Be afraid, be very afraid...175.984 innslög
Já, þetta fær víst hárin til að rísa á ansi mörgum skilst mér, enda hef ég aldeilis fengið að heyra það vegna seinustu bloggskrifa:) Ég hef því ákveðið að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þar sem ég mun núna taka fyrir efnið "Hvernig á gangandi fólk að beygja fyrir horn?"...Nei ég segi svona.
Annars gæti maður nú tekið gamla góða Íslendinginn og kvartað aðeins yfir veðrinu hérna enda hefur rignt, stanslaust, allan ágústmánuð. Það hefur ekki rignt svona mikið hér seinustu 44 ár. Eftir veðurblíðuna í júní og júlí þá hefur sumarið töluvert jafnast út. En ég er ekki búinn að gefa upp vonina eftir góðum september, enda hef ég ýmissa hagsmuna að gæta, nefninlega hvað á ég þá að gera við alla bolina mína? Ég er búinn að harka af mér seinstu daga líkt og maður gerir stundum heima á Íslandi á sumrin, en ég meika það ekki ef þetta heldur áfram svona.
On the other hand...þá getur maður bara að farið skoða peysur...
73,32 blaðsíður! Til hamingju, lágmarkinu náð.