og hvað svo...
Sannarlega áfall fyrsta daginn. En það var því miður ekki mikið við því að gera. Fyrstu tveir dagarnir voru sérstakir. Blandnir spennu yfir ferðunum en einnig samúð með Hilds. En, svona var það. Seinna meir gleymdum við okkur enda létu brekkurnar mann gleyma flestu sem var á huganum á manni og flaut adrenalínið í stríðum straumum. Ég held það yrði efni í nokkrar síður þéttskrifaðar ef það ætti að lýsa því skemmtilega sem fyrir okkur bar, en ég held að ég sleppi því. Segi bara að ferðin var æðisleg og bendi bara á stóran myndapakka sem var að lenda og læt þær tala sínu máli...