(ó)framandi menning í Danmörku
Ég get nú sagt ykkur að gærdagurinn var aldeilis skemmtilegur. Fyrir utan það að pabbi er kominn í fimm daga heimsókn, að þá náði ég að finna mér danskt skyr á aðeins 4 dkr per 500gr! Geri aðrir betur en það. Nú er það hinsvegar líklega orðið svo að gestunum frá Íslandi finnst þeir eflaust ekki vera í útlöndum:
* “má ekki bjóða þér skyr og lýsi? Svo get ég nú glatt þig með því að það er alvöru íslenskt sælgæti og harðfiskur í eftirrétt...”