föstudagur, mars 16, 2007

suttetræ/ snuddutré

Já ég rakst á svo sniðugt tré í fælledparken hérna í Kaupmannahöfn. Við vorum í einni af mörgum ferðum okkar í leikskólanum sem ég vinn í og fórum á leikvöll einn í fælledparken sem er held ég stærsti almenningsgarður í Kaupmannahöfn. Allavegana þá er þar tré þakið með snuddum. Það eru sumsé börn búin að gefa trénu snuðið sitt þegar þau hætta að nota það. Sniðugt því það er nú erfitt fyrir mörg börn að gefa upp snuðið að hafa svona hefð fyrir að gefa trénu snuðið. Veit ekki hvort þetta sé til heima á 'Islandi en mjög góð hugmynd.


1 Comments:

At 4:00 e.h., Blogger Regína said...

Sneddí svona snuddutré!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed