HróaSkelfir
Jæja, mér sýnist við vera búin að ná ágætis árangri í þessum leik okkar, en mér sýnist við ekki munum ná mikið lengra. Ég fór því á stúfana og fann lausnina og get sagt að við vorum eiginlega með þetta flest allt rétt sem við höfðum skrifað. Þetta hefði verið alger ógerningur að ná þeim öllum enda bönd þarna sem ég hafði ekki einu sinni heyrt um, og þekki ég þau nokkur. Hérna er slóðin fyrir forvitna
Annars held ég að eg muni vera mun betur í stakk búinn fyrir næstu svona keppni eftir u.þ.b. 15 daga. Ástæðan er sú að ég er á leiðina á hina einu sönnu Hróaskeldu, mitt annað ár í röð. Ég mun þó upplifa hátíðina á aðeins öðrum forsendum en seinast því núna verður gamanið í bland við vinnu, þar sem yðar einlægur hefur tekið að sér að sjá um gæslu á svæðinu (ekki einn þó). Já, ég mun taka að mér þrjár 8 tíma vaktir, og þar af 2 á hátíðartímabilinu og sjá um að fólk sé ekki að svindla sér inn (heyrirðu það Sindri! Ég mun líta sérstaklega eftir þér J), allt verði með kyrrð og ró á tjaldsvæðinu (yeah right...), eða svona hér bil J.
Það verður því spennandi að sjá hvaða vaktir ég mun fá en þær ná yfir allan sólarhringinn, þeas frá 07-15, 15-23, og...you guessed it: 23-07. Ég ætla svo sannarlega að vona að föstudagurinn og/eða sunnudagurinn verði laus enda klárlega bestu dagarnir, að mínu mati (því miður að ég held, flestra annarra sömuleiðis).
Planið er annars hérna fyrir áhugasama. Stutt yfirlit hljómar samt svona:
Strokes, Guns ´n Roses (eða Axl Rose), Franz Ferdinand, Bob Dylan, Sigur Rós og Morrisey ásamt fleirum. Hápunkturinn verður tel ég samt lokatónleikarnir þar sem Roger Waters úr Pink Floyd verður með 3 tíma dáleiðandi show-i með bestu verkunum þeirra kumpána. Enda hef ég heyrt að það hafi verið þrælmagnað show heima á Íslandi.
Jæja, farinn í boltann. Við skrifumst...
Hehe týpískt Sindri að vera e-ð að svindla sér inn! :D En það er samt svoldið fyndið að þú sért að verða e-r vörður þarna en samt sniðugt hjá þér því þá geturu tékkað á þessum tónleikum! Vona bara að þú lendir ekki í neinum vandræðum, þú veist þá bara að Siggi kúbein og Maggi hnífur verða á svæðinu ef e-ð kemur uppá! ;)
Púser
U know Sindri. En það var annaðhvort að vinna sem "service vagt" eða borga 3500 DKR fyrir miðann líkt og einn sem ég þekki gerði.
En engar áhyggjur af mér, ég verð með hnúajárnið á mér ef e-ð kemur uppá :)