Glædelig jul og lykkeligt nyt ar
Þá er nú farið að styttast all svakalega til jólanna krakkar, ha...Ég átti smotterí eftir núna í dag og ætlaði þar að auki að koma ritgerðinni minni í lokafasann. E-ð raskaðist áætlunin því ég náði að útvega mér gott eintak af ælupestinni. Ragnheiður hafði mælt með henni víst en hún nældi sér í hana á laugardagskvöldið...í miðri afmælisveislu :( En það er svona, maður má víst bara vera ánægður með að þetta hafi skollið á núna í dag, en ekki á morgunn þegar 13 tíma ferðalag með skipi, rútu, lest og flugvél blasir við. Það hefði verið messy :) Ég kannski banka á tré svo þetta framlengist ekki þar til á morgunn, en reyndir notendur hafa sagt að þetta sé sólarhringspest, vonum það.
Ef að e-r þarna úti er í vandræðum með jólagjöf til mín, og er kannski með smá sambönd, og gæti reddað miða á Quentin nokkurn Tarantino þann 30. des, þá þarf hinn sami ekki að stressa sig fyrir gjöf næsta árið :) Var ekki alveg nógu snöggur í netforsölunni, en damn...það sem mann langar.
En núna ætla við að láta hér við sitja í blogginu þar til þegar komið verður aftur heim til Árósa. Við ætlum því hér með að óska lesendum í Danmörku sem og á Íslandi og víðar, gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.
Gunnar og Ragnheiður
Æ greyin, tókst ykkur ad ná í ælupest. Ekki gott.
Gódar myndir sem thid tókud um daginn. Alltaf fallegt i Halse;) Enn fallegra a Klakanum - ad visu buid ad vera grátt og rigning thannig ad náttúran fær ekki alveg ad njóta sín.
kv regina
Hæ elsku vinir, við óskum ykkur gleðilegra jóla, þið eigið svo jólakort hérna hjá okkur ;)
Kveðja frá Århus, Sigga Lóa, Emil og Selma