Stórborgarferð
Þá er það ákveðið. Við skötuhjúin höfum ákveðið að bregða landi undir fót og skella og í borgarferð til Evrópu í haust, sem ku vera algjört möst. Þessu var frágengið í gær þegar við vorum svo heppin að ná okkur í ódýra miða til borgarinnar Reykjavíkur. Samkvæmt ýmsum heimamönnum hér á landi, er þessi borg og þetta land víst mjög spennandi og hlakkar okkur sérstaklega mikið að sjá alla þessa “varme kilde” sem þeir tala mjög mikið um (heitir hverir). Landið tilheyrir víst enn dönsku krúnunni, en borgin er sannkölluð stórborg þar sem “nokkrar” milljónir búa. Þeir búa hinsvegar ekki við þann munað að hafa gras, sem er víst af skornum skammti þar. Merkilegur staður greinilega.
Ég, Guns, kem þann 27.sept og verð til þess 10. en Rags kemur þann 08 sept og verður til 17.