þriðjudagur, september 26, 2006

styttist í brottför

Ég verð því miður ekki jafn aðgerðalaus og ég hafði vonað (lesist sem ritgerðalaus) þegar ég kem til Ísalandsins góða núna á fimmtudaginn. Þessi styrkingarskilmáli sem ég hafði sett mér sem innihélt greinilega ekki nógu sterka refsingu. Ég mun því líklega vera við sama heystráið fyrri part dagsins, en um kvöldið grrr....þá sleppur dýrið laust :) Það verður vonandi nóg af heimsóknum enda eru NÍU MÁNUÐIR síðan ég var heima og ég hef góða 8 daga og ekkert jólastress eða ferðalög á fólki. Við sjáumst...

e.s. ég vona a.m.k. að við sjáumst, aldrei að vita nema flugvélin fljúgi bara framhjá landinu sökum myrkvunnar á Íslandi, en vélin á einmitt að lenda á þessum tíma...

laugardagur, september 23, 2006

er du nærsyn eller fjernsyn?

Aaafar róleg stemmingin núna í Prags Boulevard, Miles undir geislanum, rauðvínsglas við hönd, kertaljós, uppvaskið komið í vaskinn og lætur bíða eftir sér...það hverfur fyrr eða síðar. Spurning hvort maður leggi í Der Untergang loksins eftir að hafa átt hana í tvö á og beðið eftir rétta tækifærinu? Njaa...er ekki alveg í fílinginum núna að horfa á Hitler útrýma gyðingum. Hvenær verður maður það?
Þetta er ansi svona þægilega síðdegis þynnka sem við erum að njóta núna eftir strit gærkvöldsins. Fórum á mjög leiðinlega tónleika í gær því miður. Stafrænn Hákon var upphitunarband, sem er svona mjööög léleg útgáfa af SigurRós án söngs (eða væls). Hún passaði kannski ágætlega við hina slöppu Singapore Sling, sem spilaði bara eitt lag allt kvöldið, amk hljómuðu þa öll eins. En það var massa fjör eins og alltaf þegar íslensk bönd spila í Danmörku. Maður sér sjaldan jafn marga Íslendinga samankomna og þá. Nokkur andlit sem ég kannaðist við þar en hafði ekki séð áður hér.
En núna eru sparnaðardagar og því hjemmehygge, þó ég mundi glaður vilja fara í bíó á MiamiVice, er þvílíkt í fílinginum fyrir hana núna. Það var því hálf mótsagnarkennt að við fórum að skoða flatskjái í dag. Þetta er nú hálfgert brjálaði. Datt manni í hug að versla sér sjónvarp fyrir 5.000Dkr (62.000ísk) fyrir tilkomu flatskjánna? Eða verður það notað sjónvarp fengið úr Bláa Blaðinu? Við erum enn að melta þetta....

þriðjudagur, september 19, 2006

Hvort var það Ísland best í heimi, eða Piran best í heimi?

Var að skoða myndirnar úr fríinu okkar til Króatíu nú í sumar. Rakst á nokkrar myndir þar sem varð til þess að ég mundi allt í einu eftir málsókninnni sem ég átti eftir að setja í gang fyrir ansi gróft brot á einkaréttarlögunum. Þetta trick er nú í e-i markaðsfræðibók um túristabrellur...fimmtudagur, september 14, 2006

Ég þekki bónda!!

Til að hressa aðeins uppá stemminguna sendi ég hérna link á lag sem er bókstaflega búinn að vera gera allt brjálað og suma brjálaða.

Get minnst á að þetta lag var þemalag liðsins okkar á Klakamótinu (sem var n.b. ekkert nema hrein snilld) og var meira að segja spilað klukkan 06:40 í gjallarhorninu við mismikinn fögnuð sumra :) Á mótinu kepptum við m.a. á móti liði Ársósa í undanúrslitum, og þrátt fyrir að vera frekar þreyttur eftir allan boltann og bjórdrykkjuna yfir helgina, þá held ég að ég hafi ekki verið jafn orkumikill (vonandi ekki grófur) alla hina leikina eins og ég var þennan.

textinn er þýddur eftir Rafninn lýgur (alveg satt)

ALEINN...

Já, hann Guð gefur og hann Guð tekur. Það sýndi sig gersamlega í gær þegar okkur Ragnheiði áskotnaðist geymsla ein í kjallararnum hérna. Það hafði tekið húsvörðin aðeins 6 mánuði að hreinsa úr henni, og svo rann stóri dagurinn upp í gær. Ég ákvað að halda upp á herlegheitin með því að horfa á Man United etja kappi við Celtic, en því miður náði ég ekki að sjá Gravesen gera í buxurnar, því um það bil sem leikurinn var að hefjast...þá ákveður sjónvarið að nú sé nóg komið og slekkur á sér! Ég veit ekki hvort það vildi að ég ætti að fara aftur að læra eða hvað, en það vill allaveganna ekki kveikja aftur á sér.

Kannski er þetta bara ég...Ragnheiður er farin, næst besti vinur minn er farinn (sjónvarpið), græjurnar eru farnar í viðgerð og ég bíð bara eftir að tölvan gefi upp öndina. Það er nú kannski ekki svo langt í það, því hún hæsir og hvæsir allan daginn vegna hita og lyklaborðið er svo heitt að puttarnir á mér eru næstum bókstaflega “on fire”. Hún er í notkun allan daginn í ritgerðinni, og svo sömuleiðis á kvöldin að downloada e-m bíómyndum í lélegum gæðum sem vantar svo seinustu 20 mínúturnar á (Pirates of the Caribbean – og mikið rosalega er hún nú leiðinleg, hélt ég væri að horfa á barnatímann...”no offense” til allra krakkanna sem eru að lesa síðuna).
Það er kannski spurning um að gefa tölvunni frí í kvöld svo hún hverfi ekki á brott frá mér... MEÐ ALLA RITGERÐINA MÍNA, sjitt ég er farinn að senda sjálfum mér e-mail...

letilíf

Ahhh...þessi kvöldkebab rann ansi ljúflega niður. Það er alveg merkilegt hvað maður verður latur í eldhúsinu svona konulaus. Ég er nú svona vanur að vera með smá sleggjudómu í huganum þegar ég heimsæki einhleypa vini mína og hneykslast aðeins á mataræðinu þeirra. Þetta er að vísu skiljanlegt svona innann vissra marka, enda varla færi ég að eyða klukkutíma í að elda mér máltíð sem ég mundi klára einsamall á fimm mínútum, en eftir aðeins fjóra daga einsamall er ég byrjaður á að teygja mig í snakkið (minnkar hungrið) að því ég nenni ekki að setja pizzuna inní bakarofninn!!

Já, ég held að Ragnheiður þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að það verði e-ð breytt í íbúðinni þegar hún kemur heim...reyndar held ég að allt verði bara nákvæmlega eins og þegar hún fór.

þriðjudagur, september 12, 2006

hver ertu ?

Datt í hug að það væri nú gaman að kynnast lesendum síðunnar svona aaaðeins, og skellti því þessu spurningarskema upp sem ég fann á e-i bloggsíðunni.

Þið getið bara svarað þessu og skellt svörunum í athugasemdum.

p.s. afsakið að það er ekki búið að stroka sum svörin út eftir þann sem svaraði þessu seinast. Ég bara nennti ekki að stroka þau öll út, það tekur svo langan tíma :)

Góða skemmtun!


FIRST OFF...

Your full name-
Age -
Height -
Eye colour
Number of siblings
Glasses/contacts
Piercings
Tattoos
Braces

FAVOURITE

Colour
Band
Song
Stuffed animal
Video game
TV show
Movie
Book
Food
Game on a cell phone
CD cover
Flower
Scent
Animal
Comic book
Cereal
Website -
Cartoon

DO YOU

Play an instrument?
Watch TV more than 60 hours a week?
Like to sing?
Have a job?
Have a cell phone?
Like to play sports?
Have a boyfriend/girlfriend?
Have a crush on someone?
Live somewhere NOT in the united states?
Have more than 5 TVs in your house?
Have any special talents/skills?
Excercise daily?
Like school?
Sing the alphabet backwards?
Stand on your tip toes without wearing shoes?
Speak any other languages?
Go a day without food?
Stay up for more than 24 hours?
Read music, not just tabs?
Roll your tongue?
Eat a whole pizza?

HAVE YOU EVER

Snuck out of the house?
Cried to get out of trouble?
Gotten lost in your city?
Seen a shooting star?
Been to any other countries besides the united states?
Had a serious surgery?
Stolen something important to someone else?
Solved a rubiks cube?
Gone out in public
Cried over a girl?
Cried over a boy?
Kissed a random stranger?
Hugged a random stranger?
Been in a fist fight?
Been arrested?
Done drugs?
Had alcohol?
Laughed and had milk come out of your nose?
Pushed all the buttons on an elevator?
Gone to school only to find you had the day off because of a holiday/etc?
Swore at your parents?
Been to warped tour?
Kicked a guy where it hurts?
Been in love?
Been close to love?
Been to a casino?
Ran over an animal and killed it?
Broken a bone?
Gotten stitches?
Had a waterballoon fight in winter?
Drank a whole gallon of milk in one hour?
Made homemade muffins?
Bitten someone?
Been to disneyland/disneyworld?
More than 5 times?
Been to niagra falls?
Burped in someones face?
Gotten the chicken pox?

WHENS THE LAST TIME YOU

Brushed your teeth
Went to the bathroom
Saw A Movie In Theaters
Read a book
Had a snow day
Had a party -
Had a slumber party -
Made fun of someone -
Tripped in front of someone -
Went to the grocery store -
Got sick -
Cursed -

PICK ONE

Fruit/vegetables -
Black/white -
Lights on/lights off -
TV/movie -
Car/truck -
Body spray/lotion
Cash/check -
Pillows/blankets
Headache/stomach ache
Paint/charcoal -
Chinese food/mexican food
Summer/winter -
Snow/rain -
Fog/misty -
Rock/rap -
Meat/vegetarian -
Boy/girl -
Chocolate/vanilla -
Sprinkles/icing -
Cake/pie -
French toast/french fries -
Strawberries/blueberries -
Ocean/swimming pool -
Hugs/kisses -
Cookies/muffins -
p33n/bewbz -
Wallet/pocket
Window/door -
Emo/goth -
Pink/purple -
Cat/dog -
Long sleeve/short sleeve -
Pants/shorts -
Winter break/spring break
Spring/autumn -
Clouds/clear sky -
Moon/mars -

FRIENDSHIP

How many friends do you have?
What are their names? To name a few; Scott, Kess, Alison, Jessica, Britt, David, Monica, Liz, Max, Sarah, someone in my YIM list I won't name here...
Do you have a best friend? Yesh *points at list*
Have you ever liked one of your friends? I like all my friends... Oh! You mean "like like"? ...Guilty
Do you have more guy friends or more girl friends? More girl friends
Have you ever lost a friend? Mmhmmm
Have you ever gone to an amusement park with a friend? Tons of times
Whats an inside joke between you and a friend? "Watch out for the kiwis", don't ask
Have you ever gotten in a big arguement with a friend? Yesh
Whats the nicest thing youve ever done for a friend? You'd have to ask them
Whats the nicest thing a friend has ever done for you? Being there for me and letting me vent in my time of need
Do you miss any of your old friends? Gosh yes, everyday
What friend have you known the longest? *looks up* Liz
Do you regret anything youve done to a friend? ..Yeah
If so, what is it? Not going to be mentioned here
How often do you spend time with your friends? Often
Do any of your friends drive? I think they all do
Has a friend of yours ever died? ..Yes
Whats the dumbest thing you've done with a friend? I have no clue what the dumbest was. But I do am a total goof with Kess at the office, or Scott. I think my boss thinks I'm totally insane or something. But hey, you gotta stay sane at the office... In er, an insane kinda way?
What do you think your friends think of you? *asks someone three words to describe me* Comforting, Goofy, Cheerful
Have you ever been in love? Gosh yes
If you have, with who? Not mentioning that here either
Are you single? Yesh
Are you in a relationship? No
If so, for how long? :Do you believe there is someone for everyone? Anyone who wants someone, there's a person out there for them
What is your idea of the best date? Anything can be a best date. Surprises always work in someone's advantage, around me, at least.
What was your first kiss like? Memorable... Not the "best", though
How old were you when you got your first kiss? 14-15?
Do you think love is a load of shit? Somedays, yeah
Whats the best experience you've ever had with the opposite sex? Errrr...
Have you ever been dumped? Yep
Have you ever dumped someone? Yep
Whats the most sexual thing youve done with the opposite sex? Er, sex?

WORD ASSOCIATION

Slippers - Warm
Hat - Head
Hard - Rock
Free - Stuff!
Space - Gigantic
Taste - Sweet
Good charlotte - Band
Red - Colour
Deep - *no comment* ..Ocean!
Heart - Love
Cord - Rope
Cheese - Camembert
Rain - Wet
Work - Tiring
Pedal - Bicycle
Head - Face
Bed - Sleep
Fluff - Bunny
Hardcore - Loud
Race - Speed
Knife - Ouch
Jump - Fly!

I....

am - Robyn
want - A long hug or cuddle or something of the sort
need - Tons of water
crave - Swimming pool
love - My dogs
hate - Having to get up early tomorrow
did - This, thing
feel - Too warm
miss - *sigh* Certain people in my YIM list who rarely seem to log on..
am annoyed by - The hot weather
would rather - Be in a swimming pool
am tired of - Lotsa things
will always- Be a goof

SILLY STUFF

What is your favourite genre of music? I don't have a fav one
What time is it now? 2:59 AM
What day is it? Thursday
Whens the last time you called someone? 4 hours ago, Scott
How much money do you have right now? In my wallet? 70$ something
Are you hungry? No
Whatcha doin? Doing this AGES long meme
Do you like parades? Big ones are nice
Do you like the moon? Sure
What are you going to do when youre done with this? I have no clue
Isnt cup a funny word when you repeat it over and over? o.o ..Sure
If you could have any magical power what would it be? Being able to control water! And and.. and.. fly.. *sigh*
Have you ever had a picnic? Yesh
Did you ever have one of those skip-its when you were young? Errr.. no? o.O
What about sock em boppers? No?
Are you wearing any socks right now? Gosh no, too warm for socks.. I rarely wear socks

DO YOU THINK YOU ARE

funny? Yes
pretty? Errrrr... I don't think so. There are muuuuuch "prettier" girls out there
sarcastic? I can be
lazy? Mmhmm
hyper? From time to time
friendly? Yep
evil? Sometimes
smart? Yes
strong? Errrr, maybe
talented? Yes
dorky? Always

FOR OR AGAINST:

suicide - against
love - for
drunk drivers - against
airplanes - for
war - against
canada - for
united states - for
rock music - for
gay marriage - for
school - for
surveys - for
parents - for
cars - for
killing - against
britney spears - errr, for? She's alright
coffee - for
pants - for

WOULD YOU EVER

Sky dive? ..I'm afraid of heights
Play strip poker? Errrr...
Run away? If I could, sometimes
Curse at a teacher? I have
Not take a shower for a week? God no
Ask someone out? I have
Lie to someone to make them think better of you? I probably have
Visit a foreign country for more than a month? If I could
Go scuba diving? I'd love to
Write a book? Sure
Become a rockstar? Not a "rock" star
Have casual sex? I have

LAST QUESTIONS

What shampoo do you use? Garnier "Ultra Doux", with henna and stuff. Exciting, huh?
Whens the last time you did something sexual with the opposite sex? Ages and ages ago
What kind of computer do you have? AMD Anthlon something something, I love it
What grade are you in? I finished "grades" years ago
Do you like to throw popcorn at people in the movies? No
Or just make out? That's more my thing, so yesh
How many posters do you have in your room? None?
How many cds do you have? A few big drawers, no clue how many
What time is it now? 3:07 AM

meira var það nú ekki held ég...

föstudagur, september 08, 2006

Þetta er fótboltalíf

Já, það blés ekki byrlega um strákana okkar í landsleiknum í fyrradag. Eiður átti samt möguleikana á að setja tvö mörk og á góðum degi hefði hann klárað þessi færi. Þess má samt geta að sjónvarpsstöðin var á barnum þar sem leikurinn var sýndur og tók stutt viðtal við formann IF Guðrúnar. Nokkuð skondið en kfrest smá dönskukunnáttu að skilja. Viðtalið fyrir og eftir leik. Að auki má hér sjá skemmtilegt viðtal við Hemma Gunn, sem sýnir að hér á ferðinni er einn glaðlyndasti og jákvæðasti maður Íslands.

Við vorum samt búnir að hita upp fyrir tapleikinn Ísl-Dan með að tapa sjálfir okkar leik fyrr um daginn svo við vorum undir þetta búnir. Sjónvarpsstöðin mætti ekki, en það kom ekki að sök því einn af okkar mönnum á hliðarlínunni tók sig til og mætti með cameruna sína og tók upp leikinn. Hápunkta leiksins má sjá hér fyrir áhugasama.

Þetta var samt strembinn leikur, meiðsli í hópnum og annað, sem varð til þess að ég spilaði allan leikinn (ég hef nú oft gert það, en mundi alveg kjósa hvíld inná milli). Og ekki nóg með það, heldur var annar leikur daginn eftir! Sama var uppá teninginum þar, nema hvað að nú var enginn varamaður, og eftir 10 mínútna leik fór einn manna okkar útaf vegna meiðsla. Við vorum alveg á rassagatinu, alveg búnir á því, svo ekki bætti úr skák þegar fólk fór að safna gulum spjöldum (sem þýðir 10 mínútna brottrekstur). 9 leikmenn eftir. En við náðum að herða okkur og komumst 3-2 yfir og tíu mínútur eftir að leiknum, nú var bara að halda. Þegar ein mínúta var eftir (við spurðum dómarann), keyrðum við bókstaflega á mjólkursýrunum. E-ð var þessi mínúta lengi að líða því eftir fimm mínútur kem há sending inn á vítateiginn okkar sem markmaðurinn misreiknar og stýrir honum inní netið...Við urðum frekar pirraðir á að dómsi skuli ekki vera búinn að flauta, en svona er það. Eitt stig er ágætt út úr þessum leik.

Svo nú er bara eins dags pása, kveðja Ragnheiði sem fer í dag, og svo bara beint á Klakamótið, sem er fótboltamót Íslendinga búsetta í Danmörku og verður haldið núna um helgina. Það verður án efa massa gaman, nóg spilað af fótbolta, skemmt sér og tekið á móti gömlum félögum úr SF Heklu frá Árósum. Þeir skulu samt ekki búast við neitt blíðum móttökum...

fimmtudagur, september 07, 2006

photo update

nokkrar myndir frá helginni sem leið.

þriðjudagur, september 05, 2006

Lítil saga

Alveg frábær helgi afstaðin. Fórum í nostalgíuferð til Árósa (með ansi skemmtilegum endi) og heilsuðum uppá gamla og góða vini. Það eru farin að vera síðustu forvöð að sjá suma, því stutt er í heimför hjá mörgum af þeim. Til að mynda sjáum við Bjössa og Regínu ekki í bráð því þau eru að ganga menntaveginn alla leip til Cambridge nú í vikunni. Við gistum hjá Emil og Siggu Lóu og litlu rúsinunni þeirra í miklum hyggeligheitum. Við létum almennt bara fara vel um okkur, röltum og snæddum í bænum og festuðum síðan vel á Festugen um kvöldið með góðum vinum. Ég bragðaði hunangsbjór í fyrsta skiptið og sá rann aldeilis vel niður. Mæli með að fólk kíki á bryggeriet annaðhvort í Árósum eða Vesterbro og prufi hann.


Helgin byrjaði samt ekki vel því í staðinn fyrir að vera fyrir framan tölvuna að reyna redda miðum á ManU vs. FCK, þá þurfti ég að vera í rútunni á leiðinni til Árósa. Ansi óheppileg tímasetning. Ég var þó með tvo félaga mína í verkefninu en...allt kom fyrir ekki! Seldist uppá 8 mín. og ljóst að það verður ansi erfitt að redda miðum. Ég hitti nefninlega einn félaga minn sem er með puttana í öllu og sagðist alveg geta reddað mér miða...hann kostaði bara 3.000 Dkr!! Nei, takk full mikið. En Gunni var ekki lengi í helvíti, því næst spurði hann mig hvort mig langaði að fara á tónleikana. Tónleikana? Já, tónleikana með Rolling Stones í Horsens. Jújú, ég hafði svo sem ekkert á móti því (hrygldi við að heyra verðið hjá honum). 450 KALL SEGIRÐU !?!?! (N.B. miðinn kostaði 720 í miðasölunni). Ég talaði við Emil og BINGÓ, við vorum á leiðinni á 85.000 manna tónleika með Rollingonum. Hann átti bara 4 miða eftir og þar af seldust tveir meðan ég var að tala við hann. Ég gat þó vakið Bjössa daginn eftir með þeirri skemmtulegri spurningu hvort hann langaði að kíkja á Rolling Stones eftir klukkutíma, nokkrir auka miðar voru að detta í hús!
Við lögðum hæfilega þunnir af stað til Horsens sem er aðeins 30 min i burtu og skoðuðum stemminguna. Við ákváðum þó að vera hæfilega snemma í öllum röðum því við höfðum heyrt frá fólki sem var á Madonnu tveimur vikum fyrir að útsýnið hafi verið vægast sagt slæmt. (ekki gaman að vera aftarlega á 80.000 manna tónleikum). Við höfðum reyndar heyrt frá Siggu Lóu og Eddu að málið var að vera fremstur og svo HLAUPA FREMST !! Við vorum því tilbúnir í allt, komnir í hlaupaskóna, fremstir í hliðinu okkar og búmm...þegar við komum í gegn sáum við að það var erfitt að hlaupa fyrir fólki. Við röltum því rólegir, sáum að fólk var að fá e-ð armband við framvísun miðans sem við fengum líka, enda ekkert eðlilegra hugsuðum við...Think again! Armbandið var víst VIP armband sem veitti aðgang að fremsta svæðinu, og þá meina ég sko fremsta!! Við höfum ekki hugmynd um hvernig miða við höfðum í höndunum, en þá höfðu þessir selst upp langfyrstir. Við vorum sem sagt næstum einir þarna inni í “pittnum” og tylltum okkur niður á plastpoka (takk Sigga Lóa) og sötruðum öl, alveg slakir (en réðum okkur samt ekki fyrir kæti yfir staðsetningunni :) tónleikarnir byrjuðu reyndar ekki fyrr enn eftir 3 tíma en við hreyfðum okkur ekki til að missa ekki staðinn okkar í pittnum, tókum enga sénsa þar.
Skemmst frá því að segja að tónleikarnir voru alveg meiriháttar, þeir bestu sem ég hef séð. Jaggerinn var alveg á fullu hlaupandi um eða skiftandi um föt (sem þeir allir gerðu oft) og Keith Richards með sígó í kjaftinum brosandi lymskufullslega annað slagið. Alveg frábær sviðsframkoma með pottþéttri uppröðun á lögunum, tóku alla slagarana í bland við nýtt. Og maður lifandi, þvílíkt sjóv! Tónleika uppsetningin jafnaðist alveg á við fjagra hæða blokk með þvílíkri ljósasýningu, flugeldasýningu, og þeim stærsta skjá sem, tja...flestir hafa séð. Kíkið bara á myndirnar. Þetta var sem sagt alveg frábær endir á frábærri helgi, og nokkuð sem ég mun aldrei gleyma.
Á Fram Ísland?

Það hlaut að koma að þessu. E-r hefur talað við dönsku fjölmiðlana um fótboltaleikni okkar Íslendinganna hérna, því á morgun ætla þeir að koma á leikinn sem við í Guðrúnu /FC Ísland eigum á móti e-u dönsku liði í 8 liða úrslitum bikarins. Þeir ætla að vera með viðtöl og sýna svo frá leiknum í varpinu seinna um kvöldið. Það er kannski að maður verði loksins uppgvötaður eftir öll þessi ár...?
Það eru reyndar e-r umræður um að þetta tengist landsleiknum milli Íslands og Danmerkur seinna um kvöldið, en ég er nú ekki alveg að kaupa það. Mínu máli til stuðnings, þá ætla þeir meira að segja að koma með okkur niður á O´Learys (fótboltabarinn á Hovedbane) og fylgjast með okkur og öllum Íslendingunum samankomnum þar fylgjast með landsleiknum og vera með “live” útsendingu.

Sem sagt allir Íslendingar í Köben að mæta á leikinn okkar og kíkja svo á barinn og sjá strákana okkar taka á Dönunum!!

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed