Í sól og sumaryl.
Það þýðir ekki annað en að blogga aðeins um veðrið hérna í Danmörku því það er búið að vera svo yndislegt undanfarið. Í síðustu viku fór hitinn uppí 25 gráður, þannig að við Gunni ákváðum að bjóða Óla og Louise í grill á Laugardeginum og ákváðum að hafa það kl 5 svo að við myndum ná að sitja útí sólinni og borða matinn. en nei nei þá ákváðu veðurguðirnir að skella nokkrum skýjum á himininn og vinda aðeins úr þeim já það byrjaði bara að rigna á grillkveldinu mikla en við áttum sem betur fer grillpönnu þannig að við elduðum bara inni og höfðum það mjög næs, spiluðum kanöstu og kíktum svo á loundromat og drukkum eins og einn öl. Annars var hún Tinna litla systir mín að segja mér þær skemmtilegu fréttir að hún er búin að fá vinnu sem aupair í san francisco frá 16 júní til desember ekki slæmt það og ég óska henni til hamingju með það.
Þakka þér fyrir Ragnheiður mín!=)
Vonandi verður svona bongóblíða þegar ég kem út, ég var nú ekki alveg nógu sátt við veðrið þegar ég kom seinast..;(
Kv.Tinna