fimmtudagur, ágúst 03, 2006

komin í kuldann :)

Við erum stödd í Porec, litlum bæ í Króatíu við Adríahafið, þar sem “speedo” sundskýlur voru málið, þjónarnir á stanslausum hlaupum og sjórinn einn sá tærasti sem ég hef séð. Jæks, og ég hélt að það væri heitt í Danmörku! Já, það var glampandi sól (næstum) allan tímann og þrátt fyrir að það væru 30 gráður alveg eins og í Danmörku, þá voru 30 gráðurnar mun heitari í Króatíu, enda mun meiri raki. Við erum því alveg kaffi á litinn. Sumir eru aðeins meira kaffi en aðrir, en mér er alveg sama, ég var aldrei í neinni brúnkukeppni, sama hvað Ragnheiður segir. Þetta er nú bara í fyrsta skiptið sem ég heyri orðið...:) Það var þó ekki glamandi sól allan tímann þvi það gerði þvílíkan storm ekki einu sinni heldur tvisvar. Það var bara gaman og fórum við Ragnheiður í göngutúr í óveðrinu og vorum eftir tíu mínútur eins og við hefðum dýft okkur ofaní sundlaug.

Ég verð samt að segja að þessi staður er ekkert smá ódýr! Ragnheiður fann svona design töskur eftir Gucci, Prada, Dolce og Cabbana og marga fleiri á sannkallaðan "skid og ingenting", í búðunum þarna. Hún keypti sér einmitt eina slíka á aðeins 800 ÍSK sem hefði átt að kosta a.m.k. 10.000 ÍSK! Geri aðrir betur :)

Á milli sólbaðsstunda fórum við í hellaskoðun, sem höfundur myndarinnar “The Descent” hefar alveg áreiðanalega heimsótt...Magnaður dropahellir þar sem voru eðlur án litarefnis sem gátu lifað í 5-6 mánuði án fæðu. Við heimsóttum ótrúlega fallegan lítinn fjallabæ sem er búið að breyta í listamannasamfélag sem er styrkt af ríkinu. Svo skruppum við yfir til Slóveníu og skoðuðum okkur um þar. Náðum svo að fara til fjögurra landa (með Danmörku reyndar) seinasta daginn á leiðinni heim: Keyrðum frá Króatíu, í gegnum Slóveníu, til Feneyja á Ítalíu, og flugum þaðan heim til Danmerkur í kuldann :)

2 Comments:

At 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahaha eruði nu alveg viss um að þetta hafi ekki bara verið eftirlikingar.. töskurnar a eg við..

 
At 10:40 f.h., Blogger Drekaflugan said...

haaa...eftirlíkingar, hvað áttu við...meinarðu að þær eru ekki...ÞETTA ERU NÚ MEIRI SVINDLARARNIR Í ÞESSU %$#%#%#5...HANN SAGÐI AÐ ÞETTA VÆRI EKTA...$#%&#%&... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed