laugardagur, mars 31, 2007

og sigurvegarinn er...

Jújú, það var Tinna sem var ekki lengi að svara þessari spurningu rétt, þetta var nebbinn á mér. Myndín hér að neðan útskýrir væntanlega hvernig þessi sérstaka mynd varð til. Að launum hlýtur hún 50% afslátt af gistingu á Prags Boulevard! Hún er að vonum ánægð með þetta stelpan, því hún á einmitt leið hér um Köben bráðlega og gæti því eimitt nýtt sér þetta tilboð þá!

fimmtudagur, mars 29, 2007

spurning vikunnar...

Samkvæmt frétt mbl.is "Bloggið gæti spillt fyrir", þá hafa fyrirtæki tekið upp á því að skoða blogg atvinnuumsækjanda, sem getur komið sér illa fyrir umsækjandann, sér í lagi ef "bloggið kemur upp um gamlar syndir og heimskupör".

Einhvern veginn efast ég um að þessi bloggfærsla eigi eftir að hjálpa til að ég fái starf sem sálfræðingur, en ég læt það mig engu skipta:)

Þess vegna spyr ég: Af hvaða líkamshluta af Gunna er myndin af?

miðvikudagur, mars 28, 2007

Cambridge

Þá erum við komin aftur frá Cambridge eftir að hafa verið í góðu yfirlæti hjá Birni og Regínu, og harður raunveruleikinn tekinn við. En dvölin í Englandi var hreint út sagt frábær, með góðu afslappelsi í bland við túrisma og skemmtanahöld.

Á föstudaginn heimsóttum við London og röltum um helstu staðina s.s. Covent Garden, Leicester square ofl., og könnuðum helstu búðir og bari þar í nágreni. Þar fengum við úthlutað þessum skemmtilegum grímum sem eru gerðu alveg hreint ágæta hluti. Þær eru til dæmis alveg tilvaldar þegar segja á alvarlega eða erfiða hluti við e-n, því sá mun fljótt gleyma þeim og brosa út að eyrum. Mun ég því nota þessa aðferð óspart, þegar ég mun byrja starfa sem sálfræðingur í vonandi náinni framtíð.

Í London sá maður líka muninn á stórborg og stórborg. Fólksfjöldinn og hraðinn þar er gerólíkur Köben. Umferðin þar er t.d. mun hraðskreiðari þar, og t.a.m. bíður fólk þar ekki eftir grænu gönguljósi, líkt og við erum búin að venja okkur á í Köben. Það reyndist nefninlega ansi erfitt að venja sig af þeim vana, en það hafðist þó að lokum!

Á laugardaginn kíktum við í miðbæ Cambridge og skoðuðum skólann hans Björns, sem var ansi þéttbyggður og huggulegur á að líta. Það var samt frekar kalt í veðri, og því ílengdumst við ekki í bænum, heldur fórum heim og tókum okkur til fyrir kvöldið. Það var ansi heppilegt hvað þau búa stutt frá bænum, því það kostar álíka mikið fyrir okkur öll að taka strætó og að taka leigubíl, sem var þess vegna óspart notaður.

Um kvöldið fórum við út að borða á asískan stað, og fengum okkur öll sushi, og ég í fyrsta skiptið. Reyndist það mjög góður matur, þó kolkrabbinn hafi reynst ansi seigur og erfiður að kyngja. Eftir það tóku við almenn drykkjulæti og pöbbarölt, þar sem okkur var hent útaf hverjum staðnum á fætur öðrum. Það var þó nota bene ekki vegna óláta í okkur, heldur vegna furðulegra lokunnartíma Breta. Á fyrsta staðnum voru ljósin kveikt 23:45, og við áttum að vera komin út klukkan 24:00. Mjög skondið. Flestir staðirnir virtust loka um svipað leyti, en við fundum þó einn sveittan stað þar sem við gátum drukkið okkar öl í friði, eða til klukkan tvö að mig minnir, sem var síðan alveg nóg.

Við vorum því fær í flestan sjó daginn eftir, sem var líka mjög heppilegt þar sem góða veðrið var komið. Við fengum þó ekki að vita hvað við ætluðum að gera af okkur þann daginn, því mikil leynd hafði ríkt yfir dagskránni. Þegar við vorum þó komin að brúnni yfir ánna Cam (Bridge over the river Cam = Cambridge), varð okkur ljóst hvað skötuhjúin höfðu ætlað sér. Sigling um ánna var planið, með Björn sem “punter”, eða stjakara, þ.e.a.s. Björn Riverman ætlaði að stjaka okkur upp og niður ána, og stóð hann sig með stakri prýði. Ég reyndi sjálfur að stjaka bátnum, en ákvað að falla frá þeirri áætlun mjög snemma, þar sem þetta var erfiðara en þetta leit út fyrir að vera. Að auki ég sá mætavel í hvað stefndi...þ.e.a.s. ég beint í ánna eða í háa sekt vegna of langs tíma. Enda sáum við einn falla útbyrðis, seinna í ferðinni.

Þetta er lífið :)

Björn og Regína höfðu samt farið í þennan túr nokkrum sinnum með reyndum róðara, og gátu því frætt okkur um sögu bæjarins, með smá tónlistarsögu í bland. T.d. hvar Pink Floyd spiluðu fyrst og hvaðan Nick Drake fékk innblástur sinn af laginu Riverman, en þessir tónlistarmenn eru einmitt frá Cambridge. Mjög skemmtilegur túr.

Einnig skoðuðum við allar þessar ótrúlegu gömlu og vel við höldnu höllum, og fræddumst aðeins um hverjir það eru sem búa þar. Haldið ykkur nú fast, því hús þessi eru kollegíin í Cambridge! Þvílíkar hallir og kastalar með risagörðum, allt í tipp topp ástandi. Svona er nú gert við aðal heila Englands til að lokka þá að. Enda eru engir aukvisar sem hafa lært þarna. Þar nægir að nefna sir Isaac Newton, Charles Darwin, Stephen Hawkins (fatlaði gaurinn í hjólastólnum) og að sjálfsögðu þessi sem teiknaði Winnie-the Pooh teiknimyndasögunar.

Það var hins vegar útskrift um laugardaginn hjá stúdentunum, og því gátum við ekki farið þangað inn. Heldur ekki um sunnudaginn, því þá voru allir þunnir eftir útskriftina. Við náðum samt að lauma okkur inn á eitt kollegí sem Regína er að vinna á, og gátum skoðað smá hluta af dýrðinni.

Annars var líka mjög gaman að umgangast Breta annars staðar en í túrista hverfi höfuðborgarinnar (sem oft er ekki gott eintak af dæmigerðum íbúa) og upplifa annaláða kurteisi þeirra, sem er engum orðum ofaukið. Það liggur við að annað hvert orð sem þeir segja við mann hafi e-a slíka merkingu, líkt og “please”, “cheers”, og/eða “pardon”. Einnig skil ég nú mun fleiri brandara og týpur í þáttunum Little Britain, þar sem stólpagrín er gert að talanda þeirra og útliti (enda Bretar ekki myndarlegasta þjóðin).

Læt þetta duga í bili

Cheerio


Fullt af myndum hér

þriðjudagur, mars 20, 2007

Nú liggja Íslendingar í ´ðí

Já, það var heldur fámennt á fótboltaæfingu í gækvöldi uppí Valby Idrætspark. Kannski sem betur fer, en ég kem að því eftir smá stund. Við rétt náðum 5 manns sem dugði til að taka reit og nokkrar skotæfingar. Þegar við erum á leið inní búningsklefann okkar, virkuðum við hálf ráðvilltir, því við teljum okkur hafa farið inní rangan klefa, þar sem dótið okkar er ekki sýnilegt neins staðar. Það getur samt ekki passað því klefinn var læstur og við nýbúnir að opna hann með lyklinum okkar. Sjáum við þá ekki að það er búið að sparka upp hurðina að sturtuklefunum, sem tengist við aðra klefa sömnuleiðis. Við höfum verið rændir! Tilfinningin sem ég upllifði var samt ótrúlegt en satt, léttir. Léttir yfir að hafa ákveðið á seinustu stundu að sleppa því að taka Ipodinn minn og glænýja símann minn með á æfingu. Einnig tæmdi ég veskið mitt af 200 pundum áður en ég fór á æfingu. Verst með fötin samt...

Þegar við svipumst hinsvegar um í öðrum klefum, sjáum við dótið okkar þar á tvist og bast, eftir að þjófarnir hafa farið vandlega gegnum það. Ég anda nú bara léttar því þar eru öll fötin og hlaupaskórnir mínir, svo það eina sem þeir höfðu uppúr krafsinu, var veskið mitt með bankakortinu og skilríkjum ásamt lyklunum. Hinn sem lenti í þessu, tapaði reyndar líka símanum sínum. Sem betur fer voru nú ekki fleiri á æfingu en þetta.

Með skilríkin og lyklana, ætti það samt að vera einfalt mál fyrir þjófana að heimsækja okkur hvenær sem er, t.d. þegar við erum í útlöndum eftir tvo daga, og hreinsa íbúðina. Þess vegna sit ég hér í sófanum og bíð eftir að lásasmiðurinn banki á dyrnar. Þjófunum skal sko ekki verða kápan úr því klæðinu, not on my watch baby! Sú heimsókn á reyndar eftir að kosta álíka mikið og ferðin fyrir okkur bæði til Cambrdige, eða 1500 kall.

En þetta var samt alveg ógisslega spennó í gærkvöldi. Við settum fullt af dóti fyrir aftan dyrnar, svo það yrði ekki hægt að komast inn, alveg eins og i bíómynd. Ég átti að sofa á sófanum, til að vera viss um að enginn laumaðist inn, og til öryggis var ég með sverð undir rúminu til að láta hvern þann sem læddist inn finna til stálsins...og svo fékk ég að poppa. Að auki stalst ég svo til að horfa á sjónvarpið til klukkan 2 í nótt, á leik United og Middlesborough, ýkt töff.

Kennir þetta ykkur e-a lexíu? Það verður amk aldrei klikkað á þessu aftur hér á þessum bæ.

föstudagur, mars 16, 2007

suttetræ/ snuddutré

Já ég rakst á svo sniðugt tré í fælledparken hérna í Kaupmannahöfn. Við vorum í einni af mörgum ferðum okkar í leikskólanum sem ég vinn í og fórum á leikvöll einn í fælledparken sem er held ég stærsti almenningsgarður í Kaupmannahöfn. Allavegana þá er þar tré þakið með snuddum. Það eru sumsé börn búin að gefa trénu snuðið sitt þegar þau hætta að nota það. Sniðugt því það er nú erfitt fyrir mörg börn að gefa upp snuðið að hafa svona hefð fyrir að gefa trénu snuðið. Veit ekki hvort þetta sé til heima á 'Islandi en mjög góð hugmynd.


fimmtudagur, mars 15, 2007

íbúðarlán

Djö... Skvt. sérlegum sérfæðingi hérna á heimilinu, voru verðin á íbúðum búin að fara lækkandi seinustu mánuði. En einmitt þá ákveða allir bankarnir að hækka íbúðarlánin sín aftur í 90% og 100%. Þetta þýðir væntanlegra að eftirspurn mun aukast sem og væntanlega húsnæðisverð. Gæti bara vel trúað því að það yrði önnur sprenging í húsnæðisverði. Aftur á móti verður auðveldara að kaupa íbúð og skuldsetja sig uppfyrir enni þegar heim verður komið.

mánudagur, mars 12, 2007

All in!

Lenti í maraþon póker á laugardagskvöldinu. Við hittumst nokkrir strákar úr boltanum og tókum í spil með öðru auganu og horfðum á Barca-Real með hinu auganu, frekar erfitt. Enda datt ég snemma út í fyrra spilinu og gat notið þessa þvílíka leiks með óskiptri athygli. Í seinna spilinu hins vegar, sem hófst um hálf tólf, var svo annað uppi á teningunum. Þá þraukaði ég þar til það vorum bara ég og einn annar eftir, og klukkan farin að nálgast þrjú. Spilið endaði þó vel, og þrátt fyrir að ég var vinum fátækari og peningi ríkari eftir spilið, þá jafnaðist það aðeins eftir að ég bauð á barinn ;)

Annars er farið að vora allverulega hérna, solen skinner og loftið verður mildara og mildara. Og eins og í sveitinni, þar sem kálfunum er sleppt útúr fjósinu með tilheyrandi sprikli, þá verður álíka jafn mikil gleði og sprikl hjá okkur strákunum í boltanum, þar sem fyrsta útiæfing ársins er í kvöld.

Og í dag eru aðeins 10 dagar í Cambridge!!

föstudagur, mars 09, 2007

Icelandair Open



Um seinustu helgi má segja að innanhúsfótboltatímabilið endaði með stæl. Fótboltamótið Icelandair Open var haldið uppí Gladsaxe þar sem 9 lið voru skráð til leiks, öll frá Köben fyrir utan tvö frá Íslandi.


Guðrún var með tvö lið, þar sem liðið sem ég spilaði með, komst í undanúrslit eftir frekar léttan riðil. Við lentum þar á móti sekkjunum úr handboltanum, þar sem eitt af inntökuskilyrðinum er að bolurinn nái ekki fyrir neðan nafla. Það er samt greinilegt að bjórdrykkja þeirra meðan á mótinu stóð var ekki til að skemma fyrir þeim, því eins og undarlegt og það hljómar, að þá vann handboltaliðið fótbotaliðið. Við hljótum þá að vinna þá í handbolta, eins og Ingvi mælti svo röklega af vörum. Ingvi var líklegast óheppnasti spilarinn á mótinu, því eftir aðeins 3 mínútur í fyrsta leiknum okkar, náði hann að snúa sig ansi illa á ökklanum.


Eftir að þeir voru komnir úr að ofan, reyndu þeir ólmir að faðma alla þátttakendur innilega. Minnti sú sjón illþyrmilega á atriðið úr myndinni "Along Came Polly" þegar Stiller var að spila körfubolta við gaurinn sem var ber að ofan :)
Annars þurftu handboltakapparnir að flýta sér heim eftir verðlaunaafhendinguna, þar sem þeir höfðu mælt sér mót við nokkra af mótmælendum Ungdomshuset. Mótmælendurnir voru búnir að falast eftir kröftum þeirra til að kasta grjóti og múrsteinum, sem eins og gefur að skilja, ætti að vera nokkuð sem handboltamenn væru góðir í.


Við mætttum því öðru liðinu frá Íslandi í leik um þriðja sætið, sem samanstóð af nokkrum hnökkum sem upprunalega hétu "Vonda Liðið". Þeir báru það nafn með rentu, því þeir voru alklæddir svörtu, og höfðu orð á sér fyrir að spila hart. Seinna breyttu þeir reyndar nafninu sínu í Ice Guys Butterflies, sem var aftur á móti mesta "gay" nafnið á mótinu. Þeir reyndust því engin mótstaða og 3. sætið í höfn. Gummi náði meira að segja að leika listir sínar þegar hann tók við bolta á lofti og skoraði viðstöðulaust með hælsendingu beint í hornið. Það voru fleiri á sammála glæsileika þessa marks, því hann hlaut verðlaun frá Icelandair fyrir tilþrif mótsins, sem var flugferð fram og tilbaka fyrir tvo.





Seinna um kvöldið hittust liðin á o´Learys, þ.e.a.s. þeir sem voru ekki með heimsókn frá tengdaforeldrunum (sem var svona helmingurinn), og skáluðu fyrir hreint ágætis móti.

föstudagur, mars 02, 2007

Hvor var du, i to tusind og syv?



Það hefur líklegast farið fram hjá fæstum sem fylgjast með fréttunum hér og heima, að miklar óeirðir brutust út í gær, í kjölfar rýmingar á félagsmiðstöð íbúa við Norðurbrú. Eftir að hafa horft á mótmælin, þann 16.des síðastliðinn, í sjónvarpinu, ákvað ég þennan dag að fara sjálfur á stúfana og sjá þennan dýragarð með eigin augum...og hressandi var það.

Það var búið að ákveða að ef húsið yrði rýmt, yrði efnt til mótmæla við Blågardsplads samdægurs klukkan 17:00. Ég mætti því á svæðið með myndavélina, ásamt tugum annarra ljósamyndara og fréttastöðvafólks. Ansi rólegt var til að byrja með, enda höfðu verstu ólátaseggirnir verið handteknir fyr rum daginn þegar húsið var rýmt með áhlaupi sbr. blogg Ragnheiðar hér að neðan. Inní húsinu voru gerð upptækar gasgrímur, kylfur, fjöllin af steinum, og margar eldsprengjur sem nota átti þegar húsið yrði rýmt. Engir venjulegir prakkarar þar á ferð greinilega, og alveg ljóst að þessir “atvinnumótmælendur” sem voru frá útlöndum og tóku þátt í mótmælunum 16.des, finnast einnig í Danmörku í stórum stíl.
Þegar þarna var komið sögu var stemmingin frekar afslöppuð, og fólk bara að spjalla og drekka öl.



Þegar klukkan var orðin rúmlega fimm, flykktist fólk hins vegar hvaðanæva að, og straumurinn fór að berast upp eftir Nörrebrógötu í langri mótmælendagöngu. Löggan var við öllu viðbúin og fylgti eftir seinustu mótmælendunum í göngunni uppeftir götunni. Sjaldan hef ég séð jafn marga klædda í svartar úlpur og hettupeysur, og alveg pottþétt að North Face búðin hefur selt allar úlpurnar sínar þennan dag. Margir voru hins vegar forvitnir vegfarendur eins og ég, sem tóku myndir í gríð og erg, og höfðu gaman af. En gamanið átti eftir að kárna...





Ég var mjög aftarlega í göngunni og sá ekkert hvað gerðist fremst. Stundum sást þó í sást í reyk, heyrðist í sprengingu eða e-r læti fremst í göngunni. Þá hlupu kannski nokkrir tilbaka í hræðslu, sem smitaði svo út frá sér þannig að allt í einu komu 100 ungmenni hlaupandi í átt að manni, án þess að vita eiginlega af hverju. Þetta gerðist nokkrum sinnum, en maður náði þó alveg að halda ró sinni.




Þegar gangan stöðvaðist, við vegatálma lögreglunnar, góðan spotta frá þessu blessaða Ungdomshusi, magnaðist stemmingin smám saman. Þeir róttæku sem voru með hettur og grímur voru komnir fremst og voru að henda grjóti eins og brjálæðingar að lögreglunni. Lögreglan þusti fram og reyndi að hafa hendur í hári þessara einstkalinga. Við þetta æstist múgurinn, og tívolíbombur og sprengjur fóru að springa í kringum mann með þeim afleiðingum að ég varð ansi skelkaður. Þá kom ansi flott útspil lögreglunnar í ljós. Þeir keyrðu mörgum lögreglubílum inn í nokkra staði þvögunnar og “splittuðu” henni þannig upp. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast næst, því skyndilega var ég innilokaður með óeirðalögreglu beggja vegna við mig. Þeir voru hins vegar mjög rólegir og sögðu öllum að róa sig niður og ganga í röð framhjá sér. Við það róaðist hópurinn mikið og ég hélt í alvöru að þetta væri allt og sumt. Mótmælendurnir voru hins vegar ekki að baki dottnir...

Þarna var farið að skyggja og hver lögreglubíllinn á fætur öðrum sást þeysa fram hjá fólki sem fór uppá gangstéttina. Þaðan köstuðu ansi margir köstu steinum, flöskum og málningarpokum í átt að bílunum.


Mótmælendur hófu að henda ýmsu drasli á göturnar og búa þannig til vegatálma sem lögreglan keyrði svo í gegnum á fullum hraða. Um leið og þeir voru farnir hins vegar, hópaðist fólk aftur saman með drasl og bjó til nýjan vegatálma. Nú hófu þeir hins vegar að kveikja í þeim og myndaðist risastórt bál við miðja götuna. Ætli það hafi ekki verið um þetta leyti sem ég áttaði mig á að þetta væri sko alls ekkert að vera búið, og ætti eftir að verða mun alvarlegra. Um þetta leyti slokknaði á öllum ljósastaurunum í kring og mótmælendur ráku upp mikil stríðsöskur. Sprengjugnýr heyrðist við og við og ástandið var farið að líkjast borgarastríði meir og meir.

Þarna ákvað ég að nóg væri komið að þessu rugli, enda þurfti ég að mæta á fund skömmu seinna vegna sjálfboðarvinnu sem ég hafði skráð mig í. Það var líka kannski eins gott, því skömmu seinna skutu lögreglumenn táragasi að mótmælendum og splundruðu þannig hópnum.

Þetta var þó aðeins byrjunin. Mótmælin áttu eftir að standi til klukkan 4 um nóttina, víðsvegar um borgina, þar sem nokkrir bílar, ótalmörg hjól og ruslagámar urðu eldi að bráð. Líklega á ég eftir að heyra skrautlega lýsingu frá Óla sem býr við Kristjaníu, en þar voru einmitt ansi öflug mótmæli við enda götunnar þar sem hann býr. Það var þó líklegast húsgagnabúðin Vstergaard Mobler, sem kom einna verst útúr mótmælunum. Búðin er ein sú dýrasta í Köben og selur rándýr húsgögn líkt og margar vörur og stóla eftir Arne Jacobsen, sem kosta allt uppí hálfa milljón...og brenna líka víst svona hrikalega vel.

Vona að eigangi þessa bíls hafi verið tryggður!

Það er svo skipulögð dagskrá fyrir mótmælendur út næstu viku, svo nú er kannski tækifærið fyrir Icelandair, að skipuleggja “Riot Weekwend in Copenhagen” fyrir áhugasama utangarðsunglinga á Íslandi!


Allaveganna er búist við meiri látum um helgina. Ég held ég láti þetta samt gott heita af minni “þátttöku”....í bili MOHAHAAHA!

Hérna getið séð gott video af atburðunum undir flipanum "Video", "torsdag kl.22:00" og svo "dagens kampe".

fimmtudagur, mars 01, 2007

Jagtvej ni og tres... unger´n blir



Dagurinn í dag er búin að vera soldið spes. Ég vakna kl 06:00 og kem mér af stað uppí vinnu. Kem þangað kl 7:00 og ekkert merkilegt með það, hlustaði á fall out boy í ipodinum í góðum fíling á leiðinni. Þegar fyrsta barnið kemur í leikskólann segir móðirin að það sé allt að gerast á Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset er. Damn hefði ég ekki verið að hlusta á músik á leidinni hefði ég séð þetta allt saman og heyrt í þyrlunum lenda á þakinu á ungdomshusinu. Það er nefninlega í dag sem löggan lét til skarar skríða og tók yfir húsið, þeir voru ekki búnir að láta neinn vita og nýttu sér surpriseelementið og náðu að rýma það á stuttum tíma. Það var svo hringt frá komunen og sagt að við mættum ekki yfirgefa leikskólann með börnin útaf þessu. Leikskólinn er svo nálægt sona 3-500metra. Við fórum þó útí garðinn eftir hádegismat og þá gat maður séð fréttaþyrlur sveima yfir svæðið. Ég var búin að vinna kl 14 og hjólaði þá heim og ég hjóla niður Nörrebrogade og þar var búið að loka flestöllum verslunum og margir búnir að setja tréplötur fyrir alla glugga. Löggan stóð svo á brúnni sem er yfir til Nörrebro (Dronning louisesbro) og stoppaði alla umferð inn til Nörrebro. Þetta er svo náttla í öllum fréttum Kl 17 eiga svo að vera einhver svaka mótmæli á Blagaardsplads og mótmælaganga uppá Jagtvej.
Kv Ragnheiður

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed