miðvikudagur, júní 27, 2007

Tímaeyðsla

Mér finnst varla taka því að vera þrífa þegar það er aðeins mánuður í að við flytjum, er það bara ég eða...?

þriðjudagur, júní 26, 2007

Lúxus heimsókn lokið

Nú er heimsókn Inga Sölva og Guðnýjar lokið og þau komin til sinnar heima í Lúxemborg. Sjaldan hef ég gert jafn mikið og þessa helgi. Partý á partý ofan hjá Óla, ásamt ótal málverðra og ölkrúsa á kaffihúsum bæjarins, sem og rússíbanareiðra lokið. Við ættum því að vera í góðri æfingu þegar Hildur og Níels koma núna á fimmtudaginn :)

Reyndar varð Guðný fyrir því óláni að vera rænd og eru þeir orðnir ansi margir sem ég þekki sem hafa lent í þessari óskemmtilegri reynslu. Við vorum að snæða á Mama Rosa og hafði hún sett veskið kyrfilega kringum stólbakið. Eflaust verið klippt með skærum á sama augnabliki og þjóninn stal athygli okkar. A.m.k. erum við komin með aragrúa af samsæriskenningum um hvernig henni var stolið. Passið ykkur allaveganna ef þið borðið við Mama Rosa á Strikinu! En við létum það ekki slá okkur út af laginu...

Ekki veit ég nákvæmlega hvað það var, en sjaldan hef ég heyrt í jafnmörgum Íslendingum og þessa helgi. Reyndar fórum við í Mekka túrismans, Tívolíið, og þar mátti heyra í mörgum Íslendinginum spjalla um tónleika Timburvatnsins kvöldið áður. Hitti ég meira að segja Pétur Stein á Strikinu, gamlan og góðan vin, sem ég hef séð svo árum skipti...ekki einu sinni á Íslandi. Svona er nú bara Strikið...:)

Ingi kom með ansi góða myndavél sem ég varð alveg bálskotinn í og þess vegna var nóg tekið af myndum og þið kíkt betur á hvað var brallað þessa daga sem sem og seinustu mánuði. Myndir hér

Ibud

Vid Gunni erum buin ad versla okkur eina ibud. I Asakor 11. Vid erum i skyjunum med tetta og ekki verra ad flytja beint heim i eigid.


Ahugasamir geta sed fleiri myndir her http://public.fotki.com/gerdurbh/ibud/

Kvedja Ragnheidur

föstudagur, júní 22, 2007

að vera veik eða ekki vera veik það er spurningin

Já þetta er nú búin að vera meiri vikan. Ma og pa voru í heimsókn hérna um seinustu helgi og þá fer Gunni eitthvað að kveinka sér yfir verkjum í hálsi, hann var því heima meðan við fórum í búðir o.fl. Daginn eftir Sunnudag er ég komin líka með í hálsinn og ég sem var búin að láta fjarlægja hálskirtlana með allri þeirri kvöl og pínu sem því fylgir. Við liggjum og aumkum okkur allan sunnudaginn, en á mánudeginum var Koloni með leikskólanum svo ég harka af mér og finst ég bara nokkuð hress. Ég legg íann með leikskólanum alla leið til Faaraarvejle já öruglega ekki nokkur maður sem veit hvar það er enda sumarhúsahverfi á Norður Sjálandi. Það var nú ekkert nema yndislegt þar strönd og sól og hiti og já hálsbólgan hún elti mig sko alla leiðina á Koloni. Mér versnaði svo að ég þurfti að fara heim með skottið milli lappana á þriðjudeginum. Gunni fór svo uppeftir á miðvikudeginum hress og frískur eftir pencilínkúr frá lækninum. 'Eg fékk að liggja til föstudags í refsingarskyni fyrir að hafa stungið af allt of snemma.
Í kvöld eru Ingi Sölvi og Guðný unnustan hans að koma í heimsókn og verða yfir helgina, svo eins gott að heylsan verði komin í gott lag, því það verður sko líklega kíkt out on the town. Svo koma Hildur og Níels á miðvikudaginn og verða í viku þannig að það eru góðir tímar framundan hérna í litla kotinu á Prags Boulevard.

laugardagur, júní 16, 2007

Tvífarar vikunnar

Jæja, þá er líklegast komið að seinasta tvífara vikunnar í bili. Nú er flestum deildum lokið og fotboltaáhorf þar af leiðandi, dottið niður allsvakalega. Ég nærist samt á sögusögnum um hverjir ætla að kaupa hverja, og eftir að hafa séð myndina af Carlos Tevez hjá West Ham, þá get ég ekki annað en parað hann við hinn vinsæla Shrek. Ég er ekki frá því að þeir líkjast meira en hinn tvífari Shrek´s, hann Wayne Rooney. Hvað segið þið um það?

Svo af því þetta er nú væntanlega seinasti pósturinn um þetta efni, er kannski ekki úr vegi að bregða aðeins útaf vananum og bera saman tvo þekkta fótboltamenn (en ekki einn frægan og einn úr boltanum).

Þessir hafa báðir gert garðinn frægann gegnum tíðina og hefur þeim oft verið líkt saman, jafnt innan vallar sem utan. Þetta eru auðvitað engir aðrir en sá kunni fótboltaknappi: Leifur Franzson úr Lunch United og sonur hans Gunnar Páll Leifsson úr If Guðrúnu (reyndar er útlit fyrir að samningar milli Fc Fame og Guðrúnar séu að ganga í gegn, og því mun Gunnar spila fyrir þá síðarnefndu, núna strax í lok sumars!)
Báðir eru þeir myndarlegir með eindæmum og eru báðir þekktir fyrir hógværð sína. að auki eru þeir báðir örfættir (eða specially gifted eins og þeir kjósa að nefna það) og eru þekktir fyrir sínar 60 metra löngu glæsisendingar ;)

Efnisorð:

Íslenskur 17. júní

össs...þá er ég búinn að næla mér í eitt stykki hálsbólgu. Er búinn að vera kljást við kvef og hósta það sem af er vikunni svo allt er þá þegar þrennt er. Þetta setur sumarbústaðaferðina í algert uppnám! Þetta eru líklega allt refsingar fyrir að klæðast Don Juan skyrtunni, allan seinasta laugardag og kvöld (sjá mynd að neðan)! There can be only one...

Alveg magnað samt hvað mér (og líklega flestir öðrum) dreymi alltaf súrustu draumana þá. Ég man eftir tveimur slíkum frá því í nótt. Sá fyrsti fjallaði um að ég var fjöldamorðingi, ekki svo skemmtilegur draumur, og sá seinni fjallaði um mig á Hróaskeldu. Hljómar vel ekki satt? Reyndar ekki, því í stað þess að vera skemmta mér, þá svaf ég alla hátíðina af mér...Ég veit eiginlega ekki enn hvor draumurinn er verri!

Í dag er svo haldið uppá 17. júní hér í Danaveldi!?! Það er víst e-r hefð fyrir því að halda uppá daginn, á þeim laugardegi sem er nær þeim 17.! Mjög sérstakt. Sérstaklega þar sem hann er á sunnudegi í dag. Það gæti reyndar verið að þeir hafi séð veðurspána og viljað halda uppá hann með íslensku sniði...?

þriðjudagur, júní 12, 2007

helgin og næsta helgi

Sælt veri fólkið

Jæja, ætli það sé ekki best að tala aðeins um veðrið fyrst eins og sönnum Íslendingi ber að gera, en það er nebbla búið að vera þessi þvílíka blíða undanfarið, 25 til 30 stiga hiti, heiðskýrt, og ég veit ekki hvað. Svo er búið að taka viftuna uppúr geymslunni, því annars er ólíft hér á nóttunni.

Við Gunni fórum á Islandsbrygge að sóla okkur og skella okkur smá í sjóinn á laugardaginn var, en þó svo að við hefðum smurt okkur inní sólarvörn alveg hægri vinstri, þá dugði það ekki til, og við ristuðumst bæði vel á ristunum.

Um kvöldið hittum við svo Óla og Louise á leynigrillstaðnum þeirra, þar sem var ansi afskekkt og rómantískt að vera að kvöldlagi til. Ég er bundinn ströngum þagnareið um hvar þessi staður er, en hann sagði ekkert um að birta myndir :)

Seinna um kvöldið kíktum við svo á allsérstakann skemmtistað, sem var vel falinn inní verksmiðjuhverfi, lengst útá Holmen, fjarri allri mannabyggð. Við runnum á þungan bassataktinn, og komum svo að þessum þvílíka skemmtistað, sem var utandyra með skeljasandi og huggulegum sófum og stólum útum allt.

Við nýttum einnig góða veðrið til að fara í hjólatúr til Dragör, sem er svaka fallegur bær hérna 12km fyrir utan bæinn. Þar voru m.a. speglar á öllum húsum, svo að frú Jacobsen geti nú fylgst með öllum sem labba framhjá og slúðrað eins og eldri konu sæmir.Hjóluðum altsa undir flugvöllinn! Okkur brá ansi mikið þegar við sáum eina svona, allt í einu skjótast uppúr jörðinni, með tilheyrandi látum.


Annars er allskonar að gerast hér á næstunni ma og pa eru að koma á fimmtudaginn og amma og afi lika svo það verður kátt í höllinni. Aldrei að vita nema það verði smá bíó að auki...

Á mánudaginn, gerum við svo nokkuð sem okkur hefur lengi langað til að gera, sem er að fara í sumarbústað. Sumarbústaðaferðin verður þó ekki með því sniði sem flestir okkar kannast við, þ.e. pottur, bjór og afslöppun, heldur verður þetta ferð með leikskólanum, þar sem helmingurinn af börnunum koma með. Við eigum því eftir að vera á hörkulaunum allan tímann ;) Strönd, grill og sól (vonum við) fram á næsta föstudag.

ciao Ragnheidur

mánudagur, júní 11, 2007

BASE TANIÐ ER KOMIÐ!!!

Eins og flestir vita er þvílíka hitabylgja skollin á hér í Danaveldi, 30 stiga hiti og ekkert annað að gera en að sóla sig nálægt sjónum og njóta lífsins. Þetta horfir hins vegar aðeins öðruvísi við þegar í vinnuna er komið og allir krakkarnir eru að leika sér útivið. Maður fer frekar í það að leita sér að næsta skugga í stað þess að skipta sér af börnunum og vonar svo innilega að þau leiki sér bara og láti mann í friði :). "Jájá, þú mátt alveg stökkva þaðan niður", "ekki berja hana svona fast í hausinn", og "láttu geitungabúið vera?", eru allt setningar sem var freistandi að segja í dag, en maður lét sig hafa það að standa upp ;)

miðvikudagur, júní 06, 2007

Add to basket

Við skötuhjúin erum búin að vera versla aðeins á netinu undanfarið. Við sáum til að mynda eina mjög flotta íbúð í Kórahverfinu í Kópavogi, sem okkur leist bara svona vel á, að við ákváðum að skella í körfu og vorum tilbúin með VISA kortið. Það reyndist svo ekki alveg svo auðvelt að kaupa íbúð, svo við þurftum að senda inn undirskrifað tilboð. Þetta krafðist þess að ég þurfti að yfirgefa fótboltaæfinguna hálftíma fyrr en venjulega, til að geta sent tilboðið innan lokunnartíma fasteignasölunnar. Það var því töluverður spenningur í loftinu og ansi mikilvægt að komast heim í tæka tíð.

Mér sýndist lánið ætla leika við mig, því ég heyri lestina koma og ákveð að gefa í hann, enda ómögulegt að vita hvenær næsta lest kemur. Ég hleyp upp þessa löngu stiga og rétt næ að stökkva uppí hana og hrósa happi. Ég náði reyndar ekki að klippa af klippikortinu, en ákveð að gera það bara á næstu stöð. Ég stekk því út á næsta stoppi og reikna með að ég hafi góðan tíma (amk 30 sek). Neinei, Um leið og ég er kominn smá spotta út og reyni að klippa (maskínan virkar að sjálfsögðu ekki), heyri ég að dyrnar eru að lokast, allt of snemma. Ég gef í en næ þeim ekki. Til að bæta gráu ofaná svart, sé ég síðan að það eru 20 mínútur í næstu lest! Tek nett kast í biðskýlinu...Enda svo með að taka strætóa eftir e-m krókaleiðum og kem heim alltof seint svo við náum ekki að senda tilboðið (aðrir höfðu nebblilega verið að bjóða líka). Jæja, tilboðið komst til skila í dag, svo nú er bara að bíða og sjá.

Ekki það að þetta atvik hafi verið neitt annað en bara óheppni, þá minnti það mig á annað svipað atvik sem ég lenti í frostveturinn mikla 2006. Þá var ég einmitt búinn að vera hlaupa á eftir strætó sem kom á 15 mín millibili. Það vildi svo til að ég hafði verið að tala í símann þegar ég var að hlaupa, og er svona að ganga frá honum í vasann og geng því seinustu metrana að vagninum. Þegar ég kem uppað honum þá lokast dyrnar skyndilega, alveg þegar ég við það að stíga uppí hann. Ég verð steinhissa og horfi á vagnstjórann og vinka til hans. Hann horfir á mig. Ég horfi á hann. Svo rennur það upp fyrir mér...HANN ÆTLAR EKKI AÐ OPNA FYRIR MÉR! Strætóinn keyrir burt...Ég ber í rúðuna og bölva vel og vandlega. Djö...hefur hann hlegið sig í svefn þessa nóttina þetta helvíti. En þetta virkaði hjá honum. Ég hef sko aldrei labbað seinustu metrana að strætónum eftir þetta...

meiðsli

Já, slysin gera ekki alltaf boð á undan sér. Reyndar er það nú oft með slysin í íþróttum, að þau koma upp ef viðkomandi hefur ekki þjálfað nægilega vel og undirbúið líkamann fyrir komandi átök. Þetta á nefninlega einmitt við mín meiðsli þessa stundina. Ég er með það sem vanir hermann kalla “strained trigger finger”. Ég var nefninlega ekki búinn að spila battlefield 2 í góðar þrjár fjórar vikur, og svo núna í vikunni tók ég tvær, þrjár góðar rispur. Ég hef greinilega hamast það vel á skottakkanum, að ég finn alltaf til í vísifingrinum þegar ég hreyfi hann upp og niður. Þetta kemur sér afar illa þegar þarf að blogga eða spila smá. Ég hef reyndar brugðið á það ráð að teipa saman vísi –og baugfingurinn þegar til kastanna kemur. Það er mjög sárt en ég bít bara á jaxlinn. Djö...harka alltaf í manni!

sunnudagur, júní 03, 2007

meiri villimennirnir þessir Danir...

Þetta var nú meiri fótboltaleikurinn í gær, þegar Danir tóku á móti Svíum í Parken. Svíar komast yfir 3-0 eftir 25 mínútur, en Danir ná að jafna um miðjan seinni hálfleik og stemmingin yfirgengileg. Danir eru svo við það að skora 4. markið þegar á 88. mínútu dómarinn stoppar skyndilega leikinn, þar sem Svíi er liggjandi í jörðinni eftir sókn Svíanna, og sýnir einum Dananum rauða spjaldið. Heyrðu, þá hafði Chritsan Poulesen tekið sig bara til og gefið einum Svíanum bylmingsfast högg í magann með krepptum hnefa! Rautt spjald og víti, og vonir Dana til að sigra leikinn að deyja út. Heyrðu, þá ryðst bara þessi áhorfandi inná völlinn og ræðst á dómarann. Dómarinn fær náttúrlega vænt sjokk og endar með því að úrskurða leikinn ógildan og dæmir Svíum sigurinn. Mjög umdeildur dómur. En Danir fá líklega háar sektir og aðrar álögur. Mér finnst reyndar að dómarinn hefði átt að gefa sér betri tíma áður en hann blés leikinn af.

En þessi Dani sem ruddist inná völlinn á heldur betur eftir að eiga erfitt uppdráttar í Danmörku það sem eftir er að ævinni hans. Reyndar hef ég heyrt að Svíar ætli að gera hann að heiðursborgara í sínu landi. Segi svona ;) þeir eru alveg jafn fúlir og Danirnir, þeir vorur jú við það vinna leikinn.

Samt nokkuð skondiðað mjög svipaður leikur var spilaður af IF Guðrúnu og öðru dönsku liði fyrr um daginn. Við vorum 4-1 yfir í fyrri hálfleik, en svo jafna þeir eftir aðeins 20 mínútur. Hvað gerist svo, jújú, einn Daninn gerist sekur um viljandi árás á einn okkar manna og fær að sjálfsögðu rautt spjald! Þetta eru ekkert nema ruddar þessir Danir upp til hópa ;) Okkar maður sem var ráðist á var svo heppinn að æstur áhorfandi nápi ekki að ryðjast inná völlinn þökk sé góðri öryggisgæslu ;) Við unnum svo leikinn 6-4! en En ég hef tekið það að mér að vera pistlaritari eftir hvern leik, og þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um leikinn geta kíkt hingað.

Gus Gus og Pétur Ben

Ég er með vel stimplaða hönd eftir tónleika og djamm helgarinnar. Á föstudeginum var kíkt á Gus Gus á skemmtistaðnum Lille Vega við Istegade. Tónleikarnir voru liður í e-u elektrónísku festvali í köben og iðaði öll gatan af lífi og mannfólki þar sem Dj-ar og partýhöld voru úti á hverju götuhorni og görðum...ég get ekki beðið eftir að flytja heim :/

En tónleikarnir voru sæmilegir. Ég kannaðist ekkert við nýja teknó efnið þeirra og fannst það gamla orðið þreytt. En staðurinn er sá flottaasti sem ég hef bara nokkrun tímann komið inná. Ég hélt að Lille Vega væri minni útgáfa af Stor Vega, sem er í raun bara einn stór tónleikasalur, en Lille Vega er í raun á fjórum hæðum með óteljandi börum og góðri tónlist.

Svo var alveg krökkt af Íslendingum meðal áhorfenda. Það var reyndar mjög einfalt að vinsa þá útúr hópnum. Það voru alltaf þeir sem tróðu sér framfyrir mann og byrjuðu að dansa upp við nefið á manni.

Á laugardaginn var svo kíkt í Stínu, þar sem Pétur Ben var með aðra tónleika sína þar með stuttu millibili. Þá hafði hann verið aðalnúmerið, en í gærkvöldi voru það færeysk þungarokksbönd sem flestir voru komnir til að sjá, og var Pétur samlokaður á milli tveggja slíkra (Týs og e-s annars). Það var því ómögulegt fyrir hann að ná upp sömu stemmingu og hann gerði svo ógleymanlega í Loppen fyrir nokkrum mánuðum. Lætin og skvaldrið var svo yfirþyrmandi, sem var n.b. ekki aðeins Færeyingunum að kenna, að Pétur þurfti að þenja raddböndin og spila á allt annan hátt en hann er vanur. Fyrir vikið einkenndust tónleikarnir af gremju og pirringi af hans hálfu, sem hann lét svo óspart í ljós.

laugardagur, júní 02, 2007

Lofsöngur?

Við lentum í smá umræðu á barnum í gær, um þjóðsönginn okkar og hvort hann sé vel til fallinn til að spila fyrir íþróttaviðburði. Hann er að sjálfsögðu mjög fallegur söngur en aftur á móti mjög erfiður að syngja, sem veldur því að engin stemmingin myndast á meðan hann er spilaður. Og svo er það textinn. Hann er sennilega einn sá mest niðurdrepandi sem hægt er að finna. “Eitt eilífðar smáblóm með tindrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr”. Það er svolítið erfitt að vera bjartsýnn og fullur af baráttuanda eftir svona texta. Maður fær bara á tilfinninguna að við séum skjálfandi af lotningu, og eigum að vera þakklát bara fyrir að fá að vera til! Hvernig væri að bara breyta þjóðsönginum í lagið “Ísland er land þitt”? Það er kraftmikið lag, þar sem heldur betur er ýtt undir þjóðarstoltið og er með texta sem flestir kunna nú þegar.

En annars var ég að horfa á leikinn Ísland-Lichtenstein á einni danskri sjónvarpsstöð! Það var mjög skemmtilegt og athyglisvert að heyra hlutlausa lýsingu Dananna á leiknum. Hún var umbúðalaus og án þessarar fegrunnar sem oft er ríkjandi á hjá íslenskum lýsendum. T.d. í stað þess að heyra að “XXXX hafi verið óheppinn að komast ekki í gegn”, þá heyrði maður að þetta hafi verið “lélegt af leikmanninum að...”. Enda var þetta mjög lélegur leikur af Íslands hálfu og Lichtestein átti jafnteflið fyllilega skilið, í raun hefði sigur þeirra verið sanngjörn úrslit.

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed