þriðjudagur, júní 26, 2007

Lúxus heimsókn lokið

Nú er heimsókn Inga Sölva og Guðnýjar lokið og þau komin til sinnar heima í Lúxemborg. Sjaldan hef ég gert jafn mikið og þessa helgi. Partý á partý ofan hjá Óla, ásamt ótal málverðra og ölkrúsa á kaffihúsum bæjarins, sem og rússíbanareiðra lokið. Við ættum því að vera í góðri æfingu þegar Hildur og Níels koma núna á fimmtudaginn :)

Reyndar varð Guðný fyrir því óláni að vera rænd og eru þeir orðnir ansi margir sem ég þekki sem hafa lent í þessari óskemmtilegri reynslu. Við vorum að snæða á Mama Rosa og hafði hún sett veskið kyrfilega kringum stólbakið. Eflaust verið klippt með skærum á sama augnabliki og þjóninn stal athygli okkar. A.m.k. erum við komin með aragrúa af samsæriskenningum um hvernig henni var stolið. Passið ykkur allaveganna ef þið borðið við Mama Rosa á Strikinu! En við létum það ekki slá okkur út af laginu...

Ekki veit ég nákvæmlega hvað það var, en sjaldan hef ég heyrt í jafnmörgum Íslendingum og þessa helgi. Reyndar fórum við í Mekka túrismans, Tívolíið, og þar mátti heyra í mörgum Íslendinginum spjalla um tónleika Timburvatnsins kvöldið áður. Hitti ég meira að segja Pétur Stein á Strikinu, gamlan og góðan vin, sem ég hef séð svo árum skipti...ekki einu sinni á Íslandi. Svona er nú bara Strikið...:)

Ingi kom með ansi góða myndavél sem ég varð alveg bálskotinn í og þess vegna var nóg tekið af myndum og þið kíkt betur á hvað var brallað þessa daga sem sem og seinustu mánuði. Myndir hér

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed