Rafmögnuð stemming í Kaplavænginu
Danirnir búa ekki alveg við þann munað að geta leyft sér langar og heitar sturtur eða fara frjálslega með rafmagnið, því auðlindarnar þeirra geta ekki staðið undir því. Rafmagnið kemur...e-s staðar frá, en ekkert mjög mikið af því fyrst þeir verða að auka framleiðsluna á því með vindmyllum hér og þar til að beisla vindorkuna. Okkur finnst það kannski allt í lagi og jafnvel rómantískt þar sem við sjáum ekki vindmyllur nema í bíómyndunum. En þeim finnst það allaveganna náttúrumengun (getur e-r nefnt svipuð dæmi frá Íslandinu hmmm...). Einnig skilst manni að það sé ekki mikið um útiljós jafnvel á jólunum! En við ætlum nú að láta okkur blæða aðeins fyrir þau (nauðsynlegur hluti af jólastemmingunni). En, allaveganna...að þegar við fluttum inn, þá voru engin ljós, engar pólskar ljósakrónur, og þarf maður því að tengja sérstaklega fyrir þeim. Það ætti nú ekki að vera erfitt fyrir vanan mann, en þetta var nokkuð sem ekki var búið að leggja inná í reynslubankann. Reyndar eru reglur sem segja að maður eigi að kalla í sérfæðing til að standa í þessu en...what the hell.... Maður spjallaði við hina og þessa til að forvitnast hvernig þetta gengi fyrir sig áður en maður lagði í hann. En...af öllum þeim sem ég spjallaði við og sögðu að þetta væri ekki mikið tiltökumál, láðist að segja að vírarnir mega ekki snertast. Ég veit...ég er ansi blautur bak við eyrun í þessum efnum. Ég hafði því vírana langa og fallega eins og hestafax svo að auðvelt væri að notast við þá. Þannig að...eftir neistaflug og sprungin öryggi erum við núna reynslunni ríkari. En ljósa hliðin á þessu er að við kynntumst nágrönnunum. Við vorum að þessu um kvöld og allar búðir lokaðar til að kaupa auka örAyggi. En þeir voru greinilega vanir þessu þar sem þeir áttu nóg af aukaöryggjum, sem betur fer.
Vá hvað þetta er eitthvað líkt móðurbróður þínum hmmm..bestu vetrarkveðjur(snjór og -10 gráður)Adda