Misheppnuð sundferð.
Já hvernig getur sundferð misheppnast. Það getur verið lokað, það getur verið okei eg ætla nú ekki að fara að telja upp ástæður en ástæðan fyrir að okkar misheppnaðist var sú að sundlaugin var á þessum tíma sem við komum aðeins opin fyrir konur. Þetta var nú ekki það sem við höfðum búist við. 'Astæðan er nebbla sú að þessi sundlaug er í Gellerup þar sem meirihluti íbúanna er múslimar og þar ganga jú konurnar með slæður eins og segir í Kóraninum eða e-ð og þá mega þær að sjálfsögðu ekki fara í sund með karlmönnum því eiginmaðurinn er náttla sá eini sem má sjá þær án slæðu svo þetta er nú bara soldið sniðugt fyrir þær. En frekar óheppilegt fyrir okkur. En við fórum í staðinn að kaupa jólagjafir sem er náttla bara gaman he he. Á morgun erum við Gunni að fara í julefrokost veit ekki afhverju þetta heitir juleFROKOST því frokost þýðir hádegismatur og þetta er nú alltaf haldið á kvöldin, en hann er allavegana að fara í vinnunni sinni og ég í minni vinnu. Það verður nú gaman. Þemað hjá mér er svona Hells angels, bandidos jólanisser allir eiga að koma í búningum en ég læt mér duga leðurhanskar, rauður kjóll og sólgleraugu. Það er kominn smá snjór hjá okkur hérna í Árosum og bara orðið frekar jólalegt enda bara 2 og hálf vika í að við komum heim á klakann í jólafrí. ble Ragnheiður
já það er ekki langt þangað til þið komið:) hlakka geðveikt til að fá þig heim:=) Við verðum samt að kíkja e-ð saman í bæinn og þú getur þá hjálpað mér að versla jólagjafir ef þú verður búin að versla allt í danska landinu:)
Kv. Kristín H
Heyrðu er bara enn snjór í sveitinni, hnuss, mér langar í snjó hingað :) og ég sem hélt að það væri alltaf svipað veður hér og hjá ykkur, já svona er það, allavegna takk fyrir síðast og ég er strax farin að hlakka til að hitta ykkur á Íslandi um jólin
Kveðja Gerður