fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Fork off!

Ég hlakka til á morgunn. Á morgunn er nefninlega pirringsfundur hjá genginu þar sem við komum saman og segjum sögur af stundum yfirgengilegri regluhlýðni Dana, oftast í tengslum við þjónustu, og eigum góða pirringsstund saman. Ég er nefninlega með eina góað sögu í farteskinu.
Ég tel mig reyndar hafa aðlagast ágætlega, við búum reyndar ekki í Kína en samt sem áður eru ýmsir hlutir sem maður þarf að venjast, eðlilega. Nema hvað ég náði svona líka vel að pirra mig í dag. Og af ástæðulausu spyrjið þið? You tell me. Þetta var nú kannski ekkert stórmál með geigvænlegar afleiðingar, en vængjaþytur fiðrildis í vestri hefur nú verið sagður geta valdið hvirfilbili í austri. Allaveganna, þá vorum við á bókasafninu í dag og vorum að fara borða nestið okkar í kantínunni. Mig vantaði gaffal og ég vind mér upp að afgreiðsluborðinu og spyr hvort ég geti fengið lánaðan einn slíkan. Jájá...segir afgreiðslukonan (standandi við hliðiná hnífapörunum), en þá verðuru líka fara í röðina. N.B. það voru svona sex manns í biðröð. Fólk að kaupa sér cappuchino eða samloku. Ég átti sem sagt að bíða í biðröð svo ég gæti beðið um einn gaffal. Úúú...pirrurnar fóru á fullt.

“til að ég geti fengið lánaðan gaffal?”
“jájá, annars væri það svo ósanngjarnt fyrir aðra ef þú færir fram fyrir þau.”

Já, Guð minn góður! Það yrði alveg hrikalegt!

The end

3 Comments:

At 3:07 e.h., Blogger Regína said...

Þetta er greinilega geymt en ekki gleymt! En við skulum hafa í huga að umrædd afgreiðslukrumpa er óvenju fúllynd. En ég hefði samt pirrað mig á þessu líka. Jafnmikið og þegar ég var að reyna að komast í helv. kantínuna með tilheyrandi ferli sem fylgir því.

 
At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ok ég verð bara pirruð á að lesa þetta, sé þetta alveg fyrir mig he he, en hvernig fór það svo, fórstu í röðina til að fá gaffal eða fékkstu bara engan gaffal??

kveðja Gerður

 
At 11:31 f.h., Blogger Drekaflugan said...

já ég hefði kannski átt að láta það fylgja sögunni. En ég sýndi henni sko hvar Davíð keypti ölið, ég, hún liggur núna á gjörgæslu og verður þar næstu faga hehe. Neinei, en ég ætlaði ekki að láta undan, heldur labbaði í aðra kantínu á safninu og fékk einn gaffal þar uden problemer.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed