laugardagur, júní 02, 2007

Lofsöngur?

Við lentum í smá umræðu á barnum í gær, um þjóðsönginn okkar og hvort hann sé vel til fallinn til að spila fyrir íþróttaviðburði. Hann er að sjálfsögðu mjög fallegur söngur en aftur á móti mjög erfiður að syngja, sem veldur því að engin stemmingin myndast á meðan hann er spilaður. Og svo er það textinn. Hann er sennilega einn sá mest niðurdrepandi sem hægt er að finna. “Eitt eilífðar smáblóm með tindrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr”. Það er svolítið erfitt að vera bjartsýnn og fullur af baráttuanda eftir svona texta. Maður fær bara á tilfinninguna að við séum skjálfandi af lotningu, og eigum að vera þakklát bara fyrir að fá að vera til! Hvernig væri að bara breyta þjóðsönginum í lagið “Ísland er land þitt”? Það er kraftmikið lag, þar sem heldur betur er ýtt undir þjóðarstoltið og er með texta sem flestir kunna nú þegar.

En annars var ég að horfa á leikinn Ísland-Lichtenstein á einni danskri sjónvarpsstöð! Það var mjög skemmtilegt og athyglisvert að heyra hlutlausa lýsingu Dananna á leiknum. Hún var umbúðalaus og án þessarar fegrunnar sem oft er ríkjandi á hjá íslenskum lýsendum. T.d. í stað þess að heyra að “XXXX hafi verið óheppinn að komast ekki í gegn”, þá heyrði maður að þetta hafi verið “lélegt af leikmanninum að...”. Enda var þetta mjög lélegur leikur af Íslands hálfu og Lichtestein átti jafnteflið fyllilega skilið, í raun hefði sigur þeirra verið sanngjörn úrslit.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed