Tímaeyðsla
Mér finnst varla taka því að vera þrífa þegar það er aðeins mánuður í að við flytjum, er það bara ég eða...?
----------------------Árósar : Haust 2004 - vetur 2006,-----------------------Kaupmannahöfn : vetur 2006 - sumar 2007 --------------------------------------------------------- Erum búin að aðlagast þvílíkt vel, erum alveg nokkrum sinnum búin að fá okkur rúgbrauð með makríl!
Mér finnst varla taka því að vera þrífa þegar það er aðeins mánuður í að við flytjum, er það bara ég eða...?
Nú er heimsókn Inga Sölva og Guðnýjar lokið og þau komin til sinnar heima í Lúxemborg. Sjaldan hef ég gert jafn mikið og þessa helgi. Partý á partý ofan hjá Óla, ásamt ótal málverðra og ölkrúsa á kaffihúsum bæjarins, sem og rússíbanareiðra lokið. Við ættum því að vera í góðri æfingu þegar Hildur og Níels koma núna á fimmtudaginn :)
Já þetta er nú búin að vera meiri vikan. Ma og pa voru í heimsókn hérna um seinustu helgi og þá fer Gunni eitthvað að kveinka sér yfir verkjum í hálsi, hann var því heima meðan við fórum í búðir o.fl. Daginn eftir Sunnudag er ég komin líka með í hálsinn og ég sem var búin að láta fjarlægja hálskirtlana með allri þeirri kvöl og pínu sem því fylgir. Við liggjum og aumkum okkur allan sunnudaginn, en á mánudeginum var Koloni með leikskólanum svo ég harka af mér og finst ég bara nokkuð hress. Ég legg íann með leikskólanum alla leið til Faaraarvejle já öruglega ekki nokkur maður sem veit hvar það er enda sumarhúsahverfi á Norður Sjálandi. Það var nú ekkert nema yndislegt þar strönd og sól og hiti og já hálsbólgan hún elti mig sko alla leiðina á Koloni. Mér versnaði svo að ég þurfti að fara heim með skottið milli lappana á þriðjudeginum. Gunni fór svo uppeftir á miðvikudeginum hress og frískur eftir pencilínkúr frá lækninum. 'Eg fékk að liggja til föstudags í refsingarskyni fyrir að hafa stungið af allt of snemma.
Jæja, þá er líklegast komið að seinasta tvífara vikunnar í bili. Nú er flestum deildum lokið og fotboltaáhorf þar af leiðandi, dottið niður allsvakalega. Ég nærist samt á sögusögnum um hverjir ætla að kaupa hverja, og eftir að hafa séð myndina af Carlos Tevez hjá West Ham, þá get ég ekki annað en parað hann við hinn vinsæla Shrek. Ég er ekki frá því að þeir líkjast meira en hinn tvífari Shrek´s, hann Wayne Rooney. Hvað segið þið um það?
Efnisorð: doppelgangers
össs...þá er ég búinn að næla mér í eitt stykki hálsbólgu. Er búinn að vera kljást við kvef og hósta það sem af er vikunni svo allt er þá þegar þrennt er. Þetta setur sumarbústaðaferðina í algert uppnám! Þetta eru líklega allt refsingar fyrir að klæðast Don Juan skyrtunni, allan seinasta laugardag og kvöld (sjá mynd að neðan)! There can be only one...
Sælt veri fólkið
Eins og flestir vita er þvílíka hitabylgja skollin á hér í Danaveldi, 30 stiga hiti og ekkert annað að gera en að sóla sig nálægt sjónum og njóta lífsins. Þetta horfir hins vegar aðeins öðruvísi við þegar í vinnuna er komið og allir krakkarnir eru að leika sér útivið. Maður fer frekar í það að leita sér að næsta skugga í stað þess að skipta sér af börnunum og vonar svo innilega að þau leiki sér bara og láti mann í friði :). "Jájá, þú mátt alveg stökkva þaðan niður", "ekki berja hana svona fast í hausinn", og "láttu geitungabúið vera?", eru allt setningar sem var freistandi að segja í dag, en maður lét sig hafa það að standa upp ;)
Við skötuhjúin erum búin að vera versla aðeins á netinu undanfarið. Við sáum til að mynda eina mjög flotta íbúð í Kórahverfinu í Kópavogi, sem okkur leist bara svona vel á, að við ákváðum að skella í körfu og vorum tilbúin með VISA kortið. Það reyndist svo ekki alveg svo auðvelt að kaupa íbúð, svo við þurftum að senda inn undirskrifað tilboð. Þetta krafðist þess að ég þurfti að yfirgefa fótboltaæfinguna hálftíma fyrr en venjulega, til að geta sent tilboðið innan lokunnartíma fasteignasölunnar. Það var því töluverður spenningur í loftinu og ansi mikilvægt að komast heim í tæka tíð.
Já, slysin gera ekki alltaf boð á undan sér. Reyndar er það nú oft með slysin í íþróttum, að þau koma upp ef viðkomandi hefur ekki þjálfað nægilega vel og undirbúið líkamann fyrir komandi átök. Þetta á nefninlega einmitt við mín meiðsli þessa stundina. Ég er með það sem vanir hermann kalla “strained trigger finger”. Ég var nefninlega ekki búinn að spila battlefield 2 í góðar þrjár fjórar vikur, og svo núna í vikunni tók ég tvær, þrjár góðar rispur. Ég hef greinilega hamast það vel á skottakkanum, að ég finn alltaf til í vísifingrinum þegar ég hreyfi hann upp og niður. Þetta kemur sér afar illa þegar þarf að blogga eða spila smá. Ég hef reyndar brugðið á það ráð að teipa saman vísi –og baugfingurinn þegar til kastanna kemur. Það er mjög sárt en ég bít bara á jaxlinn. Djö...harka alltaf í manni!
Þetta var nú meiri fótboltaleikurinn í gær, þegar Danir tóku á móti Svíum í Parken. Svíar komast yfir 3-0 eftir 25 mínútur, en Danir ná að jafna um miðjan seinni hálfleik og stemmingin yfirgengileg. Danir eru svo við það að skora 4. markið þegar á 88. mínútu dómarinn stoppar skyndilega leikinn, þar sem Svíi er liggjandi í jörðinni eftir sókn Svíanna, og sýnir einum Dananum rauða spjaldið. Heyrðu, þá hafði Chritsan Poulesen tekið sig bara til og gefið einum Svíanum bylmingsfast högg í magann með krepptum hnefa! Rautt spjald og víti, og vonir Dana til að sigra leikinn að deyja út. Heyrðu, þá ryðst bara þessi áhorfandi inná völlinn og ræðst á dómarann. Dómarinn fær náttúrlega vænt sjokk og endar með því að úrskurða leikinn ógildan og dæmir Svíum sigurinn. Mjög umdeildur dómur. En Danir fá líklega háar sektir og aðrar álögur. Mér finnst reyndar að dómarinn hefði átt að gefa sér betri tíma áður en hann blés leikinn af.
Ég er með vel stimplaða hönd eftir tónleika og djamm helgarinnar. Á föstudeginum var kíkt á Gus Gus á skemmtistaðnum Lille Vega við Istegade. Tónleikarnir voru liður í e-u elektrónísku festvali í köben og iðaði öll gatan af lífi og mannfólki þar sem Dj-ar og partýhöld voru úti á hverju götuhorni og görðum...ég get ekki beðið eftir að flytja heim :/
Við lentum í smá umræðu á barnum í gær, um þjóðsönginn okkar og hvort hann sé vel til fallinn til að spila fyrir íþróttaviðburði. Hann er að sjálfsögðu mjög fallegur söngur en aftur á móti mjög erfiður að syngja, sem veldur því að engin stemmingin myndast á meðan hann er spilaður. Og svo er það textinn. Hann er sennilega einn sá mest niðurdrepandi sem hægt er að finna. “Eitt eilífðar smáblóm með tindrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr”. Það er svolítið erfitt að vera bjartsýnn og fullur af baráttuanda eftir svona texta. Maður fær bara á tilfinninguna að við séum skjálfandi af lotningu, og eigum að vera þakklát bara fyrir að fá að vera til! Hvernig væri að bara breyta þjóðsönginum í lagið “Ísland er land þitt”? Það er kraftmikið lag, þar sem heldur betur er ýtt undir þjóðarstoltið og er með texta sem flestir kunna nú þegar.