Í sól og sumaryl
Sælt veri fólkið, já, spurst hefur út að ég sé útdauð í þessum bloggheimi, en ég reyni að krafsa í bakkann enn. Allt gott að frétta það er búið að vera þvílíkt gott veður hérna seinustu daga með toppdegi í dag 23 gráður, ég get ekki sagt að ég geti kvartað. Tengdó komu í heimsókn um helgina eða frá miðvikudegi til sunnudags. Það var nú ýmislegt brallað, kíkt í Fields og á Strikið þar sem Margrét gerði ofurgóð kaup á 2 leðurjökkum. Það var borðaður góður matur og hygget. Skoðuðum Óperuna, Svarta demantinn og íslenska sendiráðið.


Inní einhverju svaka listaverki eftir færeyskan listamann

Óperan

Í sjóstrætó
Eg ætla að reyna að vera aðeins duglegri að blogga vona að ég standi við það. Ragnheidur
já lýst vel á að þú verðir duglegri að blogga :) nú er bara að standa við það ;)
Kveðja Gerður
Hæ Ragnheiður mín, gaman að vita hvað allt gengur vel hjá ykkur úti:) ég er að fara að flytja til Árhúsa núna 26. apríl og er á fullu núna að leita mér að vinnu. Geturðu bent mér á einhverja staði líkt og frístundaheimili eða leikskóla sem þú mælir með að sækja um á:) E-mailið mitt er sigriduj@hi.is. Hafiði það annars sem allra best:) kv. Amanda