fimmtudagur, júní 08, 2006

Lengi lifir í gröðum glóðum

Jamms, enn andvaka...skelli bara niður einu bloggi í viðbót.

Kveikti á kassanum um daginn og sá þar viðtal við eldri mann, á að giska um sextugt. Hann var að tala um að eina leiðin sem hann hefði til að kynnast konum væri gegnum internetið á þartilgerðum spjallrásum. Ég fann strax til smá vorkunnarkenndar því hann var e-ð svona krúttulegur Walesverji (hvað kallar maður menn frá Wales á íslensku? Velskverja? Eða bara landið Wales yfirhöfuð!!?!). Anywho...það kom mér þó svona aðeins á óvart að þessi maður, sem ég hélt í fyrstu væri svona örvæntingafullur um að finna ástina áður en það verður of seint, hann var nú ekkert ómyndalregur á að líta. Hann var í ágætis líkamsformi, snyrtilegur og...heyrðu...alveg kaffibrúnn, sko kallinn. Svo fór hann að sýna okkur alla símana sem hann haðfi í húsinu og ég sver það ég hætti að telja í tólf (Greinilega ekki með GSM!) Svo fór hann að útskýra að konur sem hann hittir á netinu hringja oft ekki alveg strax, heldur oftast svona þegar tilfinningin grípur þær. Þá væri því algert stórlsys að missa af símanum því það gæti þýtt tapað date. Heyrðu, þetta er bara rosa player, hugsaði ég með mér. Skömmun síðar áttaði ég mig þá á að þátturinn fjallði um kynlífsfíkla. Þá er þessi eldri sæti maður þvílikt að hala konurnar til sín út í sveitina og er stundum með þrjár lined-up fyrir eina helgi. Svo kom hann með hverja reynslusöguna á fætur annari og sýndi okkur meira að segja nærbuxnasafnið sem hann átti eftir næturgesti sína, og þá sérstaklega sem þessi sjötuga hafði gleymt. Ansi merkilegur þáttur. Algert möst fyrir tilvonandi sem og verandi playera!

Góða nótt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed