sunnudagur, nóvember 07, 2004

Mamma mín í heimsókn

Nu er sunnudagskvöld her í Danmörku og líklega alls staðar annars staðar. Við sitjum herna í stofunni okkar í Kappelvænget og erum að horfa á 3 days of the Condor eða sona flestir ég er í tölvunni. Mamma er í heimsókn en hún kom á föstudagskvöldið en henni seinkaði nú soldið þar sem flugvélinni seinkaði um 3 korter og lestinni seinkaði um hálftíma. Við tókum búðarráp á laugardeginum latinu hverfið, strikið, Bruuns gallerí. Við vorum nú alveg uppgefin eftir það og fórum því aðeins heim að hvíla lúin bein. Kl. half 7 fórum við aftur í bæiinn til að fá okkur í gogginn en það var nú hægara sagt en gert, við gengum milli staða í um klst og funduð ekkert allir staðir fullir af fólki en við höfðum pantað borð á Marco Polo kl 8 en fannst það full seint en við mættum þangað að lokum half átta og fengum strax borð sem betur fer, vorum orðin vel svöng. Við sáum ekki eftir því þetta var alveg frábær veitingastaður svo fór Gunni að passa Ásgeir Rafn og við mamma fórum heim og spiluðum ótugt fram eftir kveldi.
'A laugardeginum fórum við í Aros, Gamla bæinn og að skoða skólana okkar. Það er ekki hægt að segja annað en að við séum búin að vera dugleg og ekki hefur veðrið spillt fyrir sól og alveg logn. Á morgun er stefnt á aðra verslunarferð og ég er byrjuð í jólagjafakaupunum svo að það er nóg að gera gaman gaman. Mamma fer svo til Mutala á þriðjudaginn. tja tja ragnheidur osk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed