laugardagur, febrúar 26, 2005

Seinustu dagar hafa einkennst af þunkum þönkum varðandi næstu önnina hjá mér í sálfræðinni. Nú á nefninlega að segja skilið við bækur og kenningar í fyrsta skiptið í fjögur ár og snúa sér að því verklega. Já, það þýðir ekki bara að mæta fyrsta daginn i vinnuna, blautur bak við eyrun, og segjast hafa lesið allar bækurnar sem finnast um stríð og og bardagalistir, maður verður að hafa verið á vígvellinum. Og ég verð að segja að þetta sé töluvert spennandi og að sjálfsögðu nokkuð í kvíðablandið, sum staðar á maður skjólstæðing í meðferð fyrsta daginn, á dönsku! Það verður umsjónarmaður að sjálfsögðu sem maður vinnur með, gefur manni ráð og jafnvel verið með manni inní fyrstu tímunum. Það hefur verið einnig mjög áhugavert að velja praktíkstaði þar sem úrræðin eru svo miklu fleiri en ég hafði ímyndað mér. Sumir staðir hafa verið einstaklega krefjandi þar sem unnið er með fólk sem hefur örðið fyrir allskonar áföllum (nauðgunum, pyntingum í flóttamannabúðum), er með allt litrófið af sjúkdómum, frá vægu þunglyndi yfir til fólks með geðklofa. Það er vitaskuld tekið tillit til þess að viðkomandi er lærlingur og erfiðustu tilfellin ekki skellt beint á hann. Svo er barnasviðið mjög stórt (pædagogik (það sem Ragnheiður er að læra), og geðsvið fyrir börn og unglinga ofl) og að auki er vinnusálfræðin stórt svið. Ég valdi meðferðarform fyrir fólk með þunglyndi og kvíða þar sem notast er við hugræna atferlismeðferð. Einnig þurfti maður að taka tillit til hvers konar umsjón er, því það er jú það sem skiptir einna mestu máli, og að auki vildi ég fá góða innsýn inn í þau sálfræðileg próf sem notuð eru. Sem sagt þó nokkrar kröfur og þyrfti ég að vera ansi heppinn til að ég fái það sem ég valdi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed