mánudagur, desember 19, 2005

Glædelig jul og lykkeligt nyt ar

Þá er nú farið að styttast all svakalega til jólanna krakkar, ha...Ég átti smotterí eftir núna í dag og ætlaði þar að auki að koma ritgerðinni minni í lokafasann. E-ð raskaðist áætlunin því ég náði að útvega mér gott eintak af ælupestinni. Ragnheiður hafði mælt með henni víst en hún nældi sér í hana á laugardagskvöldið...í miðri afmælisveislu :( En það er svona, maður má víst bara vera ánægður með að þetta hafi skollið á núna í dag, en ekki á morgunn þegar 13 tíma ferðalag með skipi, rútu, lest og flugvél blasir við. Það hefði verið messy :) Ég kannski banka á tré svo þetta framlengist ekki þar til á morgunn, en reyndir notendur hafa sagt að þetta sé sólarhringspest, vonum það.
Ef að e-r þarna úti er í vandræðum með jólagjöf til mín, og er kannski með smá sambönd, og gæti reddað miða á Quentin nokkurn Tarantino þann 30. des, þá þarf hinn sami ekki að stressa sig fyrir gjöf næsta árið :) Var ekki alveg nógu snöggur í netforsölunni, en damn...það sem mann langar.
En núna ætla við að láta hér við sitja í blogginu þar til þegar komið verður aftur heim til Árósa. Við ætlum því hér með að óska lesendum í Danmörku sem og á Íslandi og víðar, gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.
Gunnar og Ragnheiður

sunnudagur, desember 18, 2005

It´s a beautiful day in the neighborhood

Fór aðeins að leika mér með mína frábæru myndavél á þessum yndislega sunnudegi. hérna er brot af afrakstrinum. Njótið vel, mæli með því að sjá þær í sinni raunverulegu stærð.


spurning ad taka upp The Blair Witch III myndina her Posted by Picasa

föstudagur, desember 16, 2005

Já undur og stórmerki

Já krakkar mínir þetta er bara að verða að vana. . . mín bara að blogga aftur. Ég er bara svo sátt við að vera komin í helgarfrí. Svo er bara mánudagurinn og svo jólafrí jei. Kallinum fannst ég e-ð skrítin að vera taka mér auka tíma hér og þar á seinustu mánuðum til að safna upp í jólafrí. Fannst það nú vera óþarfi en sko mína ég er búin að safna upp í 2 vikna jólafrí það munar um í buddunni. 'Eg er farin að hlakka soldið til að koma heim í fríið. En í kvöld ætlum við að fara í mat til Einars frænda hans Gunna sem býr í Hadsten. Svo á morgun er fodselsdagsfest eða ammli hjá Helga sem er með Gunna í boltanum en hann og kærastan hans eiga ammli sama dag, heppilegt þá er allavegana ekki séns að gleyma afmæli makans he he. Jæja það var nú ekki meira í bili nema það kom smá jólasnjór áðan og það var svooo jólalegt
Jólakveðja Ragnheidur

þriðjudagur, desember 13, 2005

Já nú er komið að því

Já ég heiti Ragnheiður Ósk og er með þessa síðu með honum Gunna Palla þetta vita ekki allir þeir sem hafa verið að skoða þessa síðu því það er svo óralangt síðan ég bloggaði seinast. En nú er komið að því að segja eitthvað af viti. Ég er allavegana síðan seinast búin að segja bless við bekkjarfélagana í Peter Sabroe og nú fer ég bara næst í Hovedstedens Pædaogog seminarium. Það var soldið skrítið en . . . soleiðis er það. Nú er jólamánuðurinn genginn í garð með öllu sem því fylgir. 'Eg er að upplifa danska jólastemningu í miklum mæli með að vinna á vöggustofu. Það er búið að vera föndurkvöld þar sem foreldrar komu með börnin sín og bjuggu til jólaskraut sem var svo hengt á jólatréð í leikskólanum. Borðaðar eplaskífur og piparkökur, dansað í kringum jólatréð og svo voru elstu börnin í leikskólanum með Lúsíu eða hvað það er kallað. Ég er búið að heimsækja jólasveininn í einu mollinu niðrí bæ. Við mikla lukku barnanna. Í dag var svo farið í kirkju og séð helgileik sem prestarnir léku með hjálp barnanna. Og svo var að sjálfsögðu boðið upp á eplaskífur eftir á. Svo er búinn að vera julefrokost þar sem þemað var Bikernisser og allir mættu í sínu fínasta hellsangels pússi. Mjög gaman það var reyndar svo gaman að við unga liðið í vinnunni ákváðum að endurtaka leikinn og skelltum okkur útá lífið um helgina. Mjög gaman bara verst að maður er að fara að flytja og hittir þetta fólk víst ekkert mikið eftir það en .. . það verður samt mega spennandi að flytja. Hlakka til að sjá ykkur öll um jólin. Lendum 22:20 þann 20 des í Leifsstöð. See you then.

mánudagur, desember 12, 2005

einelti á vinnustöðum...e-r adrir?

Þetta var frekar róleg helgi, hjá mér a.m.k. Fór í bíó á föstudaginn og í bíó á laugardaginn og já...svo bara lærdómur. Búinn að eyða miklum tíma uppí skóla (get ekki skrifað heima) og skrifa ritgerð um einelti á vinnustöðum. Likt og svo ansi margir adrir og tha a eg serstaklega vis Islendinga. Já, tad er e-d vid thetta vidfangsefni tvi vid megum velja okkur frjalst efni til ad skrifa um og viti menn, 4/4 voldu ad skrifa um einelti a vinnustodum, bara tad er nu rannsoknarefni. Skyldu vid hafa upplifad einelti a okkar vinnustodum? Eg veit ad eg hef gert tad. Byrjadi fyrsta daginn i nyrri vinnu bara a tvi ad lenda i utistodum vid snarrugladann alka, sem var ekki einu sinni ad vinna thann daginn, og viti menn...eg atti ekki vidreisnar von eftir tad! Passar mjog vel vid allar kenningarnar sem eg er ad lesa nuna.
En allaveganna, tad virdist vera e-r sameiginlegur/omedvitadur ahugi a namsefninu hja okkur, tvi mjog svipad er uppi a teninginum hvad vardar kandidatsritgerdina. Tad var alveg sama vid hvern eg taladi a timabili, tad virtust bara allir (ok 3) ætla ad skrifa um ADHD (ofvirkni med athyglisbrest).
Skrifandi um lokaverkefnid, tha er eg buinn ad vera leita mer ad vinnuadstodu fyrir lokaverkefnid, sem tharf ju ad vera bodleg thar sem eg a eftir ad vera thar fullan vinnutima a.m.k. næsta halfa arid. Tad er ad sjalfsogdu i bodi skrifstofur her uppi skola i Arosum, en eg efast um ad their i Kaupmannahafnarhaskola fari ad gefa mer lykil ad skrifstofu i stad fyrir e-n nemenda theirra. Tad lettist tvi aldeilis a mer brunin thegar eg var ad skoda alla adstoduna sem er i bodi a Øresundskolleginu, vissi um likamsræktarsal, bar, bio, oflofl. Heyrdu, tad er ekkert sma marr...bara tvær lesadstodur med ljosritunarvel og prentara asamt thokkalegu storu tolvuveri. Eg a bara aldrei eftir ad fara ut af kollegiinu!

mánudagur, desember 05, 2005

Eru ekki allir í stuði !?!

Eins og sumir vita þá er til meðferðarform við þunglyndi sem gengur út á að veita sjúklinginum rafstuð í höfuðið. Þessu hefur verið gerð skil í ýmsum kvikmyndum líkt og Cuckoo´s nest, en það var það reyndar notað vitlaust þar...gengur einungis við þunglyndi, og ansi vel barasta (enginn skilur reyndar af hverju!). En allaveganna þá fékk maður sinn skerf af rafstuðum núna um helgina hjá Emili. Við fórum nefninlega í drykkjuleik sem gengur út á það að allir spilendur (4) taka utan um sinni stýripinnan hver, sem er svo tengdur við box með rafhlöðum, sem gefur frá sér tónlist þegar ýtt er á takkann á honum. Þegar tónlistin er búin er svo keppni um hver er fyrstur að ýta á takkann á stýripinnanum sínum, og sá sem er seinastur hlýtur að launum vænt rafstuð beint í hendina, og eins og það væri ekki nóg, þá á viðkomandi bara gjöra svo vel að sturta í sig einu ísköldu staupi af Fishermans´s friend! Og svei mér þá, ef það hafi barasta ekki virkað...allaveganna fórum við allir syngjandi glaðir út :)

Tilraunin hja Dr. Emilio heppnadist alveg fullkomlega MUHAHAHAHA....!!!!! Posted by Picasa

úr einu í annað

Nú er maður ansi blautur eftir hjólatúrinn heim úr ræktinni, alveg hellidemba alla leiðina. Djöfull var það hressandi, hlýtt logn og rigning....gerist ekki betra :) Ég held í alvöru talað að ég hafi ekki upplifað "vont" veður hérna í Árósum síðan ég kom hingað aftur í sumar. Ég set vont undir gæsalappir því ég tek tillit til tímans á árinu. Ef það er kalt, þá er heiðskýrt, ef það rignir þá er hlýtt, ef það snjóar þá er logn o.s.frv. Ég ætla þó að segja hér 7, 9, 13 svo þetta verði ekki eins og á laugardaginn þegar ég var að hrósa happi mínu fyrir að hafa aldrei meiðst alvarlega í fótbolta og náði svo að meiða mig á fyrstu mínutunni á æfingunni á sunnudaginn...ekkert alvarlegt en svona smá áminning. Annars hlakkaði mikið í mér að komast heim til litla engilsins míns sem er nýkominn á heimilið. Já, það voru fest kaup á litlum kraftmiklum skratta sem heitir Denon M33 sem er lítil stereosamstæða. Náðum að finna eina góða án kassettutækis, skreytingum og öðru óþarfa fylgihlutum, á útsölu núna á sunnudaginn. Og ég verð bara að segja að gömlu diskarnir öðlast bara nýtt líf, feitir bassatónarnir hans Etienne de Crecy og angurværir gítarhljómar Nick Drake ná núna að smjúga alla leið innað beini og veita enn meiri ánægju en áður. Veit samt ekki hvort nágrannarnir eru jafn ánægðir með breytinguna hehe...En við erum nú búin að hlusta á hvern tónlistarmanninn á hæðinni fyrir ofan okkur vera fara í gegnum gripin sín klukkan hálf tólf á kvöldin, þannig að ég held að við eigum alveg smá inni :)

fimmtudagur, desember 01, 2005

kaffi - lífsins elexír

Svo er það bara seinasti dagurinn í praktíkinni á morgunn! Í tilefni af því ákvað ég reyna lífga aðeins uppá daginn og koma með e-ð í kveðjugjöf í dag (líkt og þeir gera þegar fólk hættir þarna eða á afmæli). Flestir kaupa rúnstykki fyrir hópinn (í staðinn fyrir nýbakað brauð sem er alltaf á boðstólnum) en mér finnst brauðið svo gott að mér langaði að gera e-ð annað og keypti því nýmalað kólumbískt kaffi hjá dealernum mínum hérna í Árósum, ásamt sérstöku jólate. Það var búið að hlakka í mér alla vikuna að mæta niður í mötuneyti í morgunn og sjá sælusvipinn yfir öllum og finna ferskan kaffiilminn (e-r með fleiri orð þar sem tvö i koma í röð?) og vita það að í hvert skipti sem þau fá sér síðan gott kaffi þá þau minnast þau mín og hugsa "já, kaffidúddinn". En svo þegar ég mætti niður í morgun og fékk mér kaffibolla þá fann ég bara alls engann mun...og enginn annar heldur. Þess vegna varð þetta blogg því aldrei að því sem það átti að vera...

Misheppnuð sundferð.

Já hvernig getur sundferð misheppnast. Það getur verið lokað, það getur verið okei eg ætla nú ekki að fara að telja upp ástæður en ástæðan fyrir að okkar misheppnaðist var sú að sundlaugin var á þessum tíma sem við komum aðeins opin fyrir konur. Þetta var nú ekki það sem við höfðum búist við. 'Astæðan er nebbla sú að þessi sundlaug er í Gellerup þar sem meirihluti íbúanna er múslimar og þar ganga jú konurnar með slæður eins og segir í Kóraninum eða e-ð og þá mega þær að sjálfsögðu ekki fara í sund með karlmönnum því eiginmaðurinn er náttla sá eini sem má sjá þær án slæðu svo þetta er nú bara soldið sniðugt fyrir þær. En frekar óheppilegt fyrir okkur. En við fórum í staðinn að kaupa jólagjafir sem er náttla bara gaman he he. Á morgun erum við Gunni að fara í julefrokost veit ekki afhverju þetta heitir juleFROKOST því frokost þýðir hádegismatur og þetta er nú alltaf haldið á kvöldin, en hann er allavegana að fara í vinnunni sinni og ég í minni vinnu. Það verður nú gaman. Þemað hjá mér er svona Hells angels, bandidos jólanisser allir eiga að koma í búningum en ég læt mér duga leðurhanskar, rauður kjóll og sólgleraugu. Það er kominn smá snjór hjá okkur hérna í Árosum og bara orðið frekar jólalegt enda bara 2 og hálf vika í að við komum heim á klakann í jólafrí. ble Ragnheiður

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed