sunnudagur, ágúst 20, 2006

Laugardagur til laugar

Fórum á þvottó í gær, sem er stytting á “Laundromat” kaffihúsinu hans Frikka Weiss. Þetta gengur líklegast ágætlega þar sem töffarinn var að opna annað kaffihúsið sitt en nú í Austurbrú. Það voru nú ekkert rosalega margir að þvo í gærkvöldi, sem ég skil nú ekki alveg þar sem þetta var nú “laugar”dagskvöld :)
Þetta leit nú samt ágætlega út þar sem það voru tvær vélar í gangi. Sú hugsun breyttist nú aðeins þegar Frikki kom sjálfur og tók úr vélunum. Hann hlýtur að spara rosalega, fær að þvo ókeypis og svona.
Ég hagaði mér nú samt alveg eins og e-r hluthafi í rekstrinum þegar ég spurði afgreiðslumanninn hvernig gengi og kinkaði kolli “gott, gott...” þegar hann sagði að fólk væri duglegt að þvo þarna. Just checking...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed