þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Be afraid, be very afraid...175.984 innslög

Já, þetta fær víst hárin til að rísa á ansi mörgum skilst mér, enda hef ég aldeilis fengið að heyra það vegna seinustu bloggskrifa:) Ég hef því ákveðið að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þar sem ég mun núna taka fyrir efnið "Hvernig á gangandi fólk að beygja fyrir horn?"...Nei ég segi svona.
Annars gæti maður nú tekið gamla góða Íslendinginn og kvartað aðeins yfir veðrinu hérna enda hefur rignt, stanslaust, allan ágústmánuð. Það hefur ekki rignt svona mikið hér seinustu 44 ár. Eftir veðurblíðuna í júní og júlí þá hefur sumarið töluvert jafnast út. En ég er ekki búinn að gefa upp vonina eftir góðum september, enda hef ég ýmissa hagsmuna að gæta, nefninlega hvað á ég þá að gera við alla bolina mína? Ég er búinn að harka af mér seinstu daga líkt og maður gerir stundum heima á Íslandi á sumrin, en ég meika það ekki ef þetta heldur áfram svona.
On the other hand...þá getur maður bara að farið skoða peysur...

föstudagur, ágúst 25, 2006

Gunni að missa vitið ?

Já krakkar mínir nær og fjær sumir mættu halda að Gunni Palli væri e-ð farinn að missa vitið við öll þessi ritgerðaskrif en ég held að það sé útaf blogg álagi, nú er ég ekki búin að vera nógu dugleg við að skrifa á síðuna svo að Gunni verður að sjá um þetta alveg sjálfur greyið strákurinn, þannig að maðurinn sá skrifar núna það fyrsta sem kemur upp í huga hans. Nei nei, hann er við hestaheilsu kallinn og ég er nú bara eð að bullu en þust hver skrifar um innslög já það fékk allavegana viðtökur too say the least. Ég ætla nú samt ekki að fara að lofa neinu um að ég skrifi eð meira ég er orðin svo léleg í þessu bloggskrifi.
En nýjustu fréttir í Danmörku danirnir eru búin að uppgötva blogggið já ótrúlegt enn satt aðeins fáum árum á eftir okkur íslendingunum Psst ég verð nú að segja að danirnir eru nú ekki þeir allra tæknivæddastir. Þegar ég flutti hérna út fyrst og byrjaði í skólanum mínum og spurði eins og ekkert væri hvort ekki væri þráðlaust net í skólanum þá var sko horft á mig með stórum augum. þráðlaust hvað er nú það. Já þeir eru nú ekki of framarlega á merinni í þeim málunum.
Madonna kom í gær til Horsens og hélt stærstu tónleika nokkurntíma í Dk og kom of seint og fór of snemma var víst ekki svo góð sumir voru farnir áður en þeir byrjuðu nenntu ekki að bíða. Nei nei en þú þurftir nú samt að bíða í 4 tíma í röð til að kaupa miða hmmm you do the math ekki alveg að skilja ef þú ert á annað borð mættur alla leið til Horsens. Þar er nú ekki mikið um að vera nema skoða ríkisfangelsi danmerkur og hells angels og bandidos. Sem freystar kanski nokkurra meira en Madonna.
Jæja nóg af bulli frá mér í bili Gunni kemur örruglega braðum aftur með gott blogg um innslög eða annað gott stuff
kv Rokka (eins og börnin í leikskólanum bera nafnið mitt fram)

Þvílíkur dráttur!!

Ekki óraði mig fyrir þvi hvaða afleiðingar það gæti haft að ef FC Kobenhavn mundi vinna Ajax 0-2 i forkeppni Meistaradeildarinnar líkt og þeir gerðu. En nú er það kristalljóst, FCK spilar í riðlakeppninni. Það var dregið í riðlana í gær og kom þar með annars lið uppúr hattinum sem var ekkert annað en MANCHESTER UNITED!!! Þetta þýðir að liðin munu eigast við tvisvar og það einu sinni hér í Köben, og ég mun gera næstum því allt til að fá miða á þann leik. Gabriel Scheize!

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

ókeypis símar* _________*sjá smáa letrið

Já, fólki þykir eflaust furðulegt hve sumir *hóst*-Ragnheiður-*hóst* skipta oft um símanúmer uppá síðkastið, og jafnvel oftar en sumir skipta um nærbuxur *hóst-veitekkiviðhvernégáaðverasvonaleiðinlegurvið-hóst*. En það liggur nú ástæða að baki þessu og hver veit nema sumir *hóst-Ég-hóst* (ok váá...til hamingju, þú kannt skrifa *hóst* brandara, drullastu nú áfram með söguna) skipti bráðlega um númer líka (er þegar búinn að endurnýja símann einu sinni). Símafyrirtækin hér eru nefninlega tilbúin til að hálfpartinn gefa kúnnunum sínum síma, að því tilskildu að þú opnir reikning hjá þeim. Ég get t.d. fengið þennan síma fyrir aðeins 1Dkr og borga svo 200dkr á mán í 6 mán sem fer svo uppí símreikning næsta mánaðar! Að vísu er aukalega 30dkr mánaðargjald í þessa 6 mánuði, sem gerir þá 181 Dkr fyrir nýjan síma. Helv...sniðugt

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

167938 innslög

Já, það þýðir ekki lengur að stækka línubilið eða bæta stórum myndum inní verkefnið sitt, eins og maður gerði í gamla daga til að ná tilskildri lengd á verkefnum. Nú á að deila fjölda innslaga (með bilstrikum) á lyklaborðið með 2400, sem samkvæmt þeirra stöðlum telst vera ein skrifuð síða. Líkt og núna er ég búinn að slá inn 324 innslög (337 með 324 tölunni (358 með seinasta sviga (382 með seinasta sviga....þið skiljið))). Það var því lítið bros sem myndaðist þegar ég í 534 skiptið taldi fjölda innslaga í ritgerðinni og sá að ég er búinn að ná tilskildum lágmarksfjölda blaðsíðna, eða 70 talsins (ok 69,9744545)...og ég er ekki alveg búinn enn...
Ég fer þó líklegast ekki í hámarkið sem er 120 síður (bilið er 90 síður plús/mínus 20%), en nokkrar síður eiga eftir að bætast þó við. Allur niðurskurðurinn/fínpússunin er jú eftir, því eins og okkur er kennt, er best að segja frá í sem einföldustu máli svo allir moðhausarnir nái að skilja hvað átt er við DJÓK ! sagði ég þetta virkilega, meinti þetta ekki? Það sem ég meina að auðvitað á ekki að rembast við að vera sem fræðilegastur eða með óþarfa skraut, heldur er góður texti sama og skýr texti. Eða líkt og dæmisagan sem Haukur Ísfeld sagði alltaf í den (a.m.k. 5 sinnum), sem var um manninn sem skrifaði bréf til vinar síns. Í lokin á því afsakaði hann hvað það hefði verið langt, hann bara gat ekki sagt það sem hann vildi á einfaldari máta. (fattaði samt aldrei af hverju hann sleppti ekki bara þessari afsökun, ef hann hefði gert það þá hefði nú bréfið verið styttra :) )

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Laugardagur til laugar

Fórum á þvottó í gær, sem er stytting á “Laundromat” kaffihúsinu hans Frikka Weiss. Þetta gengur líklegast ágætlega þar sem töffarinn var að opna annað kaffihúsið sitt en nú í Austurbrú. Það voru nú ekkert rosalega margir að þvo í gærkvöldi, sem ég skil nú ekki alveg þar sem þetta var nú “laugar”dagskvöld :)
Þetta leit nú samt ágætlega út þar sem það voru tvær vélar í gangi. Sú hugsun breyttist nú aðeins þegar Frikki kom sjálfur og tók úr vélunum. Hann hlýtur að spara rosalega, fær að þvo ókeypis og svona.
Ég hagaði mér nú samt alveg eins og e-r hluthafi í rekstrinum þegar ég spurði afgreiðslumanninn hvernig gengi og kinkaði kolli “gott, gott...” þegar hann sagði að fólk væri duglegt að þvo þarna. Just checking...

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nytt simanr

Já ég er komin með nýtt símanúmer AFTUR. Ég hérna var að kaupa mér síma með 6 mánaða binditíma og nýtt nr sem er 0045-21831137 yfir og út Ragnheiður símamær

Súrir sokkar

Þá er fótboltavertíðin hafin á ný, en það er víst e-r önnur tíð hafin sömuleiðis því það hefur ekki hætt að rigna seinustu vikuna, og engin smá rigning þar á ferð. Við lentum í samfelldu úrhelli þegar við vorum að spila fótboltaleik seinasta sunnudagsmorgunn, og vildi það svo skemmtilega til að það var komið að mér að þrífa búningana. Búningataska var svona þrefalt þyngri en venjulega, því það hefa verið svona tíu lítrar að vatni í búningunum. Og enginn nennti að vinda súru sokkana...hmmm...skrítið :). Ég skellti dótinu strax í þvottavélina, sem b.t.w. dugði þó engan veginn til, en þurfti að þurrka töskuna ásamt ýmsu dóti sem var þar í. Taskan var alveg gegnblaut af táfýlu og svita og hefur því náð að láta íbúðina lykta eins og búningsklefi! Mig dreymdi því ekkert annað en fótbolta í nótt, en Ragnheiður greyið varð því miður fyrir nokkrum tæklingum. Taskan fer í þvott í dag...

Stórborgarferð

Þá er það ákveðið. Við skötuhjúin höfum ákveðið að bregða landi undir fót og skella og í borgarferð til Evrópu í haust, sem ku vera algjört möst. Þessu var frágengið í gær þegar við vorum svo heppin að ná okkur í ódýra miða til borgarinnar Reykjavíkur. Samkvæmt ýmsum heimamönnum hér á landi, er þessi borg og þetta land víst mjög spennandi og hlakkar okkur sérstaklega mikið að sjá alla þessa “varme kilde” sem þeir tala mjög mikið um (heitir hverir). Landið tilheyrir víst enn dönsku krúnunni, en borgin er sannkölluð stórborg þar sem “nokkrar” milljónir búa. Þeir búa hinsvegar ekki við þann munað að hafa gras, sem er víst af skornum skammti þar. Merkilegur staður greinilega.
Ég, Guns, kem þann 27.sept og verð til þess 10. en Rags kemur þann 08 sept og verður til 17.

föstudagur, ágúst 11, 2006

11. ágúst

Já, þá er búið að bæta við einum hringi í þverskurð ævi minnar...fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er að tala þá var ég að meina "ég á afmæli í dag" Jeiiii...eða noooo....ég er orðinn svo gamall! Yeah right! Mér hefur ég aldrei fundist yngri en einmitt núna og er óhræddur við að kanna heima og geima. Blæs á allar þær sögur um e-n þrítugsaldur sem á að vera e-ð mál, ég er ekkert hræddur við hann...(Er það kannski einmitt svona sem þeir hræddu tala? :). Höfum ekki fleiri orð um það.

Er annars búinn að halda daginn hátíðlega með að fara á internetkaffihús og spila Battlefield 2, how sad is that? Ég er bara húkkt, hvað ég get sagt. Ég get hins vegar glatt suma með því að lýsa þessu rosalega skoti sem ég náði með skriðdrekanum mínum í stélið á þyrlu einni sem...Hvað, ekki áhugi? Ég er tölvunörd þessa dagana með meiru. EFtir að búinn að vera stara á skjáinn og pikka á lyklaborðið þessa blessuðu ritgerð, þá er strax haldið á netkaffihús og spilað sig stjarfann! Ég vona bara að þessi ritgerð klárist bráðlega áður en leikurinn yfirtekur sálu mína algerlega MOHAHAHAHA...

Annars er stefnan sett á bæinn í kvöld með rómó dinner og svo tónleikum með Gavin DeGraw í tívolíinu í kvöld. Bið að heilsa...

this Corporal Gunnar Páll Leifsson afmælisbarn signing off...

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

komin í kuldann :)

Við erum stödd í Porec, litlum bæ í Króatíu við Adríahafið, þar sem “speedo” sundskýlur voru málið, þjónarnir á stanslausum hlaupum og sjórinn einn sá tærasti sem ég hef séð. Jæks, og ég hélt að það væri heitt í Danmörku! Já, það var glampandi sól (næstum) allan tímann og þrátt fyrir að það væru 30 gráður alveg eins og í Danmörku, þá voru 30 gráðurnar mun heitari í Króatíu, enda mun meiri raki. Við erum því alveg kaffi á litinn. Sumir eru aðeins meira kaffi en aðrir, en mér er alveg sama, ég var aldrei í neinni brúnkukeppni, sama hvað Ragnheiður segir. Þetta er nú bara í fyrsta skiptið sem ég heyri orðið...:) Það var þó ekki glamandi sól allan tímann þvi það gerði þvílíkan storm ekki einu sinni heldur tvisvar. Það var bara gaman og fórum við Ragnheiður í göngutúr í óveðrinu og vorum eftir tíu mínútur eins og við hefðum dýft okkur ofaní sundlaug.

Ég verð samt að segja að þessi staður er ekkert smá ódýr! Ragnheiður fann svona design töskur eftir Gucci, Prada, Dolce og Cabbana og marga fleiri á sannkallaðan "skid og ingenting", í búðunum þarna. Hún keypti sér einmitt eina slíka á aðeins 800 ÍSK sem hefði átt að kosta a.m.k. 10.000 ÍSK! Geri aðrir betur :)

Á milli sólbaðsstunda fórum við í hellaskoðun, sem höfundur myndarinnar “The Descent” hefar alveg áreiðanalega heimsótt...Magnaður dropahellir þar sem voru eðlur án litarefnis sem gátu lifað í 5-6 mánuði án fæðu. Við heimsóttum ótrúlega fallegan lítinn fjallabæ sem er búið að breyta í listamannasamfélag sem er styrkt af ríkinu. Svo skruppum við yfir til Slóveníu og skoðuðum okkur um þar. Náðum svo að fara til fjögurra landa (með Danmörku reyndar) seinasta daginn á leiðinni heim: Keyrðum frá Króatíu, í gegnum Slóveníu, til Feneyja á Ítalíu, og flugum þaðan heim til Danmerkur í kuldann :)

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed