þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Under pressure...

Átti svolítið erfitt með mig í dag. Ég er nefninlega byrjaður að taka meira strætó núna, er kominn með mánaðarkort, svo að maður geti nú skotist í bæinn þegar maður vill. Allaveganna...þá er það nú ekki það skemmtilegasta sem maður veit að taka strætó svo að maður er búinn að vera duglegur að hlusta á ferðageislaspilarann til að drepa tímann. Það er bara samt svo skrítið þegar það er öflugur diskur í þá væri maður, undir venjulegum kringustæðum, þ.e. heima hjá sér, að syngja hástöfum og taka luftgítarinn eða trommusólóið á hnén á sér eða það sem næst er. En þegar maður er staddur í strætó hins vegar þá er maður svo heftur. Mann langar til, en kann ekki alveg við að taka Bowie-inn með fullan strætó! Þess vegna raular maður svona lágstöfum eða dribblar létt niður skónum. Ég þó til með að gleyma mér stundum og set örlítið meiri kraft í röddina, finnst samt eins og enginn ætti að heyra í mér því ég heyri varla í sjálfum mér :)
gun

3 Comments:

At 11:10 f.h., Blogger Kristín H said...

Hva ertu hætt að blogga Ragnheiður mín eða er svona mikið að gera hjá þér að maður fréttir ekki lengur af þér:)

 
At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú mátt gera allt í strætó ... NEMA að taka bassann!!
He's mine ... muhahahaaa
HL

 
At 10:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það var annað þegar þú varst lítill Gunnsi Pall og mamma var með þig (ca 4 ára)í strætóinum á leiðinni út á Nes. Þú og mamma þín voruð í aftasta sætinu, í vetrarmyrkri undir kvöld, allir þreyttir og uppgefnir. Þú með þína ljósu lokka og bláu tileygðu augu hósft upp þína tenórrödd og söngst hástöfum: Hátt upp í tré í Hallormsstaðaskóg ........... osfrv svo undir tók í vagninum. Allir snéru sér við og að söng loknum klöppuðu allir............. keep on singing - pabs

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed