sunnudagur, nóvember 14, 2004

Löng helgi

Jæja þá er þessi helgi að baki og er nu bara half fegin. 'Eg er buin að vera að skrifa mina fyrstu ritgerð á dönsku 6 blaðsiður og það gekk held ég bara. Það er nu vonandi að maður fari að fá einkunn fyrir þetta. Ég er nefninlega ekki buin að fara i neitt námsmat síðan ég byrjaði. Svolítið óþægilegt að vita ekkert hvar maður stendur. Við tókum nú samt smá pásu frá lærdómnum á laugardeginum. Við Gunni fórum í heimsókn til Sonju og Tomma í Horsens, en ég var að vinna með Sonju í Arnarsmára. Þau eru buin að koma sér vel fyrir og eru með 100 fm íbuð á tveim hæðum og ser garð með palli ekki slæmt það. Þau eru líka nýbuin að fá sér 2 litla ketti. Það var mikið líf og fjör. Ég veit samt ekki alveg hvort eg myndi þora. . . að bua í Horsens, þar er ríkisfangelsið í Danmörku til húsa og Hells angels og Bandidos með höfuðstöðvar þarna líka. Þannig að. . . en það bua mjög margir íslendingar þarna eða um 5000 af 60.000 íbuum bæjarins. Það er slatti. En nóg af tölulegum upplýsingum í bili.
Við erum líka enþá að krokna á tánum ofnarnir eru í ólagi og við erum buin að tala oft við húsvörðinn enn verðum vist að gera það eina ferðina enn.... bless i bili Ragnheidur Ósk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed