mánudagur, febrúar 21, 2005

reglur eru til að a.m.k. beygja eða hvað...?

smá pirringspóstur hérna...Þeir (Danirnir) eru ekkert mikið fyrir að beygja mikið reglurnar og gefa sénsa. Mér hefði allavega ekki fundist það mikið mál í þessu tilviki. Þannig var mál með vexti að það var sprungið dekkið á hjólinu mínu og verkstæðið í töluvert langri fjarlægð. Ég hélt í minni bláeygðu tilveru að ég gæti fengið að fara með hjólið mitt í strætó. Nei! Ekki séns, jafnvel þó það væri sprungið á því. Bara barnavagnar. Og svona var það. Ég þurfti því að reiða hjólið mitt næsta hálftímann. En svona til að reyna skilja þennan ósveigjanleika er kannski hægt að líta á það hve mikið strætóar eru notaðir hér og því verður að hafa strangar reglur. Svo allir í Árósum fari nú ekki að ferðast með hjólið sitt í strætó af því einum var leyft það!?! Þetta er líka svipað ef maður er að missa af strætó og hann er stopp á ljósum, þá geturðu alveg sett upp hvaða hvolpasvip sem er og ekki opnast hurðin. Kannski öðruvísi heima þar sem bílstjórnarnir verða himinnlifandi ef e-r vill ferðast með stóru bílunum þeirra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed