miðvikudagur, mars 28, 2007

Cambridge

Þá erum við komin aftur frá Cambridge eftir að hafa verið í góðu yfirlæti hjá Birni og Regínu, og harður raunveruleikinn tekinn við. En dvölin í Englandi var hreint út sagt frábær, með góðu afslappelsi í bland við túrisma og skemmtanahöld.

Á föstudaginn heimsóttum við London og röltum um helstu staðina s.s. Covent Garden, Leicester square ofl., og könnuðum helstu búðir og bari þar í nágreni. Þar fengum við úthlutað þessum skemmtilegum grímum sem eru gerðu alveg hreint ágæta hluti. Þær eru til dæmis alveg tilvaldar þegar segja á alvarlega eða erfiða hluti við e-n, því sá mun fljótt gleyma þeim og brosa út að eyrum. Mun ég því nota þessa aðferð óspart, þegar ég mun byrja starfa sem sálfræðingur í vonandi náinni framtíð.

Í London sá maður líka muninn á stórborg og stórborg. Fólksfjöldinn og hraðinn þar er gerólíkur Köben. Umferðin þar er t.d. mun hraðskreiðari þar, og t.a.m. bíður fólk þar ekki eftir grænu gönguljósi, líkt og við erum búin að venja okkur á í Köben. Það reyndist nefninlega ansi erfitt að venja sig af þeim vana, en það hafðist þó að lokum!

Á laugardaginn kíktum við í miðbæ Cambridge og skoðuðum skólann hans Björns, sem var ansi þéttbyggður og huggulegur á að líta. Það var samt frekar kalt í veðri, og því ílengdumst við ekki í bænum, heldur fórum heim og tókum okkur til fyrir kvöldið. Það var ansi heppilegt hvað þau búa stutt frá bænum, því það kostar álíka mikið fyrir okkur öll að taka strætó og að taka leigubíl, sem var þess vegna óspart notaður.

Um kvöldið fórum við út að borða á asískan stað, og fengum okkur öll sushi, og ég í fyrsta skiptið. Reyndist það mjög góður matur, þó kolkrabbinn hafi reynst ansi seigur og erfiður að kyngja. Eftir það tóku við almenn drykkjulæti og pöbbarölt, þar sem okkur var hent útaf hverjum staðnum á fætur öðrum. Það var þó nota bene ekki vegna óláta í okkur, heldur vegna furðulegra lokunnartíma Breta. Á fyrsta staðnum voru ljósin kveikt 23:45, og við áttum að vera komin út klukkan 24:00. Mjög skondið. Flestir staðirnir virtust loka um svipað leyti, en við fundum þó einn sveittan stað þar sem við gátum drukkið okkar öl í friði, eða til klukkan tvö að mig minnir, sem var síðan alveg nóg.

Við vorum því fær í flestan sjó daginn eftir, sem var líka mjög heppilegt þar sem góða veðrið var komið. Við fengum þó ekki að vita hvað við ætluðum að gera af okkur þann daginn, því mikil leynd hafði ríkt yfir dagskránni. Þegar við vorum þó komin að brúnni yfir ánna Cam (Bridge over the river Cam = Cambridge), varð okkur ljóst hvað skötuhjúin höfðu ætlað sér. Sigling um ánna var planið, með Björn sem “punter”, eða stjakara, þ.e.a.s. Björn Riverman ætlaði að stjaka okkur upp og niður ána, og stóð hann sig með stakri prýði. Ég reyndi sjálfur að stjaka bátnum, en ákvað að falla frá þeirri áætlun mjög snemma, þar sem þetta var erfiðara en þetta leit út fyrir að vera. Að auki ég sá mætavel í hvað stefndi...þ.e.a.s. ég beint í ánna eða í háa sekt vegna of langs tíma. Enda sáum við einn falla útbyrðis, seinna í ferðinni.

Þetta er lífið :)

Björn og Regína höfðu samt farið í þennan túr nokkrum sinnum með reyndum róðara, og gátu því frætt okkur um sögu bæjarins, með smá tónlistarsögu í bland. T.d. hvar Pink Floyd spiluðu fyrst og hvaðan Nick Drake fékk innblástur sinn af laginu Riverman, en þessir tónlistarmenn eru einmitt frá Cambridge. Mjög skemmtilegur túr.

Einnig skoðuðum við allar þessar ótrúlegu gömlu og vel við höldnu höllum, og fræddumst aðeins um hverjir það eru sem búa þar. Haldið ykkur nú fast, því hús þessi eru kollegíin í Cambridge! Þvílíkar hallir og kastalar með risagörðum, allt í tipp topp ástandi. Svona er nú gert við aðal heila Englands til að lokka þá að. Enda eru engir aukvisar sem hafa lært þarna. Þar nægir að nefna sir Isaac Newton, Charles Darwin, Stephen Hawkins (fatlaði gaurinn í hjólastólnum) og að sjálfsögðu þessi sem teiknaði Winnie-the Pooh teiknimyndasögunar.

Það var hins vegar útskrift um laugardaginn hjá stúdentunum, og því gátum við ekki farið þangað inn. Heldur ekki um sunnudaginn, því þá voru allir þunnir eftir útskriftina. Við náðum samt að lauma okkur inn á eitt kollegí sem Regína er að vinna á, og gátum skoðað smá hluta af dýrðinni.

Annars var líka mjög gaman að umgangast Breta annars staðar en í túrista hverfi höfuðborgarinnar (sem oft er ekki gott eintak af dæmigerðum íbúa) og upplifa annaláða kurteisi þeirra, sem er engum orðum ofaukið. Það liggur við að annað hvert orð sem þeir segja við mann hafi e-a slíka merkingu, líkt og “please”, “cheers”, og/eða “pardon”. Einnig skil ég nú mun fleiri brandara og týpur í þáttunum Little Britain, þar sem stólpagrín er gert að talanda þeirra og útliti (enda Bretar ekki myndarlegasta þjóðin).

Læt þetta duga í bili

Cheerio


Fullt af myndum hér

5 Comments:

At 10:38 e.h., Blogger Regína said...

Frábær pistill! Held barasta að ég setji slóð inn á hann á minni heimasíðu.

Þið eruð ekkert smá fyndin með þessar grímur, hehehehe. Ég fer alltaf að hlægja þegar ég sé þessar myndir.

Þið eruð greinilega afbragðsnemendur með gott minni. Það tók mig a.m.k. tvær siglingar á ánni til að muna þetta allt saman...

En takk enn og aftur fyrir skemmtilega helgi!

 
At 11:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

öfund smöfund hérna megin ... þið verðið að plana svona pakka fyrir okkur Nillann þar sem það á að láta verða af því í vor/sumar að kíkja á vini okkar - neih, meina ykkur múhahahahahaaaaaa

 
At 10:33 f.h., Blogger Drekaflugan said...

já takk kærlega sömuleiðis fyrir okkur, þetta var snilld!

Hildur, ég lofa góðum pakka þegar þið komið, það er úr nógu að velja, og ef allt bregst eigum við enn grímurnar :)

 
At 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að skoða myndir. Ekki láta ykkur samt bregða þegar þið komið í heimsókn til mín, þið gætuð fengið menningarsjokk ;) ég sting nefnilega lyklinum lárétt inn í skrána heima hjá mér, ha ha þið eruð ágæt :)

Kveðja Gerður

 
At 12:03 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Ja Gerdur, eg held vid aettum ad vera undir tad buin, enda er lyklinum snuid her lodrett eins og sidadra manna thjoda er sidur. En tad var heldur betur mikid sjokk thegar heim var komid ur Englands ferdinni :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed