þriðjudagur, desember 13, 2005

Já nú er komið að því

Já ég heiti Ragnheiður Ósk og er með þessa síðu með honum Gunna Palla þetta vita ekki allir þeir sem hafa verið að skoða þessa síðu því það er svo óralangt síðan ég bloggaði seinast. En nú er komið að því að segja eitthvað af viti. Ég er allavegana síðan seinast búin að segja bless við bekkjarfélagana í Peter Sabroe og nú fer ég bara næst í Hovedstedens Pædaogog seminarium. Það var soldið skrítið en . . . soleiðis er það. Nú er jólamánuðurinn genginn í garð með öllu sem því fylgir. 'Eg er að upplifa danska jólastemningu í miklum mæli með að vinna á vöggustofu. Það er búið að vera föndurkvöld þar sem foreldrar komu með börnin sín og bjuggu til jólaskraut sem var svo hengt á jólatréð í leikskólanum. Borðaðar eplaskífur og piparkökur, dansað í kringum jólatréð og svo voru elstu börnin í leikskólanum með Lúsíu eða hvað það er kallað. Ég er búið að heimsækja jólasveininn í einu mollinu niðrí bæ. Við mikla lukku barnanna. Í dag var svo farið í kirkju og séð helgileik sem prestarnir léku með hjálp barnanna. Og svo var að sjálfsögðu boðið upp á eplaskífur eftir á. Svo er búinn að vera julefrokost þar sem þemað var Bikernisser og allir mættu í sínu fínasta hellsangels pússi. Mjög gaman það var reyndar svo gaman að við unga liðið í vinnunni ákváðum að endurtaka leikinn og skelltum okkur útá lífið um helgina. Mjög gaman bara verst að maður er að fara að flytja og hittir þetta fólk víst ekkert mikið eftir það en .. . það verður samt mega spennandi að flytja. Hlakka til að sjá ykkur öll um jólin. Lendum 22:20 þann 20 des í Leifsstöð. See you then.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed