sunnudagur, apríl 22, 2007

Þá er enn ein helgin búin og þessa helgina var Hjördís í Köben með leikskólanum sem hún vinnur á. Það var gaman að hitta hana kíkti með henni og vinnufélögunum á djammið fórum á diskótek, fyrsta skipti sem ég geri það hérna úti svaka stórt og flott. Svo fór ég á laugardeginum með henni á Strikið, aðalega var HM tekið með trompi, við skulum segja að það hafi verið lítið eftir á hillunum þegar við yfirgáfum svæðið hehe.
Annars er Gunni að fara að vinna uppá leikskóla með mér næstu 2 mánuði, hann er að fara að vera stuðningsfulltrúi fyrir einhverfan strák. Það verður skrítið að vera sona að vinna saman en örrugglega bara gaman og að tala dönsku saman hehe þýðir ekkert að fara að spjalla saman á íslensku í vinnunni.
Svo er hún litla systir mín Tinna að koma í byrjun maí. Þá ætlum við að kíkja til Malmö og jafnvel á Louisiana safnið og aldrei að vita nema við komum við á Strikinu. Annars erum við sona eila búin að negla niður dagsetningu fyrir heimför. Ekki búin að kaupa flugmida sem við verðum held ég að fara bara að drífa í. Við komum heim í kringum 1. ágúst. Erum allavegana búin að segja upp íbúðinni og verðum að vera farin út 31 júlí. Þá er það bara klakinn sem tekur við. Það verður erfitt að segja bless við góða veðrið hérna úti og allt það, en á móti koma allir góðu kostirnir við Ísland. Fjölskylda og vinir. Ég þarf reyndar að fara út 2 til 3 til að fara í próf og verja lokaritgerðina gúlp gúlp.
Nóg í bili Ragnheidur

3 Comments:

At 4:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
gaman að þú skulir vera farin að blogga aftur;)Það verður gaman að fá þig aftur heim í sumar!!
Kveðja Kristín H

 
At 2:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, það verður stuð hjá okkur;) Eva vinkona flýgur líka út sama dag, en með öðru flugi:(

Það er eins gott að það verði gott veður, því hér er bara rigning, dag eftir dag..:(

Hlakka til að sjá ykkur=)

kv.Tinna Kristín

 
At 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já takk kærlega fyrir mig :) Gott að fá hjálparhönd þegar mikið liggur við í búðarleiðangri :)

Annars fékk hópurinn minn þessa skemmtilega spurningu í global refund: Skildu þið e-ð eftir handa okkur??

Ég held að það hafi bara verið skilin eftir sviðin jörð..... ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed