laugardagur, febrúar 18, 2006

bland í poka fyrir milljarð

Núna er ég byrjaður að átta mig á hvernig það er að sjá sjálfan mig í útsöluham. Spurningar eins og “hvenær fær hann nóg”, og “hvað á hann eiginlega margar skyrtur?”, verða skyndilega skiljanlegri núna þegar hvert fyrirtækið á fætur öðru endar í höndunum á Baugi. Maðurinn er kaupóður. Hann hefur líklega ekki verið þessi “ég ætla að fá kúlur fyrir þrjátíukall” þegar hann fór í nammibúðina með hundraðkallinn eftir flöskusöfnun dagsins. Hann hefur frekar verið þessi “ég ætlað fá tvo sterka brjóstsykra, einn sebra brjóstsykur, þrjár kúlur, tvær með karamellu og eina með lakkrís, sjö gúmmíbirni, tvö snuð, eina lakkríspípu, þrjá krítar, og tvo tígla...(þremur mínútum seinna)...tvo sveppi, og einn drakúla brjóstsykur”.

Nei, hann er alveg ótrúlegur (eða fyritækið). Ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman að fylgjast með þessari útrás og er mikill áhangandi, en ég verð að segja mér var aðeins brugðið þegar ég frétti af nýjasta uppátækinu hans með blaðamarkaðinn. Nú ætla ég ekki að þykjast vera klárari en allir þessir mógúlar, en þetta er rosa stór biti. Ég vona bara að honum svelgist ekki á. Blaðið sem hann ætlar að stofna verður það LANG stærsta í Danmörku eða um 500.000 upplög. Það næst stærsta er Metro sem er um 150.000. Hann ætlar að dreifa öllum þessum blöðum ókeypis inn um bréfalúguna hjá fólki (greyið blaðaberarnir) út um alla Danmörku. Þetta er monster verkefni. Mér er það bara spurn hvort hann nái að breyta venjum Dana. Það eru fyrir tvö-þrjú ókeypis dagblöð sem fólk kippir með sér þegar það fer í vinnuna með lestinni á morgnanna. Mun fólk hafa áhuga á að lesa sömu fréttirnar aftur þegar heim verður komið?

Hann á náttúrulega talsverðra hagsmuna að gæta svo það skemmir nú ekki fyrir að geta stjórnað umtalinu um sig a.m.k. að nokkru leyti. Að sjálfsögðu auglýsir hann svo Illum´s, Magasin, Merlin, fasteignir og nú síðast Bang og Olufsen (gleymi ég e-u?) vel og vandlega.

En þetta verður spennandi að sjá

2 Comments:

At 2:13 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Alla malla, þetta er svakalegt!!!!
Hvernig líður ykkur annars í K elskurnar mínar, ekkert farin að fá heimþrá til Århus?

SL

 
At 11:22 f.h., Blogger Drekaflugan said...

njaaa...mjááá....veit ekki. Hehe jú auðvitað þá kemur smá heimþrá í mann, en það er ekkert sem fimm bjórar geta ekki lagað...snökt, snökt...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed