föstudagur, nóvember 26, 2004

Nóg að gerast

Aldeilis skemmtilegur dagur í gær! Ragnheiður þurfti að vakna snemma því hún átti að fara sýna í "kultur" verkefninu sem hún er búin að æfa fyrir seinustu daga, og að sjálfsögðu kíkti maður á það. Og ég verð bara að segja að þetta var með skemmtilegustu leikritum sem ég hef séð. Allur undirbúningurinn ásamt hugmyndavinnu var aðeins tæpir tíu dagar og greinilegt að þarna er hugmyndaríkt fólk á ferð.
Svo seinna um kvöldið fórum við á tónleika með einni bestu hljómsveit Dana fyrr og síðar sem heitir Swan Lee. Áhugasamir geta kíkt hérna á heimasíðu þeirra http://swanlee.dk . Spurning hvernig gengur með þetta hljómaleikahúsa heima, svo hægt verði að halda almennilega minni tónleika á sómasamlegum stöðum, öðrum en t.d. Gauknum.
Annars erum við að fara í kvöld í mat til Bjargar og Abba, en litli kúturinn þeirra Ásgeir Rafn er eins árs í dag! Svo verður stemming í bænum í kvöld því allt er opið til miðnættist og jólaseríurnar tendraðar og solleiðis. Svo er nú stutt í næsta afmæli því svo bara strax á laugardaginn á Ragnheiður afmæli jeiii...og er stefnan að halda aðeins upp á það...að sjálfsögðu!

4 Comments:

At 1:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegt hja ykkur! Bestu kvedjur, Mamma og allir i Logalandi

 
At 1:28 e.h., Blogger Jóhanna said...

Innilega til hamingju með daginn! Njóttu dagsins Hlakka til að hitta ykkur í Köben :) Kveðja Jóhanna

 
At 3:50 e.h., Blogger Kristín H said...

Til hamingju með afmælið elsku Ragnheiður:) Vona að þú eigir góðan dag og hlakka rosa mikið til að sjá þig 20 desember;)

Kveðja
Kristín H

 
At 5:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Ragnheiður afmælisbarn!
Hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni dagsins, vonandi dekrar Gunni almennilega við þig :)
Kveðja frá öllum í Logalandi!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed