegna þess að það er fjallahjól (reyndar 13 ára gamalt), og seinast þegar ég var í DAnmörku, í Köben nánar tiltekið þá giska ég á að hjólið mitt hafi verið með því yngsta og flottasta sem ég sá. Það var í Köben þar sem engar brekkur eru, og engin þörf er á 21 gíra fjallahjóli nema fyrir þá alflottustu, sem voru ansi fáir. Í Árósum hins vegar, er þessu á hinn veginn snúið, eða brekkunni réttara sagt. Ég get líka strokað þá mynd sem ég hafði af mér hérna áður en ég kom. Ég hjólandi í rólegheitum í skólann...kærulaus, afslappaður. Hinn rétta mynd er frekar af mér svitnandi og pústandi því, e-ð virðist hafa gleymst að tala um það að Árósar er í raun ein brekka! Og, hjólið mitt er alls ekki það yngsta hér á bæ, svona frekar á gelgjuskeiðinu. En maður hefur nú samt varann á að sjálfsögðu og passar vel upp á það. Enda erum við "hjóli" mjög nátengdir. Við rifjum stundum upp söguna þegar honum var stolið en ég náði að finna hann aftur í höndunum á e-m ókunnugum.
Við verðum nú samt stundum solldið hræddir hérna á annars hinum mjög svo góðu hjólastígum sem eru út um allt. Þeir eru nebblilega líka fyrir vespurnar (á mjög erfitt með að skilja af hverju) og þeir eru ekkert að tvínóna við þetta og bruna bara fram úr manni á 50 km hraða! Þannig að nú er maður bara kominn með hjálm til öryggis. En svona er nú það...
gun