að vera veik eða ekki vera veik það er spurningin
Já þetta er nú búin að vera meiri vikan. Ma og pa voru í heimsókn hérna um seinustu helgi og þá fer Gunni eitthvað að kveinka sér yfir verkjum í hálsi, hann var því heima meðan við fórum í búðir o.fl. Daginn eftir Sunnudag er ég komin líka með í hálsinn og ég sem var búin að láta fjarlægja hálskirtlana með allri þeirri kvöl og pínu sem því fylgir. Við liggjum og aumkum okkur allan sunnudaginn, en á mánudeginum var Koloni með leikskólanum svo ég harka af mér og finst ég bara nokkuð hress. Ég legg íann með leikskólanum alla leið til Faaraarvejle já öruglega ekki nokkur maður sem veit hvar það er enda sumarhúsahverfi á Norður Sjálandi. Það var nú ekkert nema yndislegt þar strönd og sól og hiti og já hálsbólgan hún elti mig sko alla leiðina á Koloni. Mér versnaði svo að ég þurfti að fara heim með skottið milli lappana á þriðjudeginum. Gunni fór svo uppeftir á miðvikudeginum hress og frískur eftir pencilínkúr frá lækninum. 'Eg fékk að liggja til föstudags í refsingarskyni fyrir að hafa stungið af allt of snemma.
Í kvöld eru Ingi Sölvi og Guðný unnustan hans að koma í heimsókn og verða yfir helgina, svo eins gott að heylsan verði komin í gott lag, því það verður sko líklega kíkt out on the town. Svo koma Hildur og Níels á miðvikudaginn og verða í viku þannig að það eru góðir tímar framundan hérna í litla kotinu á Prags Boulevard.
Tad er sifeldur gestagangur tarna hja ykkur, og engin sem vill koma ad heimsaekja mig hingad til usa..kannski lika adeins lengra;)
kv.Tinna
Tinna mín, þú ert nú ekki búin að vera þarna nema í eina viku :)
haha eg veit, en tad a samt engin eftir ad nenna ad koma, sem eg skil svosem alveg, dyrt, og langt ad fara;)