miðvikudagur, júní 06, 2007

Add to basket

Við skötuhjúin erum búin að vera versla aðeins á netinu undanfarið. Við sáum til að mynda eina mjög flotta íbúð í Kórahverfinu í Kópavogi, sem okkur leist bara svona vel á, að við ákváðum að skella í körfu og vorum tilbúin með VISA kortið. Það reyndist svo ekki alveg svo auðvelt að kaupa íbúð, svo við þurftum að senda inn undirskrifað tilboð. Þetta krafðist þess að ég þurfti að yfirgefa fótboltaæfinguna hálftíma fyrr en venjulega, til að geta sent tilboðið innan lokunnartíma fasteignasölunnar. Það var því töluverður spenningur í loftinu og ansi mikilvægt að komast heim í tæka tíð.

Mér sýndist lánið ætla leika við mig, því ég heyri lestina koma og ákveð að gefa í hann, enda ómögulegt að vita hvenær næsta lest kemur. Ég hleyp upp þessa löngu stiga og rétt næ að stökkva uppí hana og hrósa happi. Ég náði reyndar ekki að klippa af klippikortinu, en ákveð að gera það bara á næstu stöð. Ég stekk því út á næsta stoppi og reikna með að ég hafi góðan tíma (amk 30 sek). Neinei, Um leið og ég er kominn smá spotta út og reyni að klippa (maskínan virkar að sjálfsögðu ekki), heyri ég að dyrnar eru að lokast, allt of snemma. Ég gef í en næ þeim ekki. Til að bæta gráu ofaná svart, sé ég síðan að það eru 20 mínútur í næstu lest! Tek nett kast í biðskýlinu...Enda svo með að taka strætóa eftir e-m krókaleiðum og kem heim alltof seint svo við náum ekki að senda tilboðið (aðrir höfðu nebblilega verið að bjóða líka). Jæja, tilboðið komst til skila í dag, svo nú er bara að bíða og sjá.

Ekki það að þetta atvik hafi verið neitt annað en bara óheppni, þá minnti það mig á annað svipað atvik sem ég lenti í frostveturinn mikla 2006. Þá var ég einmitt búinn að vera hlaupa á eftir strætó sem kom á 15 mín millibili. Það vildi svo til að ég hafði verið að tala í símann þegar ég var að hlaupa, og er svona að ganga frá honum í vasann og geng því seinustu metrana að vagninum. Þegar ég kem uppað honum þá lokast dyrnar skyndilega, alveg þegar ég við það að stíga uppí hann. Ég verð steinhissa og horfi á vagnstjórann og vinka til hans. Hann horfir á mig. Ég horfi á hann. Svo rennur það upp fyrir mér...HANN ÆTLAR EKKI AÐ OPNA FYRIR MÉR! Strætóinn keyrir burt...Ég ber í rúðuna og bölva vel og vandlega. Djö...hefur hann hlegið sig í svefn þessa nóttina þetta helvíti. En þetta virkaði hjá honum. Ég hef sko aldrei labbað seinustu metrana að strætónum eftir þetta...

4 Comments:

At 3:36 e.h., Blogger Regína said...

Spenno spenno! Vona að þið fáið íbúðina.

Og oj dónastrætóbílstjóri þarna frostaveturinn 2006.

 
At 10:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með íbúðina!!!=D

Kv.Tinna og Arna Vala

 
At 5:06 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já, takk fyrir það. Við ætlum samt ekki að fagna opinberlega á götum bæjarins, fyrr en allri pappírsvinnunni er lokið, sem gæti tekið allt að hálfan mán...

 
At 5:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, ég er komin með síðu. 123.is/tinnakristin

Ætla að vera dugleg að blogga í henni Ameríku og setja inn myndir;)

kv.tinna kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed