BASE TANIÐ ER KOMIÐ!!!
Eins og flestir vita er þvílíka hitabylgja skollin á hér í Danaveldi, 30 stiga hiti og ekkert annað að gera en að sóla sig nálægt sjónum og njóta lífsins. Þetta horfir hins vegar aðeins öðruvísi við þegar í vinnuna er komið og allir krakkarnir eru að leika sér útivið. Maður fer frekar í það að leita sér að næsta skugga í stað þess að skipta sér af börnunum og vonar svo innilega að þau leiki sér bara og láti mann í friði :). "Jájá, þú mátt alveg stökkva þaðan niður", "ekki berja hana svona fast í hausinn", og "láttu geitungabúið vera?", eru allt setningar sem var freistandi að segja í dag, en maður lét sig hafa það að standa upp ;)
Eins gott að hitabylgjan haldist út fyrstu vikuna í júlí ... sweet sweet life about to come :) ég slefa bara pínku af að hugsa um þetta! :D
hmmm...ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta, en svo virðist sem hún sé búin í bili. Smá rigning á morgun og "aðeins" 21 gráðu hiti næstu daga.
En það slær samt alveg örugglega "hitabylgjuna" út :)
sbr...
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1274519