Gus Gus og Pétur Ben
Ég er með vel stimplaða hönd eftir tónleika og djamm helgarinnar. Á föstudeginum var kíkt á Gus Gus á skemmtistaðnum Lille Vega við Istegade. Tónleikarnir voru liður í e-u elektrónísku festvali í köben og iðaði öll gatan af lífi og mannfólki þar sem Dj-ar og partýhöld voru úti á hverju götuhorni og görðum...ég get ekki beðið eftir að flytja heim :/
En tónleikarnir voru sæmilegir. Ég kannaðist ekkert við nýja teknó efnið þeirra og fannst það gamla orðið þreytt. En staðurinn er sá flottaasti sem ég hef bara nokkrun tímann komið inná. Ég hélt að Lille Vega væri minni útgáfa af Stor Vega, sem er í raun bara einn stór tónleikasalur, en Lille Vega er í raun á fjórum hæðum með óteljandi börum og góðri tónlist.
Svo var alveg krökkt af Íslendingum meðal áhorfenda. Það var reyndar mjög einfalt að vinsa þá útúr hópnum. Það voru alltaf þeir sem tróðu sér framfyrir mann og byrjuðu að dansa upp við nefið á manni.
Á laugardaginn var svo kíkt í Stínu, þar sem Pétur Ben var með aðra tónleika sína þar með stuttu millibili. Þá hafði hann verið aðalnúmerið, en í gærkvöldi voru það færeysk þungarokksbönd sem flestir voru komnir til að sjá, og var Pétur samlokaður á milli tveggja slíkra (Týs og e-s annars). Það var því ómögulegt fyrir hann að ná upp sömu stemmingu og hann gerði svo ógleymanlega í Loppen fyrir nokkrum mánuðum. Lætin og skvaldrið var svo yfirþyrmandi, sem var n.b. ekki aðeins Færeyingunum að kenna, að Pétur þurfti að þenja raddböndin og spila á allt annan hátt en hann er vanur. Fyrir vikið einkenndust tónleikarnir af gremju og pirringi af hans hálfu, sem hann lét svo óspart í ljós.