þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Súrir sokkar

Þá er fótboltavertíðin hafin á ný, en það er víst e-r önnur tíð hafin sömuleiðis því það hefur ekki hætt að rigna seinustu vikuna, og engin smá rigning þar á ferð. Við lentum í samfelldu úrhelli þegar við vorum að spila fótboltaleik seinasta sunnudagsmorgunn, og vildi það svo skemmtilega til að það var komið að mér að þrífa búningana. Búningataska var svona þrefalt þyngri en venjulega, því það hefa verið svona tíu lítrar að vatni í búningunum. Og enginn nennti að vinda súru sokkana...hmmm...skrítið :). Ég skellti dótinu strax í þvottavélina, sem b.t.w. dugði þó engan veginn til, en þurfti að þurrka töskuna ásamt ýmsu dóti sem var þar í. Taskan var alveg gegnblaut af táfýlu og svita og hefur því náð að láta íbúðina lykta eins og búningsklefi! Mig dreymdi því ekkert annað en fótbolta í nótt, en Ragnheiður greyið varð því miður fyrir nokkrum tæklingum. Taskan fer í þvott í dag...

3 Comments:

At 3:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ok OJJJJ!

Leiðinlegt að hafa ekki hitt ykkur þarna í Köben... en ég er að koma til Köben í lok september þannig við verðum að taka einn öllara á þetta þá!

 
At 9:37 e.h., Blogger Drekaflugan said...

jamm, hljómar vel. Varstu búin að sá póstinn fyrir neðan?

 
At 1:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haha alveg týpískt... En þá tökum við bara ölfestival á þetta hérna í græna landinu í staðinn ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed