miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Þjónustuglaðir og skilningsríkir Danir

Dæmi um samtal milli þjónustufulltrúa og umsækjenda um kollegííbúð í Kaupmannahöfn.

U: 10 vikur! En samkvæmt því sem þú sagðir fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan, þá áttum við að fá íbúð í byrjun mars!!
Þ: Því miður. Ekkert sem ég get gert.
U: En af hverju stendur þá á listanum að það sé 1-3 mánaða biðtími eftir íbúð?
Þ: Já, það er vitlaust, afsakið.
U: Er Þá ekkert sem ég get gert?
Þ: Jú, þú getur búið lengst úti í rassgati, eða líka bara sótt um einstaklingsíbúð. En þá detturðu að sjálfsögðu út af listanum fyrir sameiginlega íbúð.
U: En hverjir eru það þá með forgang á þessar íbúðir?
Þ: Ja. það eru t.d. fólk með börn.
U: En ekki geta allir verið með börn?
Þ: Nei, en það er líka fólk sem er ekki með neinn stað til að búa á.
U: EN VIÐ HÖFUM ENGAN STAÐ TIL AÐ BÚA Á!!
þ: Augnablik. (fer í tölvuna). En hvað með þessa íbúð í Árósum?
U: Ja, henni sögðum við af sjálfsögðu upp þar sem við vorum að flytja hingað og skólinn minn byrjaði þann 1.feb. Átti ég bara að ferðast á milli?
Þ: Nú, fyrst þú sagðir henni upp, þá geturðu ekki titlað þig sem heimilislausa. Svoleiðis er það nú bara.
U: Grrrrr....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed