Þá eru hinir mjög svo ánægjulegir páskar liðnir, sem samanstóðu aðallega af rólegheitum heimafyrir með blandi af matarboðum og póker.
Á föstudaginn langa hittumst við nokkrir boltastrákar og tókum í spil. Merkilegt nokk var það aftur ég og Gussi sem enduðum með að fara í einvígi fram á nótt. Heppnin var þó ekki með mér í þetta skiptið. Það var hefðbundin bjórdrykkja með spilinu, en á e-n tímapunkti breyttist það nú, því allt í einu var Absinth flaska komin á borðið. Við smökkuðum reyndar bara á því, en þess má geta að það er töluverður ævintýrablær yfir þessu rótsterka (60%) áfengi. Sögur herma að í “alvöru” flösku af Absinth (sem er illfáanleg), þá fljóta litlar agnir af meskalíni með, sem verða til að fólk verður alveg útúr heiminum og fer að sjá litla græna álfa hér og þar. Engar frásagnir eru þó af slíkum furðuverðum eru frá kvöldi þessu (því miður :), enda bara venjuleg flaska sem við höfðum undir höndum.
Páskadagurinn var samt einna bestur. Þá fórum við í páskefrokost heim til Óla og Louise, þar sem setið var að snæðingi í fjóra tíma, og skálað samviskusamlega fyrir páskunum með köldum snafsi og páskaöli. Þar var mikið hlegið og spjallað, og komst ég meðal annars að því, að ég var sá eini við borðið sem mundi eftir því úr barnæsku að eiga botninn af páskaegginu mínu, inni í ísskáp á þriðja degi páska, þakið tannförum. Flestum hlakkaði til að komast í botninn, en ég átti hins vegar erfiðara með að klára hann. Ég mundi því líklegast komast ansi nærri ímyndinni af því sem Joey í Friends óttast mest, þ.e.a.s. maður sem borðar hálft snikkers, og geymir svo afganginn þar til seinna :). Ég er bara svo mikill leifari í mér, enda Leifsson.
Við fórum reyndar töluvert fyrr heim en aðrir, því við áttum einnig von á frændfólki mínu frá Íslandi seinna um kvöldið. Þar var um heldur hefðbundara íslenskt boð að ræða, en lambasteikin, a la Gun, með kartöflum og sósu var þar í boði. Maður var því ansi mettur að deginum liðnum.
Sem sagt, fínni páski liðinn. Hann er samt ekki jafn eftirminnilegur og hjá honum Ragga félaga mínum. Held ég skelli bara
link inná síðuna hans, því þetta er alveg þess virði að lesa í heild sinni.