Glædelig jul og lykkeligt nyt ar
Þá er nú farið að styttast all svakalega til jólanna krakkar, ha...Ég átti smotterí eftir núna í dag og ætlaði þar að auki að koma ritgerðinni minni í lokafasann. E-ð raskaðist áætlunin því ég náði að útvega mér gott eintak af ælupestinni. Ragnheiður hafði mælt með henni víst en hún nældi sér í hana á laugardagskvöldið...í miðri afmælisveislu :( En það er svona, maður má víst bara vera ánægður með að þetta hafi skollið á núna í dag, en ekki á morgunn þegar 13 tíma ferðalag með skipi, rútu, lest og flugvél blasir við. Það hefði verið messy :) Ég kannski banka á tré svo þetta framlengist ekki þar til á morgunn, en reyndir notendur hafa sagt að þetta sé sólarhringspest, vonum það.
Ef að e-r þarna úti er í vandræðum með jólagjöf til mín, og er kannski með smá sambönd, og gæti reddað miða á Quentin nokkurn Tarantino þann 30. des, þá þarf hinn sami ekki að stressa sig fyrir gjöf næsta árið :) Var ekki alveg nógu snöggur í netforsölunni, en damn...það sem mann langar.
En núna ætla við að láta hér við sitja í blogginu þar til þegar komið verður aftur heim til Árósa. Við ætlum því hér með að óska lesendum í Danmörku sem og á Íslandi og víðar, gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.
Gunnar og Ragnheiður