Julefrokost
Ég var núna að koma heim úr ekta dönskum Julefrokost. Ég veit ekki afhverju það er kallað julefrokost eða jólahádegisverður því að hann byrjaði kl 1830. En allavegana það byrjaði þannig að ég gleymdi gjöfunum ( við áttum að kaupa tvær gjafir á 10 kr hvor. ) og svo tók ég vitlausan strætó sem var frekar leiðinlegt þar sem ég var í bæjarhluta sem ég hafði aldrei komið í áður en það reddaðist sem betur fer á endanum. Julefrokostinn var haldin heima hjá Jane en hún er með mér í bekk og við vorum 10 úr bekknum sem mættum. Þetta var mjög gaman og byrjuðum á að borða góðan mat og það var bara harka í liðinu og snafs með matnum en ég gat nú ekki tekið þátt í því það var aðeins of mikið fyrir minn smekk. Ég bauð liðinu uppá íslenskan harðfisk og það voru allir til í að smakka en þau voru nú ekki neitt allt of hrifin af bragðinu. Svo var farið í alls konar leiki mjög gaman að því líka. Svo fékk ég far heim viii þá þurfti ég ekki að eyða klst í strætó. takk og bless Ragnheiður