miðvikudagur, júní 14, 2006

hjólamenning

Nú er ég búinn að leggja mánaðarkortinu í lestar/strætó/metrokerfið, a.m.k. í bili og byrjaður að hjóla aðeins meira. Það er bara ekki annað hægt þegar veðrið leikur svona við mann, og svo er það líka bara mjög gaman. Ég er um 30 mín að hjóla út á bókasafn og 10 mín niðrí bæ, og svo 25 mín á fótboltaæfingar, og ég er n.b. oftast mun fljótari en þegar ég tek e-ð samgöngutæki. Ég las um daginn að 33% Kaupmannahafnarbúar hjóla í vinnuna, 33% keyra og annað eins sem tekur e-ð samgöngutæki. Það er því ágætist umferð á morgnanna. Svo eru blaðadreifarar sem keppast við að koma sínum blöðum til hjólreiðamanna sem fólk á að grípa með sér á ferðinni, og ef heppnin leikur við mann er stundum hægt að fá djús í kaupbæti :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed