fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Komin í höfn... Kaupmannahöfn

Það var ansi strembinn dagur í gær. Við fluttum til Köben og dúdda mía maður var þreyttur þegar maður fór að sofa. En það gekk allavegana allt vel.
Í dag var svo fyrsti dagurinn í skólanum og ég náði að villast bæði á leiðnni í og úr skólanum he he vonandi að það gangi betur á morgun. Í dag var kynning á aktivitetsfaginu en þar valdi ég íþróttir og sund. Þetta er ansi mikið í sundinu en þegar ég er búin með þetta nám er ég orðin sundkennari. Við þurfum líka að standast ýmis sundpróf, bringu, bak, FLUGsund, 6 tegundir af dýfingum af meters palli. Svo í íþróttahlutanum eru allskonar íþróttir kynntar og þar á meðal klyfur, skautar, blak, íþróttir fyrir fatlaða og Quiddich sem eins og margir vita íþróttin sem Harry Potter spilar á fljúgandi kústi he he gaman að sjá hvernig það verður.
Við fórum og kíktum á íbúðina sem við verðum í frá 5. feb til 5. mars þetta leit ágætlega út en ekkert internet sem er kanski ekki nógu gott en annars mjög fínt.
Læt þetta vera lokaorðin í kvöld thank you and goodnight
Ragnheidur


Bless í bili Århus Posted by Picasa

1 Comments:

At 5:47 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Við söknum ykkar nú þegar, búhúhú...

SL

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed