Indkald og fleira
Nú er orðið ágætlega langt síðan ég hef skrifað nokkuð á þessa blessuðu síðu, en Gunni er alveg búin að bæta það upp, hann er búinn að vera duglegur kallinn sá. Í dag var ég í innkalli í skólanum en við förum tvisvar í innkall á þessum 3 mánudum sem að við erum í praktik eða verknáminu. Það var bara rosa gaman að koma í skólann aftur eftir u.þ.b. mánaðarfjarveru. Gaman líka að heyra hvernig gengur hjá hinum krökkunum. Svo í kvöld ætla allir í bekknum eða næstum því allir að hittast á Jensens Boffhus og hafa et hyggeligt aften. Kíktum í mat til Bjargar og Abba, þar voru nebbla stödd þau Magga og Jónsi. Líka hann Ásgeir Rafn sem var hress að vanda hlaupandi útum allt. Við vorum svo heppin að fá smá sendingu frá mömmu hans Gunna með alls konar sniðugu íslenskum nauðsynjum eins og kokteilsósu, íslensku nammi, DV, íssósu( sem by the way er nokkuð sem fæst ekki í DK) Það var voða fínt kvöld þar sem strákarnir horfðu svo á boltann og við stelpurnar spiluðum Uno þar sem Magga vann með yfirburðum. Það var ekki meira hér frá mér í bili ble ble RÓJ