sunnudagur, júní 03, 2007

meiri villimennirnir þessir Danir...

Þetta var nú meiri fótboltaleikurinn í gær, þegar Danir tóku á móti Svíum í Parken. Svíar komast yfir 3-0 eftir 25 mínútur, en Danir ná að jafna um miðjan seinni hálfleik og stemmingin yfirgengileg. Danir eru svo við það að skora 4. markið þegar á 88. mínútu dómarinn stoppar skyndilega leikinn, þar sem Svíi er liggjandi í jörðinni eftir sókn Svíanna, og sýnir einum Dananum rauða spjaldið. Heyrðu, þá hafði Chritsan Poulesen tekið sig bara til og gefið einum Svíanum bylmingsfast högg í magann með krepptum hnefa! Rautt spjald og víti, og vonir Dana til að sigra leikinn að deyja út. Heyrðu, þá ryðst bara þessi áhorfandi inná völlinn og ræðst á dómarann. Dómarinn fær náttúrlega vænt sjokk og endar með því að úrskurða leikinn ógildan og dæmir Svíum sigurinn. Mjög umdeildur dómur. En Danir fá líklega háar sektir og aðrar álögur. Mér finnst reyndar að dómarinn hefði átt að gefa sér betri tíma áður en hann blés leikinn af.

En þessi Dani sem ruddist inná völlinn á heldur betur eftir að eiga erfitt uppdráttar í Danmörku það sem eftir er að ævinni hans. Reyndar hef ég heyrt að Svíar ætli að gera hann að heiðursborgara í sínu landi. Segi svona ;) þeir eru alveg jafn fúlir og Danirnir, þeir vorur jú við það vinna leikinn.

Samt nokkuð skondiðað mjög svipaður leikur var spilaður af IF Guðrúnu og öðru dönsku liði fyrr um daginn. Við vorum 4-1 yfir í fyrri hálfleik, en svo jafna þeir eftir aðeins 20 mínútur. Hvað gerist svo, jújú, einn Daninn gerist sekur um viljandi árás á einn okkar manna og fær að sjálfsögðu rautt spjald! Þetta eru ekkert nema ruddar þessir Danir upp til hópa ;) Okkar maður sem var ráðist á var svo heppinn að æstur áhorfandi nápi ekki að ryðjast inná völlinn þökk sé góðri öryggisgæslu ;) Við unnum svo leikinn 6-4! en En ég hef tekið það að mér að vera pistlaritari eftir hvern leik, og þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um leikinn geta kíkt hingað.

3 Comments:

At 4:04 e.h., Blogger Jonni said...

Reyndar las ég það einhverstaðar að þessi villimaður sem hljóp inn á völlinn sé Danskur ríkisborgari sem búsettur er í Svíþjóð ... gaman að því :)

 
At 1:36 e.h., Blogger Drekaflugan said...

hmmm...e-ð segir mér samt að hann sé nú ekki óhulltur þar.

 
At 5:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úúú þetta er geðveikt flott íbúð, vona að þið fáið hana:) ..svo geri ég ráð fyrir að okkur heiðursmeðlimum fjölskyldunnar (mér og tinnu) sé boðið í gala-matarboð hið snarasta eftir að þið flitjið inn:)
Kv. Arna.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed