mánudagur, febrúar 06, 2006

hardcore afvotnun

Ég myndi ekki vera búast við neitt mikið af bloggpóstum á næstu dögum eða vikum. Við erum nefninlega komin í hardcore afvötnun á netinu og öðrum veraldlegum gæðum, þar sem að íbúðin okkar er m.a. net –og símlaus. Það verður erfitt en örugglega ágætt bara, maður er orðin svo skelfilega háður þessu neti. Ég skoða mbl stundum þrisvar til fjórum sinnum á dag, fótbolti.net tvisvar, bloggið einu sinni á dag, og þetta er bara grunnurinn. Ofan á bætist allt netvafrið. Slæma hliðin á þessu er að það gæti orðið svolítið erfitt að vinna heima þar sem ég þarf að finna slatta af heimildum á netinu, eennnn...að þýðir reyndar ekkert MSN heldur, svo það gæti kannski bara orðið ágætt :)
Hin veraldlegu gæðin sem ég var að minnast á er baðaðstaðan sem er nú í sérstakara lagi. Það er ein sturta fyrir alla blokkina sem eru um 12 íbúðir og Guð veit hve margir búa í hverri íbúð. Svo verður maður að fara út og labba í kjallarann þar sem hún er...og kannski þegar þú kemur sérðu að það er ljós fyrir utan sem þýðir aðeins eitt...jebb, upptekin.
Forgangsröðunin hjá eigendum íbúðarinnar er líka athyglisverð finnst mér. Þetta eru tvær stelpur á okkar reki sem reyna greinilega að eyða sem minnstum peningi í íbúðina sem þær geta. Ekki missklilja mig, hún er alveg snyrtileg, en allt mjög gamlar mublur og lítið um aukahluti og annað slíkt. Ég taldi í allt þrjá gafla í eldhúsinu, sem mér sýnist reyndar að þau hafi fundið á götunni. Svo það er lifað mjög nægjusamlega hér. Mjög jákvætt. Það er reyndar Bang & Olufsen sjónvarp í stofunni, en það var ekki alveg pointið. Pointið er að nú eru þær í mánaðarferðalagi í Tælandi að “slappe lidt af”! How dejligt er það, svona eimitt í febrúarkuldanum?

1 Comments:

At 2:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

S.s. lifa eins og munkur til að geta tjillað með alvöru munkum í Thai! Mitt mottó er að lifa eins og kóngur ... HL

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed