föstudagur, apríl 06, 2007

loksins

Núna sit ég hérna heima og er loksins byrjaður aftur á verki sem hófst fyrir tæpum tveimur árum. Það er að segja, stuttmyndin sem ég tók upp sumarið 2005 er loksins komin á klippiborðið. Það eru ansi margar ástæður fyrir að ég hef ekki byrjað á henni fyrr en nú: vöntun á tölvu til að klippa han, nóg að gera í skólanum, praktíkinni, og kandídatsritgerðinni, sem ég veit að hefði tekið enn lengri tíma en ella. Aðallega er það samt mín eilífa frestunnarárátta. Ég á nefninlega mjög erfitt að byrja á svona verkefni sem ég veit að getur verið mjög erfitt, þrátt fyrir að mér þykir það mjög skemmtilegt.

Kannski ástæðan fyrir því að ég veit að þetta á eftir að vera erfitt, er sú að ég lék aðalhlutverkið í myndinni, og þarf því að horfa uppá ansi lélegan leik hjá mér :) Hálf vandræðalegt á tíðum. Leikurinn verður nefninlega enn verri við hliðiná samleikurum mínum, sem flestir eru nemendur við Leiklistaskóla Íslands, eða útskrifaðir leikarar. Svo er plús allt það sem fór úrskeiðis við tökurnar: hljóðið oft á tíðum lélegt (eða bara alveg fjarverandi!), lýsingin svo lítil að maður þarf að píra augun til að sjá e-ð. Það er því ansi erfitt að horfa upp á meistarverkið sitt verða verra og verra eftir því sem maður sér meira af því. En ég mun vonandi ná að lappa aðeins upp á verstu hlutana með góðri klippingu.

En sem sagt, svo að ég geti klippt myndina, er nú búið að bætast í tölvufjölskylduna. Enda er ekkert heimili til nú til dags, nema þar séu a.m.k. þrjár tölvur. Ég keypti eina notaða Dell á den blå avis á 2.500, fann svo skjá á 200, og svo tölvuleikinn Battlefield 2 á 80 :) Bara það að kaupa einnig tölvuleikinn mun borga upp tölvuna á no time, því þá fer ég ekki á netkaffihús að spila hann. Kannski verst að ég var ekki búinn að kaupa hann fyrr, og spara mér þannig enn meiri pening! Ég bara átti aldrei von á því að hann væri eins vanabindandi og raun bar vitni.

Nú sit ég hér og skrifa meðan myndefnið er að færast frá vídeóupptökuvélinni yfir á tölvuna, og fann smá hungur læðast yfir mig. “Djö….” hugsaði ég, þar sem ekkert er til til að narta í, og allar verslanir lokaðar þar sem það er föstudagurinn langi. Eða hvað? Hvað með alla múslimana? Þeir halda ekki upp á páskana. Ég kíkti því aðeins útúr húsi í fyrsta skipti í tvo daga, og sá mér til mikillar undrunnar að það iðaði bara allt að lífi. Allar sjoppur, pizzastaðir, bakarí og meira að segja blómasalinn höfðu opið. Og það eru sko ekki bara múslimar eða útlendingar sem reka þessar verlsarnir. Og svo er hægt að skella sér á tónleika í kvöld með Mika fyrir áhugasama. Það er því ekki mikil hætta á að manni leiðist eða brenni inni vídeólaus yfir páskana…

3 Comments:

At 3:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með nýju tölvuna, vertu nú duglegur að klippa svo maður fái að sjá stykkið fljótlega :) bíð spennt

og gleðilega páska bæði tvö :)

Kveðja Gerður

 
At 9:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, á morgun er bara mánuður þangað til ég kem í heimsókn og fer að VERSLA, ó ég hlakka til:)

Kv.úr roki og rigningu:( Tinna

 
At 10:18 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Takk fyrir það Gerður, og sömuleiðis. Þú getur fullvissað þig um að frumsýningin á myndinni fer ekki framhjá þér ;)

Tinna, það verður gaman að fá þig, og ég efast ekki um að búðirnar hlakka alveg jafn mikið til að fá þig yfir :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed